Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 18

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 18
Klifur er andleg fötlun, getur líka verið lík- amleg og það flokkast auðvitað undir fötlun. Hóparnir eru mjög mismunandi, en engu að síður er fötlun yfirhugtak í samræmi við lögin. Lögin unt fatlaða voru end- urskoðuð 1992 en þau héldu sama nafninu og eru í gildi enn þann dag í dag. Þar er tekið fram hvaða hópar fatlaðra falla undir þessi lög. Varð- andi skólamálin sem heyra undir menntamálaráðuneytið þá eru enn- þá til sérstakir skólar fyrir þroska- hefta, eins og Öskjuhlíðarskólinn og Safamýrarskólinn, en engu að síður hefur það færst í aukana að þroska- heftir séu í almennum skóla. Sam- kvæmt grunnskólalögunum eiga all- ir rétt á að vera í almennum grunn- skóla. Hins vegar verður að vega og meta í hverju tilfelli fyrir sig þegar um er að ræða alvarlega þroska- skerðingu hvort viðkomandi sé undir það búinn að fara í almennan skóla. I þessu sambandi má nefna að það hefur orðið gríðarleg þróun á hjálpartækjum, sem þekktust ekki fyrir tveimur áratugum síðan, hjálp- artæki sem gerir þessum hópi auð- veldara um vik.“ Staðan ásættanleg? Aðspurð um stöðu fatlaðra hér á landi segir Margrét að þrátt fyrir þær miklu breytingar sem hafi orðið þá sé staðan ekki ásættanleg að öllu leyti. „Miðað við þann árangur sem hefur þó náðst á seinustu tveimur áratugum tel ég að við höfum í rauninni náð meiri árangri á stuttum tíma heldur en aðrar þjóðir og stöndum að mörgu leyti jafnfætis nágrannaþjóðum okkar, jafnvel framar að sumu leyti. I því sam- bandi get ég nefnt skammtímavist- un og stuðningsfjölskyldur en sam- kvæmt lögum eiga foreldrar hér á landi rétt á þeirri þjónustu fyrir fötl- uð börn sín. Islenska ríkið greiðir fyrir þessa þjónustu að fullu en ann- ars staðar á Norðurlöndunum er þetta ekki fyrir hendi í eins ríkum mæli. I Svíþjóð og Danmörku geta foreldrar t.d. ekki fengið bæði stuðningfjölskyldu og skammtíma- vistun þeir verða að velja á milli og þurfa auk þess að greiða hluta af Markmiðið er að þjóðfélagið verði þannig úr garði gert að sem minnstar hindranir verði á vegi þeirra sem búa við hömlun. Einnig að sem minnst sundurgreining verði millið fatlaðra og ófatlaðra, enda má segja að þróun und- anfarinna ára hafi markvisst orðið í þá átt að fatlaðir sœtu við sama borð og ófatlaðir. kostnaðinum, þannig að við stönd- um að minnsta kosti framar að þessu leyti. Varðandi blöndun í skóla veit ég ekki betur en að við séum komin jafnlangt og Norður- landaþjóðimar. Hins vegar er eitt og annað sem er ekki ásættanlegt við stöðu fatlaðra hér á landi, og kannski verður það aldrei þannig að allt verði ásættan- legt. Málaflokkur fatlaðra hlýtur að þróast eins og aðrir málaflokkar í þjóðfélaginu. Þróunin tekur aldrei enda, hún heldur alltaf áfram. Það baráttumál sem mér virðist hafa verið mest áberandi síðustu misseri er varðandi örorkubæturnar, sem fé- lög öryrkja hafa verið að berjast mjög mikið fyrir. Nú er að vísu búið að gera nýja samþykkt um að hækka bætur til ungra öryrkja, sem vonandi gengur fljótlega í gegn. Ég tel að afnema þurfi tekjutengingar í mun meira mæli en nú er gert. Það gengur ekki að um leið og fólk fær laun þá séu bætur þess skertar. Nú- verandi kerfi er letjandi og því þarf að breyta verulega. Annað sem má nefna er skortur á húsnæði, sérstak- lega á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Gera þarf átak í þeim málum. Einnig tel ég að gera þurfi verulegt átak í starfsmenntun og starfsþjálf- un fyrir fatlaða. Eftir því sem hin almennu menntatilboð verða meiri og betri þá sé ég fyrir mér að það verði auðveldara fyrir fatlaða að komast inn á vinnumarkaðinn, svo framarlega sem t.d. aðgengi er í lagi og viðeigandi hjálpartæki eru fyrir hendi Fatlaðir geta kannski ekki unnið öll störf, þeir geta unnið sér- hæfð störf. Hjá Hringsjá, starfsþjálf- un fatlaðra, hefur t.d. verið lögð mikil áhersla á að kenna fólki á tölv- ur sem er góður undirbúningur fyr- ir þátttöku í atvinnulífinu.“ Fatlaðir ekki nógu sýnilegir Að sögn Margrétar hefur viðhorfið til fatlaðra breyst mikið frá því um 1980. „Fyrir þann tíma voru fatlað- ir nánast aldrei sýnilegir í þjóðfélag- inu. Það var hreinlega ekki reiknað með því að þeir ættu erindi út í samfélagið. Hins vegar finnst mér að fatlaðir mættu vera mun sýnilegri í þjóðfélaginu. Þeir verða að láta meira á sér bera. Það mun eflaust skila þeim betri árangri í sinni bar- áttu. Eitt af því sem ég tel vera grundvallaratriði í þeirra baráttu er að samvinna náist milli hagsmuna- samtaka fatlaðra og stjórnvalda. Mjög mikilvægt er að viðkomandi aðilar geti starfað saman, vegna þess að ef það er eilíf barátta þama á milli, þá verður árangurinn ekki mikill.“ Framtíðarsýnin Aðspurð að lokum um framtíðarsýn hennar í málefnum fatlaðra, segir Margrét að það sé sú framtíðarsýn sem allir hljóti að hafa. „Markmið- ið er að þjóðfélagið verði þannig úr garði gert að sem minnstar hindranir verði á vegi þeirra sem búa við hömlun. Einnig að sem minnst sundurgreining verði millið fatlaðra og ófatlaðra, enda má segja að þróun undanfarinna ára hafi markvisst orð- ið í þá átt að fatlaðir sætu við sama borð og ófatlaðir. I kjölfar meiri og fullkomnari tækni við gerð margs- konar hjálpartækja, námsgagna, svo og betra aðgengi að hverskyns upp- lýsingum og boðskiptaleiðum, ættu möguleikar fatlaðra að geta aukist verulega í þá átt að verða virkir þátt- takendur í þjóðfélaginu og lifa eðli- legu lífi við hlið ófatlaðra.“ Texti: Kristrún M. Heiðberg. 18

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.