Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 14

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 14
Klifur göngulag og rödd fyrir álfinn og meira að segja þjálfað sérstaka rit- hönd. Arni, sem er svo jákvæður og bjartsýnn, unir sér vel innan um krakka og þeir hafa tekið honum af- skaplega vel. Draumur minn er að setja saman leikþátt um forvarnar- umræðu þar sem skólar geta pantað geimálfinn til þess að koma í heim- sókn og fræða börnin um slys, slysavamir o.fl.“ Að sögn Unnar Maríu sam- anstendur námsefnið af sex heftum, sem fjalla m.a. um vatn, efni, um- ferð o.s.frv. „Geimálfurinn brot- lendir hér á jörðinni þar sem er allt önnur menning en hann á að venjast og hann veit ekki hvort hann kemst heim aftur. Hann ákveður að fara þá leið að taka skýrslu um allt sem hann kynnist og safna gögnum ef hann skyldi komast heim, vegna þess að hann sér að þjóðfélagið hér á jörðu er mun þróaðra en hann á að venjast. Hann safnar því alls konar upplýsingum um hvað ber að varast og gögnin sem hann safnar eru gögnin sem nemendur taka saman fyrir hann. Það geta t.d. verið ljósrit af heimasíðu almannavarna, gátlisti fyrir ferðalög og margt fleira. Til- gangurinn með upplýsingaöfluninni er að ýta undir sjálfstæða þekking- arleit nemenda og kennara.“ Ekki allir eins skapaðir Aðspurð hvaðan hugmyndin að geimálfinum sé komin, segir Unnur María að í Kennaraháskólanum hafi mikið verið rætt um að ekki mætti halla mikið á kynþætti, kynferði eða aðra minnihlutahópa, heldur ætti að gera öllum jafnhátt undir höfði. „Að vera með einstakling utan úr geimnum var tilraun til að halla ekki á neinn þjóðfélagshóp og það að hann er álfur var tilraun til að hafa hann á vinalegum nótum, vegna þess að álfar eru tákn hins góða.“ Unnur María segir að þrátt fyrir að slys og slysavarnir séu megin- þema námsefnisins, sé komið inn á marga aðra þætti. „I því sambandi má nefna að hluti af umræðum í verkefnunum er að kenna krökkun- um að ekki eru allir eins. Það hafa Geimálfurinn hefur heimsótt grunnskólabörn sem hafa tekið honum afskaplega vel. Mynd/Hreinn Magnússon. Unnur María Sólmundardóttir. Mynd/kmh. t.d. orðið miklar breytingar á ís- lensku þjóðfélagi s.l. tíu ár eða svo. Hér er mikið af erlendu fólki sem kemur með annars konar menningu til landsins og maður hefur heyrt sögur af því hve börnum er misjafn- lega vel tekið. Þama komum við inn á einelti, sem hefur einmitt ver- ið mikið rætt um að undanförnu. í ljósi þess er geimálfurinn látinn koma frá annars konar menningar- heimi en við búum í. Hann ræðir við krakkana um hvernig það er að vera öðruvísi, hvernig þeim liði ef þau væru ólík öllum öðrum og eng- inn skildi hvað þau væru að segja. Einnig hvemig við getum tekið vel á móti fólki frá öðrum menningar- heimum, hvort sem það eru nú geimverur eða aðrir. En við ræðum ekki eingöngu um fólk frá öðrum menningarheimum, heldur einnig fólk sem er öðruvísi vegna líkam- legrar eða andlegrar fötlunar. Þannig reynum við að láta krakkana Við reynum að láta krakk- ana setja sig í spor þeirra sem eru kannski ekki alveg eins og aðrir og kenna þeim að vera opin fyrir fólki, hvernig svo sem það lítur út og bera virðingu fyrir því. setja sig í spor þeirra sem eru kannski ekki alveg eins og aðrir og kenna þeim að vera opin fyrir fólki, hvemig svo sem það lítur út og bera virðingu fyrir því.“ Tákn með tali Annað sem Unnur María nefnir að komið sé inn á í námsefninu eru merki og merkjasendingar og að til sé fólk sem noti táknmál og annað en málið til að tjá sig. „í því sam- bandi höfðum við samband við Ingu Vigdísi sem rekur vefinn Tákn með tali. Hún er að setja námsefnið upp á heimasíðunni sinni og þau tákn sem til eru hvað það varðar. Hingað til hefur alveg vantað allar tákn- myndir t.d. fyrir leit og björgun. Merki eins og fyrir Rauða krossinn og Slysavarnafélagið Landsbjörg eru ekki til. Það getur skipt sköpum að bam með talörðugleika geti gert sig skiljanlegt við aðra ef hættulegt ástand skapast s.s. ef hringja þarf í Neyðarlínuna. Það getur bjargað mannslífum. Markmiðið með slíku samstarfi er að koma til móts við börn sem eru með málörðugleika, 14

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.