Bændablaðið - 26.08.2021, Síða 8

Bændablaðið - 26.08.2021, Síða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 8 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 FRÉTTIR Þróunarverkefni hjá Matís á lokametrunum: Heilsusamleg bragðefni unnin úr íslensku þangi Frá 2018 hefur verið unnið að verk efni hjá Matís með það markmið að þróa líftæknilegar aðferðir við framleiðslu á heilsusamlegum bragðefnum úr þangi og saltminni matvörur úr þeim bragðefnum. Rósa Jónsdóttir hefur stýrt verkefninu hjá Matís sem heitir Nýbylgju Bragð, sem unnið er í samvinnu við nokkra erlenda samstarfsaðila. Verkefninu lýkur á næstu dögum og stefnt er að því að birta vísindagrein með niðurstöðum verkefnisins í ritrýndu tímariti á næstunni. Rósa segir að forsendur verkefnisins byggi í raun á tilmælum heilbrigðisyfirvalda um allan heim, sem mæla með að dregið sé úr saltnotkun í unnum matvælum til að draga úr hættunni á of háum blóðþrýstingi. „Þar sem salt hefur mikil áhrif á bragð er hætta á að minni saltnotkun dragi úr bragði auk þess sem vinnslueiginleikar geta breyst,“ segir hún. Stórþörungar ríkir af saltbragðefnum „Stórþörungar eru ríkir af málmum á borð við natríum, kalíum og magnesíum sem gefa saltbragð. Auk þess innihalda þeir mikið af bragðaukandi efnum sem geta breytt bragðeiginleikum matvæla og meðal annars gefið þeim meiri bragðfyllingu. Þannig hefur til dæmis klóþang mjög einkennandi bragð en það er ríkt af „glútamötum“, sem bera meðal annars ábyrgð á hinu svokallaða fimmta bragði – oft kallað „umami“. Til að losa þessi bragðaukandi efni eins og prótein, amínósýrur og afoxandi sykrur úr þanginu þarf að beita mismunandi vinnsluaðferðum. Í verkefninu voru líftæknilegar aðferðir notaðar til að vinna bragðefnin, meðal annars með notkun ensíms sem þróað var hjá Matís. Áhersla var lögð á að vinna bragðefni úr klóþangi og beltisþara, en þessar tegundir vaxa í miklu magni við Ísland. Bragðefnin voru prófuð meðal annars með „raftungu“ (e tongue), „rafnefi“ (e nose) og bragðlaukum á tungu – auk skynmats og efnamælinga. Valin bragðefni voru notuð til að prófa í tilbúin matvæli eins og fiskibollur,“ útskýrir Rósa. Hún segir að niðurstöður verk­ efnisins sýni að mögulegt er að vinna bragðefni úr þangi með saltskerðandi og bragðaukandi áhrif, en þörf sé á frekari prófunum og aðlögun vinnsluferlis – meðal annars uppskölun á framleiðslu ensímsins. Draga þarf verulega úr saltneyslu Rósa segir að of hár blóðþrýstingur sé algengasta heilbrigðisvandamálið tengt mikilli saltneyslu og er helsti áhættuþáttur hjarta­ og æðasjúkdóma. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ráðleggur að víða um heim verði dregið um helming úr daglegri saltneyslu. Æskilegt er að saltneysla sé ekki meiri en fimm til sex grömm á dag. Samkvæmt landskönnun á mataræði fyrir fullorðna sem fram fór á árunum 2010 til 2011, er saltneysla Íslendinga enn þá yfir þessum ráðleggingum. Meðalneysla karla er að minnsta kosti níu grömm að meðaltali á dag og kvenna 6,5 grömm að meðaltali á dag. Stærstur hluti natríums í fæði kemur úr unnum matvælum, svo sem tilbúnum réttum, unnum kjötvörum, pakkasúpum, niðursuðuvörum og brauði. Mikilvæg forsenda þess að hægt sé að minnka saltneyslu þjóðarinnar er að stilla saltnotkun í hóf við matvælaframleiðslu. Aðrar leiðir eru að nota kalíum í stað natríum, nota blöndu af málmum, náttúruleg sölt, bragðaukandi efni eða skipta natríum út fyrir önnur efni sem gefa bragð. Innan matvælaiðnaðarins er álitið að draga megi úr saltnotkun um 10­30% með því að nota fyrstu tvær leiðirnar en afganginn með tæknilegum leiðum.