Bændablaðið - 26.08.2021, Qupperneq 12

Bændablaðið - 26.08.2021, Qupperneq 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 12 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 FRÉTTIR Snorri Magnússon, Hilmar Njáll Þórðarson og Ingibjörg Sæunn Jónsdóttir létu mýbitið ekki aftra sér við mælingavinnuna. Myndir / Landgræðslan Landgræðslan: Vöktunarreitum GróLindar fjölgar – Alls var gert ráð fyrir 1.499 reitum á landsvísu og að þúsund verði vaktaðir Vöktunarverkefni GróLindar er fyrsta verkefni sinnar tegundar hér á landi sem ráðist hefur verið í á landsvísu og hefur það meginmarkmið að vakta ástand gróður- og jarðvegsauðlindar Íslands Þriðja sumarið í röð vinnur hópur sérhæfðs starfsfólks á vegum Landgræðslunnar að mælingum og útlagningum vöktunarreita víðs vegar um landið. Mæling reitanna er hluti GróLindar, langtímaverkefnis sem hefur það meginmarkmið að vakta ástand gróður- og jarðvegsauðlindar Íslands. Þær upplýsingar sem fást úr vöktuninni eru dýrmætar þegar kemur að ákvarðanatöku um endurheimt vistkerfa og landnýtingu. Verkefni á landsvísu Samkvæmt upplýsingum frá Landgræðslunni er GróLind fyrsta verkefnið af þessari stærðargráðu sem ráðist hefur verið í á landsvísu og er samstarfsverkefni Landgræðslunnar, Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtaka Íslands og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins og nánari upplýsingar má finna á www. grolind.is. Að jafnaði er unnið í tveimur þriggja manna teymum við útlagningarnar, stór hluti starfsfólks eru sumarstarfsmenn sem hafa hlotið þjálfun í gróðurgreiningu og mælingavinnu. Skilvirkni höfð að leiðarljósi Rán Finnsdóttir líffræðingur, sem leiðir sumarstarfið, segir að reitirnir séu lagðir út þannig að hægt sé að mæla þá og vakta á sem skilvirkastan hátt og að þeir skili sem mestum upplýsingum sem færðar verða inn í gagnagrunn GróLindar. „Reitirnir eru 50 x 50 metrar að stærð og fylgja flestar mælingar línum sem dregnar eru í kross út frá miðpunkti. Þær upplýsingar sem fást með mælingum í reitunum eru fjölbreyttar. Dýpt og gerð jarðvegs er mæld ásamt gróðurhæð og gróðurþekju. Jafnframt er mæld samsetning gróðurs ásamt gerð og alvarleika rofs ef það er til staðar. Þessar mælingar endurspegla gerð og ástand vistkerfanna sem mæld eru. Mælingarnar verða endurteknar fimmta hvert ár og verður þá hægt að sjá hvort og þá hvernig vistkerfi svæðanna er að breytast, til dæmis hvort rof sé að aukast, minnka eða hvort hlutfall gróðurflokka sé að breytast,“ segir Rán Lagt af stað með 1.499 reiti „Vöktunarreitir eru lagðir út í náttúrulegt land en ekki manngert land, eins og framræstum eða ræktuðum túnum eða skógræktarsvæðum. Þegar lagðir eru út reitir í einkalandi er samband haft við landeigendur og þeir upplýstir um staðsetningu reitanna. Verkefnið er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi en sambærileg verkefni hafa meðal annars verið unnin í Bandaríkjunum, Ástralíu og Nýja-Sjálandi og hefur verið stuðst við upplýsingar og reynslu þaðan við skipulagningu. Þegar vinna hófst í sumar var búið að leggja út um 220 reiti og stefnt er á að leggja út 250 til 300 reiti til viðbótar í sumar. Rán segir að í upphafi mælinga var staðsetning reitanna valin tilviljanakennt að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. „Alls var gert ráð fyrir 1.499 reitum á landsvísu en gert er ráð fyrir því að af þeim verði um 1.000 reitir mældir þar sem að ekki er raunhæft að mæla alla reiti vegna erfiðs aðgengis. Takmarkið er að búið verði að leggja út alla reiti í lok sumars 2024.