Bændablaðið - 26.08.2021, Page 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021
FRÉTTIR
Reiknað afurðaverð í krónum fyrir hvert kíló
Dilkar Fullorðið
Sláturleyfishafi 2019 2020 Breyting
milli ára 2021 2019 2020 Breyting
milli ára 2021
Fjallalamb 456 483 +6,9% 520 121 119 0% 119
Kaupfélag Skagfirðinga 480 507 +6,5% 540 138 140 0% 140
Norðlenska 461 504 +5,1% 530 111 113 +2,3% 115
SAH afurðir 462 502 +5,5% 530 114 115 0% 115
Sláturfélag Suðurlands 465 504 +3,9% 523 123 122 +3,2% 126
Sláturfélag Vopnfirðinga 467 506 +6,1% 537 117 118 0% 118
Sláturhús KVH 480 507 +6,5% 540 138 140 0% 140
Landsmeðaltal 469 504 +5,2% 530 125 124 +1,4% 125
Heimild: Bændasamtök Íslands
Útreikningar birtir með fyrirvara um villur. Komi í ljós innsláttarvillur, misfellur eða önnur augljós mistök áskilja Bændasamtök Íslands sér rétt til að leiðrétta og
uppfæra útreikninga til samræmis við þær leiðréttingar hverju sinni.
Afurðaverð til sauðfjárbænda:
Hækkunin 5,2 prósent
að landsmeðaltali
– Enn langt frá viðmiðunarverði Landssamtaka sauðfjárbænda
Nú hafa allir sláturleyfis hafar
birt verðskrár sínar fyrir
sauðfjárafurðir haustið 2021.
Landsmeðaltal fyrir dilka
hækkar um 5,2 prósent á reikn
að afurðaverð frá síðustu slátur
tíð og er komið í 530 krónur á
hvert kíló.
Síðasti sláturleyfishafinn til að
birta verðskrá var Fjallalamb, en
þar er hækkunin líka mest á reikn
að afurðaverð frá síðustu verðskrá,
eða 6,9 prósent að meðaltali fyrir
hvert kíló dilka samkvæmt gögnum
frá Unnsteini Snorra Snorrasyni,
ábyrgðarmanni sauðfjárræktar hjá
Bændasamtökum Íslands.
Kaupfélag Skagfirðinga og
Sláturhús KVH gefa út sameigin
lega verðskrá. Hækkunin þar er
6,5 prósent.
Sláturfélag Vopn firðinga hækk
ar um 6,1 prósent.
Í sameiginlegri verðskrá frá
Norðlenska og SAH afurðum er
hækkunin 5,1 prósent miðað við
reiknað afurðaverð Norðlenska í
síðustu sláturtíð, en 5,5 prósent
miðað við SAH afurðir.
Sláturfélag Suðurlands var fyrst
til að birta afurðaverð og þar er
hækkunin á reiknuðu afurðaverði
3,9 prósent.
Nær launalausir sauðfjár
bændur enn eitt árið
Unnsteinn skrifaði í síðasta tölu
blað Bænda blaðsins um stöðu og
horfur fyrir afurðaverð til sauðfjár
bænda árið 2021. Þar segir hann
ljóst að sú leiðrétting sem sauð
fjárbændur hafi kallað eftir muni
ekki nást fram. „Sauðfjárbændur
munu að óbreyttu standa eftir
nær launalausir enn eitt árið.
Landssamtök sauðfjárbænda settu
fram viðmiðunarverð til tveggja
ára síðastliðið haust. Þar var gert
ráð fyrir því að afurðaverð haustið
2020 yrði 600 kr./kg og haustið
2021 færi verðið upp í 700 kr./
kg. Þetta verð var sett fram sem
hófleg krafa og horft til þess að
nú í haust væri búið að vinna að
fullu til baka 40% verðfall sem
varð 2016–2017,“ skrifar hann.
Hann bendir á nauðsyn þess að
vinnu verði haldið áfram í sam
starfi stjórnvalda við sláturleyfis
hafa við mótun tillagna að aðgerð
um sem geta skapað forsendur
fyrir aukinni hagræðingu við
slátrun og vinnslu. Mikilvægt sé
að ljúka þeirri vinnu sem fyrst,
því samanburður við sláturkostnað
erlendis sýni að með aukinni hag
ræðingu megi ná fram verulegum
ávinningi. /smh
Pinnabyssur
og púðurskot
Boltabyssur
Skot í rotara
Egilsholti 1, 310 Borgarnesi
Sími 430 5500, www.kb.is
Kíktu inn á
www.kb.is
Landbúnaðarsýningunni
frestað um eitt ár
Landbúnaðarsýningunni Íslensk
ur landbúnaður 2021, sem átti að
halda í Laugardalshöllinni 8. til
10. október næstkomandi, hefur
verið frestað um eitt ár og verður
því haldin 14. til 16. október 2022.
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá Ólafi M. Jóhannessyni,
framkvæmdastjóra sýningarinnar.
Þar kemur fram að talin er of mikil
áhætta að halda sýninguna í ár, þar
sem sýningin sé mjög stór og búist
hafi verið við miklum fjölda gesta
víðs vegar að af landinu. „Okkur hjá
Ritsýn þykir þetta ákaflega leitt en
við höfum ákveðið í ljósi aðstæðna
að færa sýninguna til 14.–16. október
2022. Þeir sýnendur er hafa þegar
greitt hálft básagjald munu halda
sínum básum óbreyttum.
