Bændablaðið - 26.08.2021, Qupperneq 2

Bændablaðið - 26.08.2021, Qupperneq 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 FRÉTTIR Afríska svínapestin hefur nú borist í alisvín í Þýskalandi – Fyrstu smitin komu upp á Brandenburg- og Spree-Neiße svæðunum og m.a. í lífrænu svínaeldi Tilkynningar um sýkt villisvín af afrísku svínapestinni í Evrópu halda áfram að berast. Samkvæmt upplýsingum skrif- stofu umhverfis-, matvæla-, dýra-, plöntu- og málefna dreif- býlis hjá Evrópusambandinu (AFS) þá hafa nú borist fyrstu tilkynningar um smit í alisvínum í austurhluta Þýskalands. Smit í alisvínum höfðu áður verið að berast víða frá Austur- Evrópu, eins og Rússlandi og Rúmeníu. Alþjóðasamtök um dýraheilbrigði (OE) hafa haldið utan um gögn um dreifingu á svínapestinni. Vandinn er að á sumum svæðum eru menn ekki sérlega duglegir við að uppfæra upplýsingar. Smit greinist í fyrsta sinn í alisvínum í Þýskalandi Þann 15. júlí 2021 var tilkynnt um fyrstu smittilfellin í alisvínum í Þýskalandi. Tilkynningin kom frá Friedrich-Loeffler vísinda- stofnuninni og varðaði smit á tveim sveitabæjum í Brandenburg, í um 188 km fjarlægð frá landamærum Póllands. Annað smittilfellið kom upp á sveitabæ sem er með lífræna svínarækt á Spree-Neiße svæðinu. Þar eru alin 313 dýr sem fá að ganga utandyra. Hitt tilfellið varðaði tómstundabúskap sem hélt tvö svín á Märkisch- Oderland svæðinu. Smitin uppgötvuðust við reglu- bundið eftirlit og skoðun á svínum sem höfðu drepist. Tveim dögum seinna, eða þann 17. júlí, kom upp þriðja smittilfellið í Þýskalandi en það var líka á Märkisch- Oderland svæðinu á bæ sem var með fjögur svín í eldi. Öll þau svín reyndust smituð af svínapestinni. Auk þessara smittilfella í ali- svínum í Þýskalandi berast stöðugt fréttir af smituðum villisvínum. Frá því í byrjun maí hafa borist 46 tilkynningar um slík smit í 266 dýrum í Barndenburg-héraði og 26 tilkynningar um smit í 261 dýri í Saxony. Um 60% niðurskurður á villisvínastofninum í Búlgaríu Yfirvöld í Búlgaríu gripu til þess ráðs að fækka í stofni villisvína um 60% til að reyna að sporna við frekari útbreiðslu afrísku svínapestarinnar. Í Eistlandi hafði verið tilkynnt um 30 smit í villisvínum á tímabilinu janúar til 11. júlí síðastliðinn. Þar af voru fjögur tilfelli í júlí. Í Ungverjalandi höfðu í maí borist 407 tilkynningar um smit í villisvínum er varðaði 529 dýr. Í Lettlandi hafa engar til kynningar borist um smit í alisvínum. Frá 21. maí hefur hinsvegar verið tilkynnt um 38 tilvik í villisvínum er varða samtals 66 dýr. Svipaðar sögur hafa borist frá Slóvakíu, Úkraínu og Moldóvu. Í Litháen hefur heldur ekki verið tilkynnt um smit í alisvínum á síðustu sex mánuðum. Aftur á móti höfð borist 80 tilkynningar um smit í villisvínum frá 2. janúar til 11. júlí 2021. Smit fannst í alisvínum í Póllandi Í Póllandi var tilkynnt um smit í alisvínum þann 11. júlí, en grunur um smit hafði þó fyrst vaknað 18. júní. Vakti undarlegt háttalag svína sem verið var að flytja á milli tveggja bæja þar grunsemdir skoðunarmanna. – Sjá nánar um afrísku svína pestina á bls. 22. /HKr. Þetta kort frá AFS í Þýskalandi sýnir útbreiðslu svínapestarinnar í Evrópu frá janúar til júlí 2021. Afrísk svínapest breiðst hratt út um heiminn og víða hafa þjóð- ir gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu hennar. Formaður Félags svínabænda segir tíma- bært að endurskoða reglur um sótt varnir og innflutning á hráu svína kjöti til landsins. Ingvi Stefánsson, bóndi að Teigi og formaður Félags svínabænda, segir að félagið leiti reglulega til fulltrúa Matvælastofnunar til að fá upplýsingar um stöðu mála varðandi svínapest en að mati stofnunarinnar er áhættumat ekki þannig að talin sé þörf á að grípa til aukinna aðgerða. Pestin greind á tveimur þýskum svínabúum „Í síðasta mánuði bárust okkur fréttir af því að afrísk svínapest hafi í fyrsta skipti greinst á tveimur þýskum svínabúum. Þetta er mjög slæm staða þegar horft er bæði til innflutnings frá Þýskalandi og eins mikilla gripaflutninga á milli Þýskalands og Danmerkur, en meirihlutinn af innfluttu svínakjöti kemur frá þessum löndum. Sem betur fer er enn sem komið er sáralítill innflutningur á hráu svínakjöti til landsins en mín skoðun, með teknu tilliti til útbreiðslu pestarinnar, þá sé full ástæða til að endurskoða sóttvarnir hér á landi því að ef pestin berst til landsins og í svínabú er það gríðarlega alvarlegt mál.