Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 23

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 23
Klifur Fiölmennt: Nýr möguleiki til menntunar og starfsendurhæfingar fyrir fatlaöa Neyttu þeirrar gáfu, sem þú átt. Það yrði heldur hljótt í skóginum ef engir fuglar mættu syngja þar nema þeir, sem syngja best. Fjölmennt „menntun og starfsendurhæfing“ er nýr möguleiki til menntunar og starfsenduhæfingar fyrir fatlaða. Verkefnisstjóri er Helgi Jósepsson en hann hefur áður komið á fót sam- bærilegu námi á Akureyri. Skóla- starfið fer fram að Túngötu 7 í Reykjavík og er samstarfsverkefni Fjölmenntar, Geðhjálpar og Fjöl- brautaskólans við Armúla. Markmið skólastarfsins er fyrst og fremst að auka lífsgæði þátttakenda en einnig að viðkomandi geti farið í verndaða vinnu, út á almennan vinnumarkað eða haldið áfram í námi (Hringsjá, Janus, í framhalds- skóla eða í háskóla). Kenndar eru allar helstu bóknáms- greinar. Að auki er boðið upp á nám í tölvufræði, myndlist, hljóðfæra- leik, einsöng, samsöng (kór) o.fl. Ennfremur er hægt að sækja um all- ar námsgreinar sem kenndar eru í tjarnámi við Fjölbrautaskólann við Armúla. Nokkrir hægferðaráfangar verða í boði. Þeir nemendur sem sækja um fjarnám stunda nám sitt í skólanum að Túngötu 7 undir leið- sögn kennara Fjölmenntar og iðju- þjálfa. Þeim verður búin aðstaða til að stunda nám sitt þar og aðgengi að tölvum skólans. Þar sem nemendur eru misjafn- lega á vegi staddir er reynt að sinna hverjum og einum eins og kostur er. Frekari upplýsinga er hægt að leita á skrifstofu Fjölmenntar eða hjá Björgu Arnadóttur, félagsmála- fulltrúa Sjálfsbjargar, lsf. Þar sem fjöldi nemenda er takmarkaður eru áhugasamir hvattir til að sækja um sem fyrst á skrifstofu Fjölmenntar Borgartúni 22, 105 Reykjavík. „Mæli hiklaust með Fjölmennt" - segir Ása Hildur Guðjónsdóttir. unnið við það sem ég menntaði mig í, þ.e. prentsmíði. Vegna minnistruflana og einbeitingar- skorts hef ég ekki treyst mér í al- mennan skóla. I Fjölmennt hef ég fengið afbragðs einstaklingsmið- aða kennslu sem hefur nýst mér mjög vel. Nú stefni ég á fjarnám næstu önn við Fjölbraut í Ármúla í íslensku 403 og stærðfræði, með stuðningi frá Fjölmennt auk þess að vera áfram í tölvunámi þar og taka stöðupróf í þeirri kunnáttu sem ég hef, en hef ekki prófskír- teini uppá þar sem ég er sjálf- menntuð á tölvu. Sjálfstraust mitt hefur aukist til muna. Eg hef náð að setja mér markmið til að stef- na að með frekara námi. Svo er þetta ferlega skemmtilegt líka. Ég mæli hiklaust með Fjölmennt.“ Asa Hildur Guðjónsdóttir, sem er mörgum Sjálfs- bjargarfélögum að góðu kunn, hefur stundað nám hjá Fjöl- mennt og hefur eftirfarandi um námið að segja: „Ég fór í Fjöl- mennt í haust í íslensku og heima- síðugerð. Mig langaði að læra heimasíðugerð og fannst ég þurfa að skerpa á íslenskunni. Eftir að ég lenti í slysi 1991 hefégekki getað 23

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.