Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 21

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 21
Klifur er einmitt gott dæmi um það þegar ólík viðhorf rekast á. Meðalaldurinn í Sjálfsbjörg er 57 ár og ef haft er í huga hvaða kynslóð þetta er þá er þetta fólk sem ólst ekki upp við tölv- ur, farsíma, ekkert sjónvarp á fimmtudögum o.s.frv. Ef við lítum hins vegar á unga fólkið í dag, þá hefur það alist upp við gjörólíkar að- stæður. Ungt fólk lítur á tölvur og netið sem sjálfsagðan hlut og lifir í mun opnari heimi, á þess vegna vini í Kína, sem það er í reglulegum sam- skiptum við.“ Hugmyndir settar ofan í skúffu Kolbrún: „Annað sem er mikilvægt í samtökum eins og Sjálfsbjörg er að taka við nýjum hugmyndum af opn- um huga, í stað þess að drepa þær niður strax í byrjun. Ég hef orðið vör við að unga fólkið kemur með marg- ar góðar hugmyndir og jú, það er vel tekið í þær en svo eru þær bara sett- ar ofan í skúffu. Á fundum og þing- um er komið fram með rosa ályktan- ir en svo gerist ekkert. Mér finnst vanta meiri stefnumótun í samtökin og ákveðið þema á hverju ári.“ Árni. „Það hefur líka gerst þegar ungur einstaklingur kemur með hug- mynd þá er henni varpað beint í fangið á honum aftur. Hann stendur þá einn uppi með hugmyndina og á helst að framkvæma hana sjálfur." Kolbrún: „Ný-ung hefur verið mis- virk á undanförnum árum. Þegar við byrjuðum voru æskulýðsnefndir Landsambandsins og Reykjavíkur- félagsins ekki starfandi og ekkert markvert var að gerast fyrir ungt fólk. Við héldum fundi sem voru í fyrstu frekar illa sóttir, en fjöldinn jókst eftir því sem leið á. Við byrjuð- um þá meðal annars, að tilstuðlan Jóhanns Péturs Sveinssonar, með Þránd í Götu sem er skammarorða fyrir slæmt aðgengi. Ég var hlynnt því að vera með mótmæli og hafa þetta sýnilegt, en sumum fannst það allt of neikvætt. Ég tel hins vegar að það vekji líka athygli fjölmiðla þeg- ar við bendum á það sem betur má fara. Þrándur í Götu þróaðist síðan út í að veittar voru viðurkenningar „Núna þegar ég er orðinn 33 ára gam- all hefur hugsunarháttur minn breyst og ég sé þörfina fyrir því að berjast. Eg er orðinn eldheitur baráttumaður og langar helst að hlekkja mig við hvað sem er til að mótmœla öllu því sem þarfað mótmœla,“ segir Árni m.a. í viðtalinu. Mynd/kmh. Þegar ungt fólk œtlar að fara að hafa áhrif innan samtakanna og bjóða sig fram í áhrifastöður, þá er því ekki hleypt að. Það er eins og þeir eldri vilji í raun- inni ekki breytingar. fyrir gott aðgengi á Alþjóðadegi fatlaðra, 3. desember, þannig að það er ekki hægt að segja að unga fólkið hafi aldrei komið með neinar hug- myndir, eins og maður hefur stund- um heyrt. Eftir þetta tímabil hefur virknin í æskulýðstarfi innan félag- anna verið mismikil. Meðal annars vegna þess að fólk fer í aðrar áttir, menntar sig, stofnar fjölskyldu eða fær önnur áhugamál. Þannig á það að vera. Hringrás lífsins! Ekki alltaf sama fólkið heldur endurnýjun. I dag er Ný-ung að vakna úr dvala, einfaldlega vegna þess að þar sitja kraftmiklir einstaklingar sem koma úr BUSL-starfinu. Þú uppskerð eins og þú sáir!“ Sjálfsbjargarhúsið, barn síns tíma? Arni: „Það hefur oft hvarflað að mér hvort samtökin séu á réttri leið, t.d. að reka allt þetta batterí sem Sjálfs- bjargarhúsið er í staðinn fyrir að vera meira úti í þjóðfélaginu. Mér finnst oft eins og mest öll baráttan fari fram hér innanhúss." Kolbrún: „Mér finnst Sjálfsbjargar- húsið í raun vera barn síns tíma. Við megum ekki bara halda í einhverja steinsteypu. Við eigum að vera miklu meira í baráttu út í bæ og vera meira sýnileg. Ungt, fatlað fólk er meira út á við en áður, sem ég tel vera mjög jákvætt. Það sækir hinar ýmsu uppákomur í stað þess að ein- blína eingöngu á það sem er í boði hér innan Sjálfsbjargarhússins. Við höfum einmitt rekið okkur á það að ef unga fólkið ætlar að halda fund þá verður allt vitlaust ef hann er ekki haldinn hér innanhúss. Af hverju þarf að hafa allt hér í húsinu? Er ekki einmitt gott að ungt, fatlað fólk sé sýnilegt t.d. á kaffihúsum borgar- innar rétt eins og annað fólk. Við eigum ekki alltaf að vera einhver sérhópur fatlaðra, heldur eigum við að líta hlutina þannig að við erum hreyfihömluð og það er hluti af okk- ur. Við eigum að berjast meðal ann- ars fólks, vegna þess að við erum fyrst og fremst manneskjur.“ Arni: „Já, ég er sammála þessu. Þetta er eins og með BUSL. Þegar við ætluðum að fara á þotuskíðu, þá voru eigendur þess fyrirtækis fyrst í miklum vafa um hvort við gætum þetta. Það tók okkur nokkurn tíma að sannfæra þá og auðvitað gekk þetta allt vel þegar á hólminn var komið. Eftir þetta varð andrúmsloft- ið allt annað og eigendurnir vildu ólmir fá okkur aftur. Viðhorfið breyttist. Ég er einmitt þeirrar skoð- unar að við eigum að fara meira út á meðal fólks í stað þess að allt fari fram hér innanhúss. Við eigum að prófa allt sem við viljum prófa og sýna öðrum að við getum gert hlut- ina.“ 21

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.