“ Þörungar mjög áhugaverður kostur Notkun þörunga í matvælavinnslu er að sögn Rósu mjög áhugaverður kostur; þeir séu mjög ríkir af málmum og snefilefnum og innihalda mikið af próteintengdum efnum sem hafa bragðaukandi áhrif. Þörungar geti innihaldið allt að 38 prósent af málmunum natríum, kalíum og magnesíum. Þeir innihalda líka mikið magn af glútamati, amínósýrum og peptíðum sem öll eru dregin af próteinum. Hún segir að náttúrulegt MSG (Monosodium glutamate) hafi fyrst uppgötvast í þara þar sem magn glútamats getur verið allt að tvö prósent þurrefnis, sem sé mjög hátt samanborið við önnur „umami­rík“ matvæli líkt og þurrkaða shitake­ sveppi (0,07%) og bonito­fisk (0,03%). Framhaldverkefni komin af stað Um það hver afdrif verkefnisins verði þegar búið er að birta vísindagreinina, segir Rósa að vinnu verði haldið áfram að því að skala upp framleiðslu á ensíminu sem notað er við vinnsluna. Framhaldsverkefni séu þegar komin af stað. „Umami bragð og/eða saltskerðing var greinanleg í þeim vörum sem við prófuðum – sem er jákvætt. Litur, aukabragð og aukalykt geta þó haft áhrif á vöruna en virðist háð vörutegund. Því ætlum við að prófa bragðefnin og aðlaga notkunina að fleiri tegundum matvæla. Það má líka nefna að bragðefnafyrirtæki á Spáni prófaði bragðefnin okkar og hafa sýnt verkefninu áhuga,“ segir Rósa. /smh Klóþang. Mynd / Símon Sturluson Almennar leiðir til að draga úr saltneyslu. Til að ná settu marki um 60-70% lækkun á salti eru lagðar til fjórar leiðir. Minnka saltnotkun með aðlögun um 10-30% og með tæknilegum leiðum að 60-70% marki. Mynd / Busch 2008 and Hotchkiss 2010 Beltisþari. Mynd / Matís Rósa Jónsdóttir. Mynd / Matís Kveður Bændasamtökin eftir 19 ára starf Tjörvi Bjarnason, sviðs­ stjóri útgáfu­ og kynn­ ingar sviðs Bænda sam­ takanna, hefur sagt upp störfum hjá sam tökunum eftir 19 ár í Bænda­ höllinni. Hann hefur stýrt rekstri Bænda blaðs­ ins um árabil og unnið í almanna tengslum fyrir bændur ásamt fleiru. „Það var kominn tími að breyta til eftir langan starfstíma. Bændasamtökin eru að ganga í gegnum löngu tímabæra samein­ ingu við búgreinafélögin og það eru mörg mikil­ væg mál í hagsmunagæslu fyrir bændur fram undan. Forsvarsmenn og allt starfsfólk samtakanna hafa í mörg horn að líta á næstu misserum en ég hef ákveðið að yfirgefa skútuna. Ég óska þeim velfarnaðar í sínum störfum. Sjálfur er ég að hugsa um næstu skref á vinnumarkaðnum og ekki er ólíklegt að þau muni tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu.“ Dýrmætt að hafa kynnst fjölmörgum eftirminnilegum einstaklingum Tjörvi segir að það standi upp úr tím­ anum í Bændahöllinni að vinna með góðu fólki. „Það er sérlega dýrmætt að hafa kynnst fjölmörgum eftirminnileg­ um einstaklingum í starfinu, bæði samverkamönnum, ráðunautum og bændum um allt land. Ég hef lært mikið af mér reyndara fólki og stend í þakkarskuld við marga trausta vinnufélaga. Þá hefur líka gengið frábærlega að reka Bændablaðið og hefur áhöfnin á því skilað góðu verki síðustu ár. Auglýsendur og þeir sem með einum eða öðrum hætti koma að útgáfunni eiga hrós skilið fyrir tryggðina í gegnum árin. Vinna á norrænum vettvangi hefur líka verið gjöful og ég hef átt náið samstarf við starfsfólk annarra hagsmunasamtaka, fyrirtækja og stofnana sem tengjast landbúnaðinum. Það er dýrmætt fyrir bændur að fulltrúar þeirra eigi í góðum samskiptum við þá sem hafa áhrif á þeirra störf.