Jákvæð viðbrögð
Við höfum kannað óformlega
viðhorf bænda til næstu sýningar og
fengið einstaklega jákvæð viðbrögð
og vitum að sýningin hefur almennt
fengið mjög góðan hljómgrunn
hjá þjóðinni. Hlökkum til að sjá
ykkur á Íslenskur landbúnaður
2022 í Laugardalshöllinni“, segir í
tilkynningunni. /smh
Frá landbúnaðarsýningunni Íslenskur landbúnaður 2018 í Laugardalshöll.
Mynd / HKr.
Garðyrkjuskólinn Reykjum:
Heildarumgjörð garðyrkju-
námsins er brothætt
Nemendur í starfsmenntanámi
við Garðyrkjuskólann á
Reykjum settust á skólabekk
í upphafi vikunnar. Þetta er
síðasti garðyrkjuhópurinn sem
útskrifast frá skólanum undir
merki Landbúnaðarháskóla
Íslands því á næsta ári flyst námið
til Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Guðríður Helgadóttir hjá Garð
yrkjuskólanum á Reykjum segir
að starfsfólki skólans þyki alltaf
gaman þegar nemendur mæta aftur
í skólann á haustin, hvort sem það
eru nýnemar eða nemendur á seinna
ári námsins eins og núna.
„Undirbúningur fyrir kennsluna
hefur gengið vel en heildarumgjörð
námsins er brothætt. Starfsmönnum
hefur fækkað, annars vegar með
uppsögn og hins vegar hafa starfs
menn hætt og engir ráðnir í þeirra
stað. Einnig hefur fé til daglegs
reksturs námsins verið skert veru
lega af hálfu LbhÍ. Við starfsmenn
munum að sjálfsögðu gera okkar
besta til að þetta komi ekki niður á
gæðum námsins, eftir því sem kostur
er, og að nemendur fái það sem þeim
var lofað.
Að sjálfsögðu hlökkum við til
að hitta okkar frábæra og öfluga
nemendahóp aftur og vonum svo
sannarlega að okkur takist að halda
okkar striki í skólastarfinu.“ /VH
Guðríður Helgadóttir.
Breytingar á verðskrá SS:
Betri flokkar hækka í verði
en lakari flokkar lækka
Sláturfélag Suðurlands hefur
birt breytingar á verðskrá sinni á
ungnautakjöti og tekur breytingin
gildi 30. ágúst næstkomandi. Verð
á ungnautakjöti hækkar við
breytingarnar en aðrir flokkar eru
óbreyttir. Breytingin felst í lækkun
á lakari flokkum og hækkun á
betri flokkum.
Allir gripir sem flokkast undir 200
kíló lækka í verði, P gripir frá 9,4% í
rúmlega 17,5%. O gripir undir 200
kíló lækka um 5,4% og aðrir flokkar
undir 200 kíló lækka um 4,2 til 4,3%.
Sláturfélagið breytti verðskrá sinni
síðast í nóvember 2020 og er þannig
12 mánaða breyting á undir 200
kílóa gripum frá 24% í 2,7%, mest í
lökustu flokkuninni.
Í þyngdarflokknum 200 til 260
kílóa gripir eru það einungis O og
lakari flokkar sem lækka um 1,2%
niður í 4,4% fyrir P. O flokkar og
betri standa í stað.
Í yfir 260 kílóa þyngdarflokki
er það einungis P og P sem lækka
en allir aðrir flokkar hækka. Frá O
nemur hækkunin í kringum 2%.
Ef horft er til 12 mánaða sést að
lækkunin á P hefur verið í kringum
10% meðan að U hefur hækkað um
3,6% en annað hefur breyst minna.
Á heimasíðu Landssambands
kúabænda, naut.is, segir að það
veki athygli að um sé um að
ræða fyrstu verðbreytingu ársins
2021. Árin á undan hefur verið
algengt að sláturleyfishafar
breyti verðskrám sínum tvisvar
til þrisvar á ári. „Það væri
því ekki ósennilegt að frekari
verðbreytinga væri að vænta.
Því er mikilvægt fyrir bændur að
fylgjast vel með verðskránum,
sem eru reglulega uppfærðar, og
má finna nýjustu uppfærsluna
undir Markaðsmál og verðlistar
á forsíðu naut.is“. /VH
Kolefnislosun eykst frá fluginu
Losun koltvísýringsígilda
frá flugsamgöngum á öðrum
ársfjórðungi 2021 var um
90 kílótonn samkvæmt
bráðabirgða bútreikningi. Þetta
er aukning um 41,7% frá fyrsta
fjórðungi ársins og 54,1% hærra
gildi en á öðrum ársfjórðungi
2020 en sá árs fjórðungur mark
ast að mestu samgöngutakmörk
unum í fyrstu bylgju kórónu
veirufaraldursins.
Losun á öðrum ársfjórðungi
2021 var 84% minni en losun á
öðrum ársfjórðungi 2018 þegar
losun frá flutningum með flugi
var mest, eða 595 kílótonn.
Breytt staða í flugrekstri
á Íslandi hefur áhrif
Samkvæmt vef Hagstofu Íslands
hafa orðið miklar breytingar í
losun koltvísýrings frá flugi, ekki
síst vegna fækkunar íslenskra fyr
irtækja í flugrekstri og samdráttar
vegna yfirstandandi faraldurs.
Losun reiknast eingöngu vegna
reksturs íslenskra flugfélaga en
ekki vegna flugs erlendra fyrir
tækja. Flugrekstur nær yfir bæði
farþega og fraktflug en það síð
arnefnda varð fyrir minni áhrifum
vegna faraldursins. Losunartölur
fyrir 2021 reiknast út frá innflutn
ingi á eldsneyti til landsins og
eldsneytiskaupum íslenskra fyrir
tækja erlendis. Eldsneyti sem selt
er til erlendra flugrekstraraðila
er áætlað út frá komutölum og
dregið frá heildarsölu.
/VH