Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 10

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 10
Klifur e.t.v. aðrir hönnuðir. „Bróðir minn, sem lést fyrir nokkrum árum, var þroskaheftur. Hann gekk til að byrja með en síðan var hann rúmliggjandi. Þá fékk systir pabba lömunarveikina níu ára gömul og hefur alltaf gengið við hækjur eða staf, þannig að í okk- ar fjölskyldu hefur þurft að taka tillit til þess hvemig aðgengi er almennt háttað. Síðan er systir mín þroska- þjálfi og hefur verið að sinna þroska- heftum einstaklingum og þeim sem eiga erfitt um gang. Við vorum sex systkinin og fórum reglulega upp í Skálatún að heimsækja bróður okkar og síðan upp í Kópavogshæli þar sem hann dvaldi síðar meir. Þar sáum við auðvitað alla þá einstak- linga sem þar voru, þroskaheftir og mismikið veikir. Ég hef semsagt fengið góða innsýn inn í þennan heim og það er eðlilegur þáttur í mínu lífi að fylgjast með þessum málum og reyna að leggja mitt af mörkum við að hjálpa til.“ Vantar meiri þrýsting Þrátt fyrir að aðgengi á ferðamanna- stöðum sé nú mun betra en áður, þá segir Ragnar Frank að víða sé þó pottur brotinn. „Það hefur orðið við- horfsbreyting í þessum málum og því má vænta enn meiri breytinga í nánustu framtíð. Viljinn er fyrir hendi hjá opinberum aðilum sem og ráðamönnum. að bæta aðgengi en hins vegar er þetta alltaf spurning um fjármagnið og þá þurfa t.d. félög eins og Sjálfsbjörg að vera með þrýsting. Mér finnst sá þrýstingur hafa verið mjög sýnilegur á síðustu árum og margir góðir hlutir verið gerðir, en þetta má vera ennþá öfl- ugra. Það er mikill vilji hjá þjóð- garðsvörðum að bæta aðgengi en við þurfum auðvitað aukið fjármagn til þess. Ég vonast til þess að stígurinn sem var opnaður í fyrra sé aðeins byrjunin og að hægt verði að bæta aðgengið til muna. Ég sem þjóð- garðsvörður mun alla vega gera allt sem ég get til að bæta þessa að- stöðu.“ Texti: Kristrún M. Heiðberg. Félöq fatlaðra: Að berjast ein eða með öðrum? S undanförnum ár- um hafa verið stofnuð hin og þessi félög um hinar ýmsu fatlanir, félög sem í raun ættu að heyra undir Sjálfs- björg. Á sama tíma fer fé- lögum í Sjálfsbjörg fækk- andi. Þá vaknar sú spurn- ing hvort ekki næðist meiri árangur ef þessi fé- lög berðust fyrir réttind- um sínum undir sama hatti, þ.e. innan raða Sjálfsbjargar. Hér er um að ræða vaxandi vandmál sem hefur oft verið rætt. Leitað var til Arnórs Pét- urssonar, formanns Sjálfs- bjargar lsf., og hann beð- inn um að segja sína skoð- un á málinu. „Hér er um vandamál að ræða sem ég tel að snerti ekki eingöngu Sjálfsbjörg heldur öll hagsmuna- samtök fatlaðra. I mörgum tilfell- um eru þessi félög stofnuð vegna einstakra sjúkdóma eða fötlunar og þá m.a. að forgöngu fagaðila til að beita þeim sem þrýstihópi gagnvart heilbrigðis- og almanna- tryggingakerfinu, auk þess til að efla samstöðu fólks og aðstand- enda með sama sjúkdóminn eða fötlunina. Jafnframt því er mark- miðið að efla upplýsingar um sjúkdóminn eða fötlunina. Vissu- Arnór Pétursson, formaður Sjálfsbjargar, Isf. lega eru þetta góð markmið og skiljanleg. Raunin er þó sú að t.d. innan ÖBÍ eru félög sem mér sýnist vera lítið virk og eigi erfitt uppdráttar vegna smæðar sinnar og að þau eru svo einhæf.Mín skoðun er sú að sjálfsagt sé að fólk stofni slík félög, en sterkast er að þau séu eins og Félag heila- blóðfallskaðaðra, þ.e. sérgreind félög innan Sjálfsbjargar. Við það verða samtök fatlaðra sterkari sem heildarsamtök og þessi félög geta jafnframt unnið að faglegum þáttum varðandi viðkomandi sjúkdóm eða fötlun. Þau hafa þá aðgang að ýmiss konar aðstoð og þjónustu hjá skrifstofu Sjálfs- bjargar sem þau annars ráða ekki við til lengdar. Fólk getur ekki endalaust verið með heimilið undirlagt í sjálfboðavinnu og sem geymslu fyrir gögn og annað sem tilheyrir slfkri starfsemi. Auk þess kæmu aðilar í þeim inn í sameiginlega hagsmuna- og rétt- indabaráttu fatlaðra og verða því samtökunum styrkur.“ 10

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.