Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 20

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 20
Klifur Ungtfólk í BUSLi stendur m.a. fyrir fjáröflunum til að getaferðast. 1 sumar á t.d. að safna fyrirferð til Svíþjóðar. Kolbrún: „Það er heldur ekki hægt að hneykslast á því að unga fólkið komi ekki inn í starfið þegar ekkert er í boði fyrir það. Það verður að vera eitthvað sem laðar að. Þjóðfé- lagið í dag er allt annað en á þeim tímum þegar Sjálfsbjörg var stofnuð. Þá var fatlað fólk einangraðra og hafði meiri þörf fyrir að hittast og vera í félagsstarfi. í dag er fólk meira út á við og fleiri möguleikar og tækifæri sem standa því til boða. Baráttan í byrjun snerist mikið um mál sem okkur unga fólkinu finnst bara sjálfsögð í dag. Mín upplifun varðandi unga fólkið og Sjálfsbjörg er sú að þegar ungt fólk ætlar að fara að hafa áhrif innan samtakanna og bjóða sig fram í áhrifastöður, þá er því ekki hleypt að. Það er eins og þeir eldri vilji í rauninni ekki breytingar. Mér finnst eins og unga fólkið eigi bara að vera skemmtilegt og sitja og standa eins og eldra fólkinu hentar. Ég var t.d. búin að sitja sem varamaður í fram- kvæmdastjórn landssambandsins í sex ár þegar ég ákvað að gefa kost á mér sem meðstjórnandi en ég komst ekki inn. Maður á sjötugsaldri var tekinn fram yfir mig. Ég bauð mig líka fram í stjórn Sjálfsbjargarheim- ilisins en komst ekki inn. Það er oftast sama fólkið sem situr í flestum nefndum í stað þess að dreifa ábyrgðinni. Mér finnst því oft að það ríki einhvers konar innri barátta milli félaganna sjálfra í stað þess að beina spjótunum út á við. Þegar við Arni byrjuðum með æskulýðsstarfið lentum við t.d. í togstreitu á milli æskulýðsnefndar landssambandsins og æskulýðsnefndar Reykjavíkurfé- lagsins. Yið vildum starfa saman en það gekk ekki. Við máttum ekki gera þetta og ekki hitt og vorum kölluð inn á teppið og hundskömmuð ef við héldum okkur ekki á mottunni. Við vorum eins og á milli tveggja elda, föst í einhverri hagsmunabaráttu á milli félaganna, og við svona að- stæður fer fólk í vöm og nennir ekki lengur að sóa kröftum sínum í þetta.“ Arni: „Við komum inn sem ungt fólk og við fundum fljótlega fyrir Það er ekki hœgt að œtlast til þess að ungt fólk stökkvi beint inn íþennan funda- nefnda- og lagafrumskóg sem hér er, að það kunni allt og geti allt og sé tilbúið til að hella sér út í baráttuna, eins og ekkert sé. því að þrátt fyrir að eldra fólkið vildi fá okkur inn í starfið þá var það um leið að passa sínar stöður.“ Kolbrún: „Við gagnrýndum líka samtökin og það var ekki alltaf vel séð. Við gagnrýndum t.d. að í sum- um félögum hafði sama fólkið starf- að sem formenn í mörg ár, aðalfund- ir voru ekki haldnir og fólk því ólöglegt á þingum. Með þessu móti vorum við að hrista aðeins upp í fé- laginu og vorum kannski soldið ógnandi. Sumum fannst þetta allt í lagi en aðrir stórmóðguðust. En ég tel nauðsynlegt að hrista upp í sam- tökum eins og Sjálfsbjörg og koma inn nýju blóði með reglulegu milli- bili. Ég fór að hafa verulegar áhyggjur af samtökunum í kringum 1994, þegar ég var búin að starfa þar í 1-2 ár, vegna þess að mér fannst fólkið vera að grafa sína eigin gröf. Ef ekki kæmi inn nýtt fólk og ný hugsun, þá myndu samtökin hrein- lega lognast út af. Ég hef alltaf bor- ið virðingu fyrir stofnendum Sjálfs- bjargar, þeir unnu mjög þarft og gott starf, en þetta má ekki fara að snúast um það að samtökin séu eins og bamið þitt, að þú hafir alltaf vit fyr- ir öllum öðrum. Hlutimir verða að fá að þróast í friði og fólk verður að bera traust til hvers annars.“ Olíkar kynslóðir Árni: „Þegar við Kolbrún byrjuðum í æskulýðsstarfi Sjálfsbjargar þurft- um við samþykki fyrir nánast öllu sem við vorum að gera og það var vel fylgst með okkur, að við færum ekki út fyrir hið hefðbundna. Sem dæmi get ég tekið erótíska kvöldið sem unga fólkið stóð fyrir og allt varð vitlaust út af. Það var allt inn- an siðsamlegra marka, að okkar mati. Við vildum vekja athygli á því að ungt, fatlað fólk væri líka kynver- ur og m.a. var boðið upp á erótísk- an drykk, erótískan dans og fræðslu um hjálpartæki ástarlífsins. Þetta var heilmikil vinna og við gerðum þetta allt sjálf. Tveimur dögum áður en halda átti kvöldið, gerðist það síðan að einn eldri starfsmaður gekk í gegnum salinn og hneykslaðist held- ur betur á því sem hann sá. Hann hljóp með það í aðra starfsmenn að þarna væri hreint og beint klám á ferðinni og bannaði fólki hér í hús- inu að fara á samkomuna. En það var samt fullt hús þetta kvöld! Þetta 20

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.