Strandapósturinn - 01.06.2019, Page 110

Strandapósturinn - 01.06.2019, Page 110
109 Kjallarinn og efri hæðin voru rétt fokheld og var neglt fyrir innganginn að þeim. Neðri hæðin hafði verið innréttuð til bráða- birgða þannig að eitt svefnherbergi var í hvorum enda og voru í hvoru þeirra kojur fyrir tuttugu nemendur en við vorum þrjátíu og átta þannig að tuttugu voru í öðru herberginu en átján í hinu. Ég lenti í tuttugu manna herberginu. Gangur var á milli herbergj- anna og til hliðar við hann voru tvær skólastofur. Allt var þetta mjög hrátt t.d. var steingólf í herbergjum og skólastofum og var það ekki einu sinni rykbundið. Eins og gefur að skilja þar sem búa tuttugu ungir strákar saman í herbergi var oft flogist á og þyrlaðist þá upp sementsryk svo tæplega sást horna á milli. Enginn fata- skápur var í herbergjunum, aðeins hilla meðfram einum veggn- um og undir henni var vatnsrör þar sem við gátum hengt upp fötin okkar sem að lokum urðu öll grá af sementsryki. Þegar líða fór á veturinn og kólnaði í veðri fóru útveggirnir að slaga og rúm- föt þeirra sem voru í koju við útvegg urðu blaut. Við þurftum að fara fjórum sinnum á dag niður í aðal skólann í mat og kaffi. Morgunmaturinn kl. 8 samanstóð af hafragraut og lýsi, hádegismatur var kl. 12 og var mjög vinsælt að bjóða upp á steikta lambalifur eða einhvers konar pylsur eða bjúgu sem voru nær hvít á litinn og fékkst aldrei upplýst hvert innhaldið var. Þetta var oft í viku ýmist í hádeginu eða á kvöldin en inn á milli var svo eitthvað annað, svo sem kjöt og fiskur. Ákveðin tegund af súpu var mjög vinsæl, höfðum við grun um að hún væri gerð úr hitaveitu- vatni, rauðum lit, sykri og dálitlu af kartöflumjöli. Kaffi var um kl. 3, þar var meðlætið yfirleitt rúgbrauðssneið og hveitibrauðssneið, með þessu var smjör sem við höfðum sterkan grun um að væri mjög blandað smjörlíki enda gekk það undir nafninu „kítti“ og heyrðist því oft kallað: „Viltu rétta mér þrumara og kítti?“ Kvöld- matur var kl. 19 og var hann í svipuðum dúr og hádegismaturinn. Að lokum var svo útbúinn kvöldskammtur í hvern bústað, það var trékassi sem í voru samlokur, rúgbrauð og hveitibrauð smurt með „kítti“ og mjólkurbrúsi. Allmikið var um að kvartað væri yfir matn- um en þá kom skólastjórinn í matsal og hélt yfir okkur þrumandi ræðu sem endaði á þessum orðum: „Það þýðir ekkert að kvarta yfir matnum meðan þið fáið hafragraut og lýsi á morgnana.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.