“ Strangar reglur um innflutning á erfðaefni „Að okkar mati skýtur skökku við að svínabændur séu að uppfæra sinn bústofn og flytja inn erfðaefni með ærnum kostnaði og eftir ströngum reglum til að tryggja að sjúkdómar berist ekki til landsins á sama tíma og verið er að flytja inn kjöt frá löndum þar sem afrísk svínapest er í miklum uppgangi. Svínabændum er reyndar sniðinn svo þröngur stakkur varðandi inn- flutning á erfðaefni að við megum einungis flytja það inn frá viður- kenndri kynbótastöð í Noregi.“ Strangar sóttvarnir á svínabúum Ingvi segir pestina vera landlæga víða í Austur-Evrópu og að sínu mati sé fullt tilefni til að endurskoða reglur um sóttvarnir og innflutning á hráu svínakjöti. „Ekki síst frá löndum eins og til dæmis Póllandi og Þýskalandi þar sem svínapest er landlæg í villtum svínum og hefur komið upp í svínabúum. Íslenskir svínabændur gera allt sem í þeirra valdi stendur til að draga úr smithættu og það fer enginn inn á svínabú í dag nema að eiga þangað erindi. Auk þess eru smitvarnir inn á búunum miklar. Starfmenn skipta um föt og þeir þurfa að sótthreinsa á sér hendurnar reglulega og jafnvel að fara í sturtu áður en þeir hefja vinnu.“ Hömlur á ferðamenn í Bandaríkjunum Bandríkin hafa verið að auka eft- irlit sitt vegna svínapestar mikið undanfarið og hert eftirlit á inn- flutningi ferðamanna á svínakjöti frá löndum þar sem pestin hefur komið upp. „Lönd hafa tekið misjafnlega á málinu en Nýja-Sjáland er líklega þar fremst í flokki hvað alvarleika varðar,“ segir Ingvi. /VH Tímabært að endurskoða reglur um sóttvarnir – segir Ingvi Stefánsson, formaður Félags svínabænda www.kofaroghus.is - Sími 553 1545 TIL Á LAGER Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik má finna á vef okkar NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 449.400 kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIG PLÁSS? Afar einfalt er að reisa húsin okkar. Uppsetning tekur aðeins einn dag TILBOÐ Á GARÐHÚSUM! Ingvi Stefánsson. Mynd / HKr. Starfsmenntanámi í garðyrkju við LbhÍ hætt eftir komandi vetur Kennsla við Garðyrkju- skólann á Reykjum hófst í byrjun vikunnar og er það í síðasta sinn sem kennsla við skól ann verður á vegum Land- búnaðar háskóla Íslands. Nám við skólann mun við næstu inntöku nemenda færast til Fjölbrautaskóa Suðurlands. Ragnheiður Inga Þór- arins dóttir, rektor Land- búnaðar skólans, segir að nem endur í verknámi í garðyrkju séu tæplega 160 og af þeim 2/3 í fjarnámi. „Kennsla hjá okkur heldur áfram eins og verið hefur og fer fram á Reykjum. Nemendur í staðnámi munu útskrifast í vor en nemar í fjarnámi, sem yfirleitt taka námið á fjórum árum, munu flytjast yfir til Fjölbrautaskóla Suðurnesja og útskrifast samkvæmt upp- runalegu plani og samningi sem verður gerður milli Landbúnaðarháskólans og Fjölbrautaskóla Suður nesja.“ Að sögn Ragnheiðar hefur nemendum við allar deildir Landbúnaðarháskólans fjölgað. „Fjölgunin er jöfn yfir allar fagdeildir skólans og öll námsstigin.“ /VH Bændasamtökin eru í tiltektum þessa dagana í kjallarageymslum Bændahallarinnar við Hagatorg í Reykjavík. Þau bjóða til bókamarkaðar þriðjudaginn 31. ágúst á milli klukkan 10 og 17 á jarðhæð Hótel Sögu. Um er að ræða stóran hluta af bókasafni samtakanna ásamt tímaritum og öðru útgefnu efni. Landsbókasafnið er búið að fara yfir bókakostinn og taka til varðveislu það sem ekki var til á þeim bæ og Þjóðskjalasafnið hefur fengið mikið magn bréfa og skjala til varðveislu. Nú er komið að því að bjóða bækur og rit þeim sem hafa áhuga – gefins eða fyrir mjög lágt verð. Meðal titla er Búnaðarblaðið Freyr, Handbók bænda, Búnaðarritið, búfjárræktarbækur, garðyrkjurit, hestabækur, fagtímarit og ýmis fræðslurit, s.s. um ræktun kartaflna, heyverkun, æðarvarp og dúntekju. /TB Bókamarkaður í Bændahöll Mikið úrval bóka er á markaðnum, enda þó nokkur hluti af bókasafni Bændasamtakanna. Veiðar á helsingja Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur sett til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingum á reglugerð um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum. Í drögunum er lagt til að veiðitími helsingja í Austur-Skaftafellssýslum hefjist 15 dögum fyrr en verið hefur eða 10. september í stað 25. september. Varpstofninn hefur stækkað verulega og staðbundnum geldfugli fjölgað þannig að íslenski hluti stofnsins er kominn yfir 12.000 fugla. Verulegt beitarálag er af þessum staðbundna stofni til viðbótar álags af helsingjum sem fara til Grænlands á sumrin. Hætt er við hraðri fjölgun í íslenska stofninum við óbreytt ástand. /VH
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.