Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 16

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 16
Klifur Viðtal við Margéti Margeirsdóttur, félagsráðgjafa. Margrét Margeirsdóttir félagsráðgjafi og fyrrverandi deildarstjóri málefna fatlaðra í félagsmálaráðu- neytinu hefur yfirgripsmikla þekkingu og víðtæka reynslu af starfi með fötluðum, aðstandendum þeirra og samtökum. Hún er einnig brautryðjandi í rannsóknum á að- stæðum fólks með fötlun hér á landi og kenndi við félagsvís- indadeild Háskóla íslands. Árið 2001 gaf Margrét út bókina Fötlun og samfélag þar sem hún gerir grein fyrir innlendri og alþjóðlegri þróun viðhorfa, löggjafar og þjónustu við fatlaða út frá sögulegu og samfélagslegu sjónarhorni. Blaðamaður Klifurs leitaði til Margrétar og bað hana m.a. um að segja sér frá þeim breytingum sem orðið hefðu á stöðu fatlaðra hér á landi, baráttunni og framtíðarsýn hennar á málefnum fatl- aðra. Margrét segir miklar breytingar hafa orðið á málefnum fatlaðra hér á landi á síðastliðnum tveimur ára- tugum. „Ein mesta bylting í mál- efnum fatlaðra hófst þegar lög um aðstoð við þroskahefta gengu í gildi, vegna þess að þá kom alveg ný stjómsýsla inn í þennan mála- flokk. Landinu var skipt upp í átta þjónustusvæði með svæðisstjórn á hverju svæði og stofnuð var deild í félagsmálaráðuneytinu sem sinnti uppbyggingu þessara mála. Um var að ræða nýja hugmyndafræði og ný lög með nýmælum og nýjungum sem ekki höfðu þekkst áður. Áður var nánast engin þjónusta fyrir fatl- aða nema á Reykjavíkursvæðinu og á Akureyri, en síðan lögin tóku gildi hefur mikið vatn runnið til sjávar og gríðarleg uppbyggging orðið. Fyrir 1980 voru það fyrst og fremst félög fatlaðra sem önnuðust þjónustu fyr- ir sína skjólstæðinga. Þannig var t.d. Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra búin að koma á fót Sjálfsbjargarhús- inu við Hátún í Reykjavík. Varðandi þroskahefta voru ekki önnur úrræði en sólarhringsstofnanir, engin önnur úrræði voru fyrir hendi þangað til Styrktarfélag vangefinna kom á fót dagvistarheimilinu Lyngási 1961. A þeim tíma fengu þroskaheft og fötl- uð börn ekki inngöngu á almennar dagvistarstofnanir. Nýjungar í lög- um um aðstoð við þroskahefta voru t.d. sambýli sem var nýr valkostur í búsetu. Byrjað var að byggja upp sambýli á öllum landsvæðunum átta og það leiddi til þess að ekki þurfti lengur að senda fólk til Reykjavíkur, heldur gat það verið áfram í heima- byggð hjá sínum aðstandendum og átt sína búsetu á sambýli. Árið 1980 voru tvö sambýli í landinu, en nú eru þau um 95 á öllum svæðum landsins. Jafnhliða sambýlunum fór líka að þróast búsetuform fyrir fatlaða sem voru í vemduðum íbúðum og sú þró- un hefur haldið áfram og lögð hefur 16

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.