Bændablaðið - 26.08.2021, Qupperneq 6

Bændablaðið - 26.08.2021, Qupperneq 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 6 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Kosningar eru hafnar á Íslandi, utankjörfundarstaðir voru opnaðir í liðinni viku og því má ætla að kosningabaráttan fari að harðna á næstu vikum. Þessar kosningar eru óvanalegar fyrir þær sakir að hér geisar farsótt sem yfirtekur umræðuna og um fátt annað rætt á kaffistofum en samkomutakmarkanir, hraðpróf, sóttkvíarkvíða foreldra og þess háttar. En kosningarnar eru mikilvægar fyrir landbúnaðinn. Á næsta kjörtímabili verður samið um nýja búvörusamninga og þeir samningar munu innihalda nýmæli um umhverfis- og loftslagsmál. Lykilatriði er að það verði skynsemi í þeim samningum þar sem starfssystkini okkar í nágrannalöndunum hafa lent í því að glíma við óraunhæfar kröfur af hálfu hins opinbera. Dæmi um slíkt er bóndinn á Jótlandi, sem er gert að draga úr notkun á áburði um meira magn en hann notar sjálfur! Kosningarétturinn datt ekki af himnum ofan Geymsla Bændasamtakanna hefur áður verið innblástur höfundar til leiðaraskrifa í sumar. Greip ég í hefti af búnaðarritinu Frey frá því 1920 um daginn. Í leiðaraskrifum þess kvartaði höfundur yfir því að fjöldi fólks hefði ekkert vit á því að fara með kosningarétt. Leiðarinn var skrifaður fáeinum árum eftir að konur og öreigar fengu kosningarétt og því má ætla að höfundi hafi gramist hvernig þessi réttindi voru nýtt. Þessi skrif minna okkur á að auknum réttindum hefur alltaf fylgt frekjutal um hvernig allt var betra í gamla daga. Sannleikurinn er sá að ef að þú kennir kjósendum um, þá ertu á villigötum. Við bændur verðum að koma okkar málum á dagskrá í umræðunni en gerum ekki eins og leiðarahöfundurinn fyrir öld síðan og kvörtum yfir því hvernig fólk kýs. Könnun eftir könnun hefur sýnt það að íslenskur almenningur er jákvæður í garð landbúnaðar. Kerfisfræðingar setja viðmið Hluti áskorana sem íslenskur landbúnaður glímir við er rof milli orðræðu stjórnmálamanna og gjörða stjórnkerfisins. Stjórnmálamenn vilja flestir, líkt og almenningur allur, styðja við landbúnað. Lofræður dynja á bændum þegar t.d. styttist í kosningar. En svo þegar kemur að útfærslu reglna og viðmiða hjá stjórnkerfinu er eins og það komi sandur í gírinn. Þá spretta upp alls kyns viðmið og reglur sem flestar hafa það eitt sameiginlegt að auka kostnað og pappírsvinnu. Þannig er í reynd oft valdið komið í hendur embættismanna sem ekkert lýðræðislegt umboð hafa. Þeim er oft vorkunn í starfi sínu þegar þeim er sett fyrir að gera hluti samtímis sem eru óframkvæmanlegir, t.d. að stuðla að aukinni samkeppnishæfni samhliða því að setja stífari reglur um sjálfbærni í jarðrækt. Því er mikilvægt að landbúnaðarstefna fyrir Ísland, sem unnið hefur verið að á seinni hluta þessa kjörtímabils, fari fyrir Alþingi og verði staðfest þar. Þannig verði tónninn settur fyrir þá embættismenn sem svo koma til með að framfylgja stefnunni. Fæðuöryggi næst ekki nema að afkoma sé ásættanleg Í upphafi heimsfaraldurs kórónaveiru gerðist það sama og fyrir rúmum tíu árum í efnahagshruninu. Forsvarsmenn bænda voru spurðir þeirrar spurningar af ráðamönnum hvort nóg væri til af mat í landinu. Svarið nú eins og þá, já, það er til matur. Við getum ekki vitað hver áföll framtíðarinnar verða. En það er öruggt að það verða áföll. Bara síðustu tvö ár hafa verið óveður, skriðuföll, snjóflóð, heimsfaraldur og eldgos ofan í kaupið. Vegna loftslagsbreytinga gerast veður vályndari sem birtist í aukinni tíðni hamfara á borð við þurrka, gróðurelda og úrhellisrigninga sem skola heilu þorpunum á haf út. Því er það lífsnauðsynlegt hverri þjóð að geta aflað fæðu. Það verður ekki gert til langframa öðruvísi en afkoma bænda sé ásættanleg. Fæðuöryggi verður ekki byggt ofan á hugsjóninni einni saman eða lífsstíl. Þess vegna þurfum við að setja afkomumálin á dagskrá í þessum kosningum og spyrja þingmannsefnin hvaða leiðir þeir sjái til þess að bæta afkomu bænda? Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 11.600 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 7.600 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Bragð er að þá barnið finnur, segir máltækið. Nú virðast íslenskir fjármála­ gosar hafa fundið bragð, eða alla vega smjörþefinn af verulegri gróðavon í íslenskri raforku. Mikil ásælni hefur verið á liðnum miss- erum eftir landi undir vindmyllugarða. Í nafni baráttu við loftslagshlýnun og framleiðslu á hreinni orku virðist næsta auðvelt að selja slíkar hugmyndir til íslenskra stjórnmálamanna. Ætli það sé þó ekki miklu fremur von um auðfenginn gróða og áskrift að vösum almennings sem ræður þarna för. Þegar forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er svo farinn að reka áróður fyrir uppskiptum á Landsvirkjun er virkilega kominn tími til að eigendurnir, þjóðin, fari að hugsa sinn gang í þessum efnum. Hugmyndin er þá væntanlega að selja Landsvirkjun í bútum til vel valinna fjárfesta. Þá mun milljarða arður af starfseminni hætta að renna í ríkissjóð, heldur í vasa fjárfesta. Það þarf ekki að grafa lengi til að átta sig á þessu. Í tölum Eurostat, sem birtir marg- háttaðar hagtölur Evrópusambandsins, má sjá að raforka til heimila í löndum ESB er í sumum tilfellum margfalt hærri en á Íslandi. Vegna tenginga við raforkumarkaðskerfi Evrópu í gegnum orkupakkana margfrægu er síðan búið að skapa grunn fyrir réttlætingu á stórhækkun á raforkuverði til íslenskra heimila. Með lagningu rafstrengs frá Íslandi til Evrópu myndi því verða afar erfitt að sniðganga kröfu um samræmingu orkuverðs þar sem óheimilt er að mismuna kaupendum raforku við hvorn sinn enda strengsins. Í tölum Eurostat kemur fram að á seinni hluta síðasta árs var raforkuverð til heimila í ESB-löndum hæst í Þýskalandi, eða 0,3006 evrur fyrir hverja kílówattstund með sköttum. Það jafngildir 45,15 íslensk- um krónum á verðlagi samkvæmt gengis- skráningu sl. þriðjudag. Næsthæst var verðið í Danmörku, eða 0,2819 evrur á kWst., sem jafngildir 42,34 íslenskum krónum. Lægsta raforkuverð til heimila í ESB-löndunum var hins vegar í Búlgaríu, eða 0,0982 evrur, sem samsvara um 14,75 kr. Noregur er nú þræltengdur raforkukerfi Evrópu með sæstrengjum og hringtengingu til baka í gegnum Danmörku og Svíþjóð. Með innleiðingu á orkupakka 3 þar í landi, sem ekki var möguleg nema með samþykki Alþingis Íslendinga, var í raun opnað fyrir allar flóðgáttir þar í landi. Á síðari árshelmingi 2020 var meðalorkuverð í Noregi samkvæmt tölum Eurostat 0,1322 evrur kWst., sem jafngildir um 19,86 ísl. kr. Hafa ber í huga að raforkuverð þar í landi hefur sveiflast mjög í takt við framboð og eftirspurn. Ef við skoðum þetta í samhengi við verð á raforku til íslenskra heimila, þá fara menn kannski að átta sig á þeirri gríðarlegu gróðavon sem fjármálaspekingar eru að horfa til. Með samþykkt hvers orkupakkans af öðrum er það ekki lengur spurning hvort, heldur hvenær íslenska raforkukerfið verður beinn eða óbeinn hluti af orkuneti Evrópu. Samkvæmt tölum Orkuseturs, þá er almennt lægsta verð til söluaðila á Íslandi 6,46 krónur kWst. og hæsta verð 8,11 kr. kWst. með virðisaukaskatti. Ef dreifing er tekin með t.d. frá HS Orku í þéttbýli, þá er lægsta heildarorkuverðið 14,72 krónur og hæsta verðið 16,37 krónur. Hæsta raforkuverðið á Íslandi er því rétt yfir því sem lægst gerist í láglaunalandinu Búlgaríu, en talsvert undir raforkuverðinu í Noregi. Í verðsamanburði við raforkumarkaðinn í Evrópu er harla ólíklegt að Ísland komist hjá því að miða við meðalverð í ESB-löndunum 27, sem var í lok síðasta árs 0,2134 evrur, eða sem svara 32,05 kr. á kWst. Eða ríku þjóðirnar eins og Dani eða Þjóðverja. Það hlýtur að skipta máli fyrir okkur öll. /HKr. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Gróðavon í orkunni Hnífsdalur er lítið þorp sem stendur við utanverðan Skutulsfjörð og er í mynni samnefnds dals. Þar búa nú að jafnaði um 220 manns. Þorpið er á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar og er hluti af sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Frá 1949 voru vegasamgöngur til Bolungarvíkur um Óshlíðarveg, en jarðgögng leystu veginn af hólmi 25. september 2010. Mynni dalsins er markað af tveimur hyrnum og heitir sú nyrðri Búðarhyrna eftir bæ að nafni Búð sem lá við fjallsræturnar en sú syðri heitir Bakkahyrna eftir bænum Bakka. Öll fjallsröndin að norðanverðu mun heita Bakkarönd og var mið fyrir fiskimenn á Ísafjarðardjúpi. Fjallið sem skilur að Hnífsdal og Ísafjörð heitir hins vegar Eyrarfjall. Eftir dalbotninum rennur á sem oft er nefnd Hnífsdalsá, en í örnefnaskrá Neðri Hnífsdals og Örnefnastofnunar heitir áin Langá. Mynd / Hörður Kristjánsson Kosningar hafa afleiðingar Reykjarfjörður. Mynd / HKr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.