Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 15

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 15
Klifur fólki af annarri menningu eða þá sem glíma við einhvers konar fötlun sbr. Down's Syndrome einstaklinga. Um 5% allra grunnskólanemenda þurfa á Tákni með tali að halda á einhverjum ákveðnum tímapunkti, hvort sem það er á leikskólaaldri eða á fyrstu árum í grunnskóla. Hins vegar er lítil áhersla lögð á Tákn með tali eða fingratáknmál þegar leikskóla lýkur, þannig að við erum að vonast til að þetta veki fólk til umhugsunar og að þeir kennarar sem eru með börn sem þurfa að nýta sér þetta geti þá farið með bekkinn inn á heimsíðu Tákns með tali, sem er tmt.is, og skoðað tákn sem tengj- ast þessu námsefni. Við erum einnig með fleira eins og t.d. morsið, sem er alþjóðlegt stafróf.“ Að fækka slysum á börnum Að sögn Unnar Maríu er helsta markmiðið með námsefninu að fækka slysum á börnum.„Við reyn- um að gera börnin sjálf meira vak- andi um hætturnar sem eru allt í kringum þau. En við reynum ekki einungis að ná til barnanna heldur líka foreldranna, vegna þess að þeir eru auðvitað miklir áhrifavaldar í lífi bama sinna. Við skulum ekki gleyma því að flest slys á börnum verða í heimahúsum og þess vegna er mikilvægt að ná til foreldranna líka. Við sendunr börnin heim með verkefni sem þau eiga að vinna í samvinnu við foreldrana, eins og t.d. rafmagnspróf og heimilisáætlun, þ.e. hvernig ætlar fjölskyldan að bregðast við ef það kviknaði í o.fl. Þá eru krakkarnir einnig látnir kanna stöðuna í sínum eigin skóla, þ.e. hvort rýmingaráætlun sé til ef það kviknaði í. Þess má einnig geta að geimálfur- inn er með sitt eigið netfang þar sem krakkamir geta skrifað honum bréf ef þau hafa einhverjar spurningar eða vilja senda honum myndir. Krakkarnir eru mjög hrifnir af geimálfinum og hann er þegar búinn að fá nokkur bréf, segir Unnur Mar- ía að lokum.“ Texti: Kristrún M. Heiðberg. Ab brosa framan í heiminn á rafskutlu! Notendum rafskutla hefur fjölgað undanfarið og nú stendur til að stofna áhugahóp fyrir þá sem eru notend- ur og aðra sem vilja kynna sér eða hafa spurningar er varðar rafskutl- ur. Valerie Harris iðjuþjálfi hjá Sjálfsbjargarheimilinu og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir félagsliði og rafskutlunotandi standa fyrir því að kalla þennan hóp saman. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við skiptiborð Sjálfsbjargar lsf. í síma: 5529-133 eða amdis@sbh.is og gefa upp nafn, síma eða net- fang. Síðan verður haft samband um fyrirhugaðan fund. Notkun rafskutla hefur aukist undanfarið og nú stendur til að stofna áhugahóp fyrir notendur og aðra áhugamenn. „Buslað" frá Akranesi til Reykjavíkur Unglingastarf Sjálfsbjarg- ar, BUSL, hefur ákveðið að safna fyrir ferð til út- landa næsta sumar, nánar tiltekið til Svíþjóðar. Hugmyndin er að safna fyrir ferðinni með því að fara á rafmagnshjólastólum frá Akranesi til Reykjavíkur 14. -15. júní næstkomandi (fara fyrir Hvalfjörð, ekki göngin) og feta þannig nokkurn veginn í „hjól- för“ Jóhanns Péturs og félaga, sem fóru frá Akureyri til Reykja- víkur hér áður fyrr. Búið er að spjalla við Bifhjólasamtök lýð- veldisins, Sniglana, og eru þeir meira en lítið reiðubúnir að end- urtaka leikinn og vera með í för. Ætlunin er að bjóða fjölmiðlum að vera með hluta af leiðinni til Reykjavíkur og fá þannig já- kvæða umfjöllun um BUSL og þá um leið Sjálfsbjörg og ýta undir happdrættið sem verður í gangi á svipuðunr tíma. Hjólastólarallýið er framlag okkar í BUSLi, með ykkar hjálp, til kynningar á ári fatlaðra. Við hvetjum alla til að hringja í söfn- unarnúmerið 908-2003 á rneðan á rallýinu stendur og leggja okk- ur lið. Virðingarfyllst, BUSLarar. 15

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.