Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 22

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 22
Klifur Æskulýðsstarfið verður að vera skemmtilegt, þar með hafa krakkarnir góðar minningar gagnvart samtök- unum og eru líklegri til að halda áfram. Höfum ekki áhyggjur Kolhrún: „Æskulýðsstarfið innan Sjálfsbjargar gengur mjög vel, að okkar mati. Mér finnst það í raun vera framtíð samtakanna og það eina sem mér finnst virkilega jákvætt. Unga fólkið er að gera svo marga skemmtilega hluti og um leið er ver- ið að efla þeirra félagslegu færni og sjálfstæði. Þau fara mikið út á við og eru þar með sýnileg í þjóðfélag- inu, taka þátt í öllu mögulegu, fara t.d. í bíó, keilu, köfun, á þotuskíði, í vélsleðaferðir og ferðalög. Þetta eru hreyfihamlaðir krakkar sem eru bara að lifa lífinu eins og hverjir aðrir krakkar. Æskulýðsstarfið verður að vera skemmtilegt, þar með hafa krakkamir góðar minningar gagn- vart samtökunum og eru líklegri til að halda áfram.“ Arni: „Skráðir félagar í BUSLi eru 22 talsins og af þeim eru 18 virkir krakkar, sem er mjög gott. Annað sem er jákvætt við BUSL er að heyra raddir unglinganna. Með starfinu er verið að gera eitthvað sem fatlaðir unglingar myndu annars e.t.v. ekki gera, ögrandi og spennandi hluti, og það er oft sem maður heyrir krakk- ana segja: „Ég vissi ekki að ég gæti gert þetta. Nú þori ég að fara með mínum aldurshópi að gera þetta.“ Kolhrún: „Þeim er kannski heldur ekki treyst til að gera hluti og hafa því aldrei fengið tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Einmitt líka þess vegna er kannski ekki hægt að ætlast til þess að þeir sýni mikið frum- kvæði í samtökunum Við þurfum því að byrja að ná til þeirra þegar þau eru ung og efla sjálfstraust þeirra.“ Buslarar eru hreyfihamlaðir krakkar sem lifa lífinu eins og hverjir aðrir krakkar. „Við Arni þekkjum vel til unga fólksins og vitum að það er engin ástœða til að hafa áhyggjur af því. Það er heilmikið að gerast innan BUSLs og Ný-ungar þráttfyrir að eldrafólkið sjái það kannski ekki alltaf “ segir Koihrún Dögg. Myndlkmh. Að fá góðar móttökur Kolhrún: „Annað sem mér finnst vera mikilvægt í samtökum eins og Sjálfsbjörg er að taka vel á móti nýju fólki. Þegar ungt fólk kemur inn í samtökin þá getur verið mjög erfitt fyrir það að mæta allt í einu á fund og þekkja ekki neinn. Þá væri sniðugt að vera með einskonar tengilið, þ.e. einhvern sem þekkir vel til í samtökunum, sem getur komið nýjum félögum inn í starfið.“ Ungt, fatlað fólk er meira út á við en áður, sem ég tel vera mjög jákvœtt. Það sœkir hinar ýmsu uppá- komur í stað þess að ein- blína eingöngu á það sem er í boði hér innan Sjálfs- bjargarhússins. Árni: „Einnig er mikilvægt að byggja fólk upp með jákvæðu hug- arfari og segja því til ef það gerir eitthvað rangt. Er ég tók þátt í starf- inu í byrjun þá brenndi ég mig t.d. stundum á því að ég talaði á röngum tímum á fundum o.fl. Þá man ég vel eftir því að hafa verið litinn horn- auga, í stað þess að einhver hefði sagt mér til á jákvæðan hátt.“ Kolhrún: „Við Arni þekkjum vel til unga fólksins og vitum að það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af því. Það er heilmikið að gerast inn- an BUSL og Ný-ungar þrátt fyrir að eldra fólkið sjái það kannski ekki alltaf. Olíkar kynslóðir innan Sjálfs- bjargar þurfa bara að virða hver aðra betur, þannig að okkur takist að vinna betur saman að hagsmunum okkar allra.“ Texti: Kristrún M. Heiðherg. 22

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.