Strandapósturinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Strandapósturinn - 01.06.2020, Qupperneq 119

Strandapósturinn - 01.06.2020, Qupperneq 119
118 búning. Öllum þeim sem komu í réttina var boðið kaffi og minnir mig að sá fjöldi gæti orðið á milli eitt og tvö hundruð manns. Skildi ég seinna hversu mikið álag þetta var á heimafólkið en sem krakki var þetta enda- laust tilhlakk og dásamlegir dagar. Hressilegt fólk, fjöldi fjár, hundar sem rifust, að ógleymdum öllum hestunum, sem alltaf voru mitt líf og yndi. Laxdælingar, fjórir menn minnir mig, komu ríðandi um morguninn og lögðu svo af stað eftir fjárdráttinn og gistu á bæjunum uppi í Bakkadal með fjárhópinn. Sumarkrakkarnir fengu stundum að vera fram yfir réttir í sveitinni enda byrjaði skólinn ekki fyrr en í október. Þegar sláturtíð hófst, voru lömbin rekin inn að Borðeyri (engar vélar tiltækar). Lagt var af stað um kl. átta að morgni og vorum við öll ríðandi. Mikill eltingaleikur var fyrst af stað og þeir sem heima urðu hjálpuðu þar til inn undir Fossá. Oftast voru minnir mig fáeinar ær með, svo auðveldara væri að reka, en smátt og smátt tókst að hemja hópinn og farið var í fyrsta áfanga inn að Ljótunnarstöðum, þar sem skepnurnar fengu að grípa niður og hvíla sig í Ljótunnarstaðabrekkunni ofan við bæinn. Á meðan skiptist mannskapurinn á að fara í kaffi til hennar Þuru húsfreyju, hinir gættu kindanna á meðan. Mikið var vel tekið á móti okkur þar og hvað allt smakkaðist vel, sem á borð var borið. -Já, ég minnist þessara stunda með þakklæti í hvert sinn er ég á leið um. Svo var haldið áfram, en mesta baslið var alla tíð að koma fénu yfir ólukkans brúna yfir Laxá. Hún var svo mjó og hátt yfir ánni að skepnurnar urðu dauðhræddar og þetta endaði alltaf eins. Handsama þurfti eitt lamb og draga það út á brúna og þá var hægt að koma hópnum á eftir. Loksins hafðist það svona undir myrkur að allt fé komst á leiðarenda í sláturhúsið á Borðeyri. En svo var fjör að spretta úr spori á bakaleiðinni. Hestarnir voru léttir á sér á heimleið og við sem rákum lausu hestana skemmtum okkur vel að loknu löngu og góðu dagsverki. Leiðin sem farin var frá Kollsá að Borðeyri var 19 km. Þá var næst að koma afurðunum í mat, sem var óhemju vinna. Blóð- mörsiðrin og lifrarpylsukeppirnir var soðið í tugatali og súrsað í stórum ámum. En fyrst þurfti að þrífa vambir og sauma. Gerðir voru lundabaggar, rúllupylsur o.fl., oft var mikið magn af kjöti saltað í kvartil og súrmatur í hálftunnur. Einnig var ærkjöt og / eða hrossakjöt soðið niður í glerkrukkur og þótti herramannsmatur, mest notað á sunnudögum eða fyrir gesti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146

x

Strandapósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.