Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 3

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 3
Klifur Oflug stoðþjónusta, lykill að lifandi lífi Það er árið 2003, Evrópuár fatlaðra. Á þessu ári eru 25 ár liðin frá jafnréttisgöngunni miklu sem Sjálfsbjörg stóð að og áætlað er að 7 - 10 þúsund manns hafi tekið þátt í. Þá var krafan jafn- rétti, full þátttaka. Margt hefur breyst síðan þá, flest sem betur fer til bóta en á sumum sviðum miðar alltof hægt. Aðgengi er almennt betra fyrir hreyfihamlaða en var fyr- ir 25 árum. Það er auðveldara að sækja skóla, atvinnu, félags- og menningarlíf. Hjálpartæki eru full- komnari og kjaramálin - ja þau eru allavega í umræðunni sem er gott. Ég dreg hér upp býsna fallega mynd en það er enn langt í land að fullu jafnrétti sé náð. Þröskuldar eru enn alltof víða. Stór hópur hreyfihamlaðra þarf mikla aðstoð við athafnir daglegs lífs. Fólk sem þarf aðstoð heima- hjúkrunar við að fara á fætur og hátta, böðun, fara á klósett o.s.frv. Heimilishjálpin aðstoðar svo m.a. við þrif og þvotta svo eitthvað sé nefnt. Ferðaþjónusta fatlaðra aðstoðar fólk við að komast á milli staða. Víða á landsbyggðinni í dreifðum byggðum getur verið erfitt að byggja upp góða þjónustu á þessu sviði, sem sniðin er að þörfum ein- staklingsins og er það skiljanlegt. Þegar stóra þéttbýlið á suðvestur- horninu er hinsvegar skoðað kemur ýmislegt miður gott í ljós. Hugsum okkur einstakling sem þarf heimahjúkrun, heimilishjálp og ferðaþjónustu. Hann ætlar í skóla eða vinnu og byrjar klukkan 8 eða hálf-níu. Það þykir ósköp eðlilegur tími en OBB BOBB BOBB...BÍÖ- um nú við! Morgunvakt heima- Sigurður Björnsson, skrifar. Hugsum okkur einstakling sem þarf heimahjúkrun, heimilishjálp og ferðaþjón- ustu. Hann œtlar í skóla eða vinnu og byrjar klukkan 8 eða hálf-níu. Það þykir ósköp eðlilegur tími en OBB BOBB BOBB...Bíðum nú við! Morgunvakt heima- hjúkrunar byrjar ekki fyrr en kl. 8.00. Þarfór í verra. hjúkrunar byrjar ekki fyrr en kl. 8.00. Þar fór í verra. Fyrst ekki er hægt að fara „snemma" á fætur þá er best að fara seint að sofa gera eitt- hvað skemmtilegt unr kvöldið en OBB BOBB BOBB.... Bíðum nú við! Kvöldvaktin getur helst ekki komið seinna en kl: 21-21.30 öll kvöld ársins, helgar sem virka daga! Þá versnar nú í því. Hvað með bío, leikhús, vinaheimsóknir, fjölskyldu- heimsóknir, videógláp, íþróttir, allra handa félagslíf, kosningakvöld og svona mætti endalaust telja. Þama er það vaktakerfi heimahjúkrunar sem bregst. Á næturvakt heimahjúkrunar eru tveir starfsmenn á einum bíl á svæði sem nær frá Seltjarnarnesi að Kjalarnesi. Þetta er kristaltært dæmi um vaktakerfi sem EKKI er sniðið til að þjóna þörfum fólks sem vill taka þátt í lífinu. Skert mannrétt- indi? Það finnst mér. Skert lífs- gæði? Hiklaust! Heimilishjálpin er þjónusta sem margir hreyfihamlaðir geta ekki ver- ið án. Þessa aðstoð má ekki skera við nögl. Hún þarf að fullnægja sanngjömum, einstaklingsbundnum þörfum og aðbúnaður starfsfólks verður að vera góður. Nægur mann- afli þarf að vera til staðar svo hvert heimili fái þá þjónustu sem sæm- andi er. Það þarf lipurt, liðlegt, sveigjanlegt kerfi sem tryggir góða umhirðu, hreinlæti, innkaup og mat- seld svo eitthvað sé nefnt. Nauðsyn- lega aðstoð við að skapa vistlegt heimili má ekki vanmeta í tíma og peningum. Sértu á vinnumarkaði þá þarftu að borga fyrir þessa þjónustu, þ.e. þú borgar fyrir að spara ríkinu peninga. Hvers vegna eiga fatlaðir að borga fyrir heimilisverk sem þeir verða að „kaupa“ en ófatlaðir geta sjálfir innt af hendi. Ef hinn ófatlaði nennir því ekki þá getur hann keypt heimilis- Hvað með bíó, leikhús, vina- heimsóknir, fjölskylduheim- sóknir, videógláp, iþróttir, allra handa félagslíf, kosn- ingakvöld og svona mœtti endalaust telja. Þarna er það vaktakerfi heimahjúkrunar sem bregst. 3

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.