“ /VH Útlagning reitanna fer oft fram við erfiðar aðstæður. Hér er hópur að störfum á heiðunum upp af Lundareykjardal, Botnssúlur í baksýn. Freyja Ragnarsdóttir Pedersen mundar slaghamarinn af öryggi við niðursetningu hæla. Rán Finnsdóttir segir að skilvirkni og öflun sem bestra gagna sé lykilatriði þegar kemur að útlagningu reita. Nýlega var undirritaður samningur vegna reksturs vinnustofu í Landsbankahúsinu á Selfossi. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjafulltúi Sveitarfélagsins Árborgar, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, undirrituðu samkomu- lag við Sigtún þróunarfélag um rekstur vinnustofu í Landsbankahúsinu á Selfossi sem Sigtún keypti í vor. „Bankinn Vinnustofa“ verður opnur formlega í haust. Um er að ræða fyrsta flokks nútíma skrifstofuaðstöðu fyrir um 120 manns sem byggir á þeirri hugmyndafræði að í ljósi tækniþróunar og afleiðinga Covid-19, er starfsfólk stofnana og fyrirtækja um allan heim farið að vinna fjölbreytt störf og verkefni óháð staðsetningu. Jafnframt er af umhverfisástæðum hvatt til þess að dregið sé úr löngum ferðum í og úr vinnu. Boðið verður upp á lítil og stór rými, fundarherbergi, setustofur og tæknibúnað á tveimur efstu hæðum hússins á um 500 fermetra svæði. Vonast er til að Sunnlendingar sem vinna á höfuðborgarsvæðinu geti nýtt aðstöðuna t.d. í nokkra daga í viku í stað daglegra ferða yfir Hellisheiðina. Þá geti smærri sunnlensk fyrirtæki og einyrkjar átt vísan stað í „Bankanum Vinnustofu“ og auk þess gæti aðstaðan nýst þeim sem búa í sumarhúsum hluta úr ári. /MHH 120 nýjar skrifstofur Landsbankans á Selfossi: Nú geta Sunnlendingar unnið í hemabyggð Landsbankinn á Selfossi: Frá undirritun samningsins, frá vinstri, Halldór Benjamín, Arna Ír, Sigurður Ingi og Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags. Mynd / Aðsend. Samningur um safn listmálarans Nínu Tryggvadóttur verður undirritaður í sumar milli Reykjavíkurborgar og dóttur listakonunnar, Unu Dóru Copley. Safn Nínu Tryggvadóttur verður fyrsta myndlistarsafn Reykjavíkurborgar kennt við og tileinkað íslenskri listakonu. Safnið verður í austurhluta Hafnarhússins í Reykjavík en í vesturhlið þess er nú Listasafn Reykjavíkur. Þar með verður allt Hafnarhúsið lagt undir listastarfsemi. Í tilkynningu frá borginni kemur m.a. fram að í samningnum er kveðið á um að Una Dóra Copley, einkadóttir Nínu, gefi Reykvíkingum vel á annað þúsund listaverk eftir móður sína sem endurspegla allan feril listakonunnar. Þar er m.a. að finna málverk, teikningar, glerverk og vatnslitamyndir. Auk þess gefur Una Dóra Reykvíkingum fasteignir á Manhattan og í Reykjavík eftir sinn dag sem og aðrar listaverkaeignir, bókasafn og fleiri muni. „Ég er glöð og mjög hamingjusöm yfir því að listaverk Nínu sem ná yfir allan hennar feril verði til sýnis í Reykjavík, þar sem þau eiga heima. Þannig verða þau aðgengileg hinum dásamlegu Íslendingum á öllum aldri næstu ár og áratugi,“ segir Una Dóra Copley. /MHH Dóttir Nínu Tryggvadóttur listmálara: Gefur vel á annað þúsund listaverk eftir móður sína Nína Tryggvadóttir: Nína Tryggvadóttir (1913 til 1968) var fyrst og fremst þekkt sem listmálari en samdi einnig og myndskreytti bækur fyrir börn. Hún fæddist 16. mars, 1913 á Seyðisfirði og naut á sínum yngri árum tilsagnar Ásgríms Jónssonar í teikningum. Mynd / Listasafn Íslands. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 9. september
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.