Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 11

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 11
Klifur Sumarvinna unglinga -SAMSTARFSVERKEFNI ReYKJAVÍKURBORGAR, HAFNARFJARÐARBÆJAR OG SjÁLFSBJARGAR, LSF. Tíu manna hópurinn sem mun starfa á skrifstofu Sjálfshjargar, landssambandsins í sumar, m.a. við útgáfu Kifurs, símavörslu og undirbúning Evrópusamstarfs. s sumar munu tíu ungmenni starfa á skrifstofu Landssambandsins við ýmis störf, m.a. við útgáfu Klifurs, símavörslu og undirbúning Evrópusamstarfs. Hópurinn hefur óskað eftir og fengið samþykkt að vinna að útgáfu sérstaks aukablaðs með 3. tbl. Klif- urs þar með talið efnisöflun, greina- skrif og kynningu á blaðinu. Jafn- framt blaðaútgáfunni er áætlað að koma á samskiptum við önnur hreyfihömluð ungmenni í Evrópu. Draumur þeirra er að vinna áfram að því verkefni með það að mark- miði að koma á ungmennaskiptum við erlenda jafningja að ári. Verkefnið er samstarfsverkefni Iþrótta- og tómstundaráðs Reykja- víkur, Hins Hússins, Tómstunda- skrifstofu Hafnarfjarðarbæjar, Vinnuskóla Hafnarfjarðarbæjar og Sjálfsbjargar, lsf. Sveitarfélögin greiða ungmennunum laun fyrir fulla vinnu í 8 vikur en Sjálfsbjörg leggur til húsnæði, kostnað við út- gáfu blaðsins, verkefnisstjórn o.fl. Að auki hefur verkefninu borist styrkur frá Ungu fólki í Evrópu (UFE). Því má búast við að umræddur hluti 3. tölublaðs Klifurs verði frek- ar óhefðbundinn því þar ætlar ungt fólk að skrifa fyrir annað ungt fólk. Að sögn hópsins á blaðið þó einnig að vera læsilegt öðrum. I blaðinu er ætlunin að hafa ýmiskonar greinar og dálka, t.d. tónlistargagnrýni og umfjöllun, myndasögur, viðtöl ofl. Helsti ávinningur af sumarvinnunni ætti að verða þessi: Hópurinn fær tækifæri til að takast á við ögrandi verkefni, við hæfi og með jafningj- um. Eflir samstöðu þeirra og legg- ur þannig grunn að öflugra starfi innan Ný-Ungar. Stuðlar að kynn- ingu á ungu, hreyfihömluðu fólki bæði til annars hreyfihamlaðs ungs fólks og til almennings. Eykur víð- sýni hópsins og skapar möguleika á samskiptum við erlend hreyfihöml- uð ungmenni. Sjálfsbjörg, lsf, býður hópinn vel- kominn til starfa. Hópurínn hefur óskað eft- ir og fengið samþykkt að vinna að útgáfu sérstaks aukablaðs með 3. tbl. Klif- urs þar með talið efnisöfl- un, greinaskrif og kynn- ingu á blaðinu. Jafnframt blaðaútgáfunni er áœtlað að koma á samskiptum við önnur hreyfihömluð ung- menni í Evrópu. NÝ VEFSÍÐA SjÁLFSBJARGAR, LSF. www.sjalfsbjorg.is 11

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.