Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 17

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 17
Klifur verið mjög mikil áhersla á að fatlað- ir gætu búið í sjálfstæðri búsetu í íbúðum. Viðkomandi búsetuform hefur þróast, bæði á vegum opin- berra aðila og síðan hafa félagasam- tök beitt sér mjög fyrir byggingu sjálfstæðra íbúða, eins og t.d. Ör- yrkjabandalag Islands, sem á nú tæplega 600 íbúðir. Öryrkjabanda- lagið hefur einnig byggt sambýli og leigt ríkinu.“ Að njóta jafnréttis á við aðra Margrét segir það hafa verið afar já- kvæða þróun að leggja stofnanir niður í þeirri mynd sem þær voru og leggja meiri áherslu á sambýli og sjálfstæða búsetu með stuðningi. „í því sambandi vísa ég í hugmynda- fræði sem upprunnin er á Norður- löndunum upp úr 1950 en barst ekki til íslands fyrr en 1970-80. Hún fel- ur í sér að fatlaðir eigi að njóta jafn- réttis á við aðra þegna þjóðfélagsins og þeir eigi að vera virkir þegnar í þjóðfélaginu og að félög þeirra eigi að hafa áhrif á uppbyggingu þjón- ustu við fatlaða. Það er óhugsandi að fólk sem býr á stórum stofnunum geti orðið virkir þegnar í þjóðfélag- inu. Við köllum þetta altækar stofn- anir þar sem einstaklingurinn býr, vinnur og fær aðhlynningu en hann er algjörlega inni á stofnun. Hann er ekki úti í samfélaginu, en það er einmitt grundvallaratriði í sambandi við réttindi fatlaðra, að þeir hafi þann rétt að geta tekið þátt í samfé- laginu og notið þeira gæða sem það býður upp á. Hvað t.d. börnum við- kemur þá eiga fötluð böm að alast upp hjá foreldrum sínum, sam- kvæmt lögum, og ganga í leikskóla eins og önnur böm og fara síðan í grunnskóla, framhaldsskóla, og há- skóla. Þetta þekktist nánast ekki 1980. Ef við tökum t.d. mennta- stofnanir þá standa þær nú alveg opnar fötluðum, frá leikskóla og upp úr. Varðandi búsetu þá eru það talin réttindi fatlaðra að búa í al- mennum íbúðahverfum eins og aðr- ir og taka þátt í því sem er að gerast í þeirra umhverfi. í sambandi við atvinnu þá gildir sú hugmyndafræði þar eins og í menntamálum og bú- setumálum að það eigi að aðstoða Margrét Margeirsdóttir, félagsráðgjafi og fyrrverandi deildarstjóri málefna fatlaðra ífélagsmálaráðuneytinu. Mér finnst að fatlaðir mœttu vera mun sýnilegri íþjóðfé- laginu. Þeir verða að láta meira á sér bera. Það mun eflaust skila þeim betri ár- angri í sinni baráttu. fatlaða eins og hægt er til þess að þeir geti orðið virkir á hinum al- menna vinnumarkaði. Og því betur sem aðgengi að menntuninni er, því meiri möguleika hafa fatlaðir til þess að geta tekið þátt á vinnumark- aðnum þegar námi þeirra lýkur. Þetta er það sem talið er að eigi að stefna að og hefur verið stefnt að. En til þess að fötluð börn geti alist upp hjá foreldrum sínum þá þurfa að koma til þjónustustofnanir, skammtímavistunarheimili til þess að létta álagi af foreldrunum og stuðningsforeldrar til þess að styðja þá í uppeldinu, vegna þess að það er mikil álag að ala upp fatlað barn. Er þau koma í leikskólann þarf að vera sérfræðileg aðstoð til að hjálpa þeim með tilliti til fötlunarinnar til að ná sem mestum þroska og það sama gildir í hinum almenna grunn- skóla og framhaldsskóla. Hins veg- ar fer þetta auðvitað eftir því hvers eðlis fötlunin er. Ef ég tek t.d. barn sem er hreyfihamlað þá þarf að- gengið í skólabyggingunni að vera í lagi. Sem betur fer hefur það breyst mjög mikið á þessum áratugum og samkvæmt gildandi lögum um skipulags- og byggingamál verða opinberar byggingar að vera að- gengilegar fötluðum. Aðgengi að ýmsum opinberum byggingum, sem voru byggðar fyrir gildistöku laganna, hefur hins vegar ekki ver- ið kippt í lag. Þrátt fyrir að búið sé að gera ýmsar lagfæringar á Há- skóla Islands, þar sem á þriðja hundrað fatlaðir nemendur stunda nú nám, er enn ýmsu ábótavant. Þjóðleikhúsið og Alþingishúsið hafa einnig oft verið nefnd í þessu sambandi." Hugtakið fatlaður Margir úr röðum hreyfihamlaðra hafa lýst yfir óánægju sinni með þá þróun sem orðið hefur á hugtakinu fatlaður. Samkvæmt henni eru allir settir undir sama hatt, þ.e. í stað þess að tala t.d. um þroskaheft fólk þá er talað um fatlað fólk o.s.frv. Getur þetta ekki valdið misskilningi t.d. þegar verið er að ræða um skóla- mál, vegna þess að það er annar handleggur að tala um að hreyfi- hamlaður einstaklingur fari í al- mennan skóla heldur en þroskaheft- ur einstaklingur. Hvaða skoðun hef- ur Margrét á þessu? „Hugtakið fatl- aður er tilkomið vegna þess að þeg- ar lögin um aðstoð við þroskahefta voru endurskoðuð 1983 og tóku gildi 1. janúar 1984, þá komu lög sem hétu Lög um málefni fatlaðra. Um var að ræða sömu stjórnsýslu sem búið var að byggja upp þ.e.a.s. skipta landinu í átta þjónustusvæði en lögin náðu hins vegar til mun fleiri hópa en áður, s.s. þroskaheftra, hreyfihamlaðra, blindra, heyrna- skertra, geðfatlaðra og fjölfatlaðra og þessvegna hefur orðið fatlaður verið notað nokkuð mikið um hina ýmsu hópa sem í rauninni hafa mis- munandi fatlanir. Orðið fatlaður var í raun fyrst notað af Sjálfsbjörg og félagar þess eru fyrst og fremst hreyfihamlað fólk. Eg tel að við verðum alltaf að gera greinarmun á því í hverju fötlunin er fólgin og við vitum lrka að það eru sérstök félög fyrir hinar ýmsu fatlanir t.d. félag blindra, félag heymarskertra o.fl. En það er hins vegar hægt að heim- færa það að t.d. þroskahömlun, sem 17

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.