“ Ímynd bænda fæst ekki keypt Að mati Tjörva er áríðandi að gæta hagsmuna bænda og þar megi aldrei slaka á. Bændurnir sjálfir leiki hins vegar lykilhlutverkið. „Bændur verða að slá skjald­ borg um sín samtök og standa saman. Atvinnugreinin nýtur mikils velvilja hjá almenningi en hann þarf að rækta. Það þarf að sýna gott fordæmi og stunda búskap með ábyrgum hætti. Ímynd bænda verður ekki byggð upp á samfélagsmiðlum eða með innantómum auglýsingafrösum. Forystumenn bænda þurfa að hefja sig upp fyrir pólitíska flokkadrætti og muna að það er fólkið í landinu sem eru okkar bestu bandamenn. Fram undan eru miklar breytingar í þjóðfélaginu og stuðningskerfi bænda þarf að stokka upp fyrr en síðar. Þar er kyrrstaðan ekki í boði. Ég held að þetta verði stærsta við­ fangsefni bændahreyfingarinnar á næstu árum ásamt því að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í lofts­ lagsmálunum og stuðla að meiri gæðum og framleiðni í atvinnu­ greininni.“ Starfsfólk Bændablaðsins þakk­ ar Tjörva fyrir afar góð kynni og sam starf á liðnum árum og óskar honum velfarnaðar á nýjum vett­ vangi. /HKr. Bændablaðinu berast að jafn­ aði fjölmargar greinar frá lesendum, enda fá þær mikla dreifingu um allt land í 32 þús­ und eintökum auk miðlunar á netmiðlum blaðsins. Reynt er að verða við öllum óskum um birtingu eftir því sem pláss leyfir. Til að tryggja sem flestum aðgang að þessum vettvangi kemst blaðið ekki hjá því að setja sér einhverjar reglur. Þótt nokkuð frjálslyndi ríki um lengd greina þá ber að geta þess að því lengri sem greinarnar eru, þeim mun erfiðara getur verið að finna þeim pláss á síðum blaðsins. Æskilegt er að greinar séu ekki lengri en 500 til 600 orð, en þá ræðst það af plássi hvort rými sé fyrir lengri greinar hverju sinni. Því fyrr sem greinar berast á vinnslutíma hvers tölublaðs, því líklegra er að hægt sé að koma þeim fyrir. Varðandi efnisinnihald eru einungis sett þau skilyrði að gætt sé velsæmis, að greinar séu mál­ efna legar og feli ekki í sér eitthvað sem talist geta meiðyrði, gagn­ vart einstaklingum, hópum eða félögum. Þau skilyrði eru einnig sett fyrir birtingu aðsendra greina að þær hafi ekki áður verið birtar í nákvæmlega sömu mynd opin­ berlega í öðr um prent­ eða vef­ miðlum. Er það gert til að sporna við því að einstaklingar eða hópar kaffæri pláss í ólíkum fjölmiðlum með margnotuðum greinum, eink­ um í aðdraganda kosn inga. Þar sem erfitt getur verið að fylgjast náið með slíku, treystir Bændablaðið einfaldlega á heiðar leika greinar­ höfunda og virð ingu þeirra fyrir les endum. Að auki getum við boðið upp á þann möguleika að greinar sem komast ekki að í prentaðri útgáfu blaðsins verði aðeins birtar á vef­ miðli blaðsins, bbl.is. Hörður Kristjánsson, ritstjóri Bændablaðsins Birting aðsendra greina Tjörvi Bjarnason.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.