Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 7

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 7
Klifur Eins og áður sagði sjá fagráðuneyti og frjáls félaga- samtðk um að standa fyrir atburðum og uppákomum á ári fat- laðra. Sjálfsbjargarfélögin munu standa fyrir svokölluðum Sjálfsbjargardög- um, en nánar er fjallað um Sjálfs- bjargardaga hér neðar á síðunni. Félagsmálaráðuneytið tekur þátt í viðkomandi samstarfi Evrópuþjóða fyrir Islands hönd og eru einkunnar- orð ársins „Samfélag fyrir alla.“ Á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins segir að markmiðið með sam- starfinu sé að fólk með fötlun geti orðið virkir þátttakendur í því sam- félagi sem það lifir. Gott aðgengi að menntun og öflugur stuðningur við fatlaða á almennum vinnumarkaði séu forsendur þess að þeir fái notið sömu tækifæra og aðrir í samfélag- inu. Á heimasíðu félagsmálaráðu- neytisins segir einnig að þema árs- ins verði lífsgæði þeirra sem búa við fötlun í víðasta skilningi. Reynt verði að líta til þess hvar megi bæta þjónustuna á sviði búsetu,- atvinnu,- skóla- og frístundamála. Boðið verður upp á fræðslu og listviðburði svo eitthvað sé nefnt. Ráðuneytið vilji eiga gott samstarf við alla þá sem að árinu koma þannig að sem best takist til. Félagsmálaráðuneytið stóð fyrir opnum morgunverðarfundi í apríl síðastliðinn. Þar greindi Páll Pét- ursson, fyrrverandi félagsmálaráð- herra, frá áhersluatriðum í aðgerða- áætlun sem félagsmálaráðuneytið hefur markað. Um er að ræða 11 atriði sem Páll tiltók í ræðu sinni og fara hér á eftir. Fyrst er að telja hækkun örorku- bóta sem ákveðin var með tjárlög- um fyrir jólin. í öðru lagi breytingu og hækkun á örorkubótum. I þriðja lagi verður sett á stofn samstarfsnefnd ráðuneyta ásamt fulltrúum frá Öryrkjabandalagi Is- lands og Landssamtökunum Þroska- hjálp sem munu vinna með ráðu- neytinu á ári fatlaðra. I fjórða lagi mun félagsmálaráðu- neytið beita sér fyrir öflugu sam- starfi ráðuneytanna þar sem skoðað verður hvernig þau og undirstofnan- ir þeirra geta betur með almennum hætti tekist á við fjölbreyttar þarfir fatlaðra. Farið verður af stað með viðkomandi verkefni í maí og að- gerðaráætlun kynnt í lok nóember. I fimmta lagi mun félagsmála- ráðuneytið í samstarfi við sam- starfsnefndina veita styrki til verk- efna á sviði rannsókna og tilrauna við framkvæmd þjónustu við fatl- aða. Gert er ráð fyrir að fyrstu styrkjum verði úthlutað í júní 2003. I sjötta lagi mun félagsmálaráðu- neytið í samstarfi við samstarfs- nefndina veita styrki til einstaklinga og stofnana sem eru að veita þjón- ustu sem þykir framúrskarandi og til eftirbreytni fyrir aðra. I sjöunda lagi mun félagsmála- ráðuneytið í lok ársins í framhaldi af málþingi um búsetu fatlaðra leggja fram skýra framtíðarsýn um þróun og fyrirkomulag á sérhæfðri búsetu fatlaðra og tengdri þjónustu við þá. I áttunda lagi mun félagsmála- ráðuneytið í samráði við hagsmuna- samtök fatlaðra standa að kynninga- fundum meðal almennings sem hafa það að markmiði að auka þekkingu og skilning á fötlun og áhrifum fötl- unar. í níunda lagi mun félagsmálaráðu- neytið standa fyrir ráðstefnu í sam- vinnu við Greiningar- og ráðgjafar- stöð ríkisins og hagsmunaaðila um fötluð böm og fjölskyldur þeirra. Ráðstefnan verður haldin eigi síðar en í október næstkomandi. I tíunda lagi mun félagsmálaráðu- neytið leggja fram skýra framtíðar- sýn um þróun og fyrirkomulag þjón- ustu við fatlaða á almennum vinnu- markaði. I ellefta lagi mun félagsmálaráðu- neytið í samvinnu við menntamála- ráðuneytið og fleiri hlutaðeigandi aðila vinna að aðgerðaráætlun sem miðar að því að fatlaðir séu að fullu þátttakendur í þróun og uppbygg- ingu upplýsingasamfélagsins, hvort sem um verði að ræða þróun al- mennra lausna eða sértækra stuðn- ingslausna fyrir fatlaða. Þá sagði Páll ennfremur að félags- málaráðuneytið muni á árinu hefja endurskoðun á almennu skipulagi og þjónustu við fatlaða á íslandi. Markmiðið sé að leggja mat á það sem vel hefur gengið og það sem styrkja mætti enn frekar. Slíkt mat verði síðan grunnur að endurskoð- aðri áætlun til framtíðar. Sjálfsbjargardagar í tilefni af ári fatlabra / tilefni Evrópuárs fatlaðra er ætlunin að halda svokallaða Sjálfsbjargardaga. Markmið- ið með Sjálfsbjargardögum er að kynna starfsemi Sjálfsbjargar um allt land auk þess að kynna og vinna að markmiðum Evrópuárs- ins. Þann 15. mars s.l. var haldinn fundur með formönnum aðildar- félaga Sjálfsbjargar lsf. Tilefni fundarins var að ræða og koma skriði á framkvæmd væntanlegra Sjálfsbjargardaga. Aðildarfélög á hverjum stað hafa frjálsar hend- ur með framkvæmd og hvaða dag eða daga á þessu tímabili þau velja til hátíðahaldanna. Fjöl- margar góðar hugmyndir hafa komið fram um hvað félögin ætla sér að gera í tilefni Sjálfsbjargar- daganna og verður gaman að sjá hvað úr verður. Við munum að sjálfsögðu fjalla ítarlega um Sjálfsbjargardaga í næsta tölu- blaði Klifurs, sem kemur út á haustdögum. 7

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.