Bændablaðið - 26.08.2021, Qupperneq 23

Bændablaðið - 26.08.2021, Qupperneq 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 23Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Evrópunefndin hefur gefið út áhættukort vegna útbreiðslu afrísku svínapestarinnar í Evrópu. Þar er áhættusvæðum skipt upp í þrjá meginflokka, I, sem er merktur blár, II, sem er merktur bleikur og III, sem er rauður og skilgreint mesta hættusvæði. Að auki er fjólublá merking sem þýðir sérstakt eftirlitssvæði. Afríska svínapestin er faraldur í jaðarsvæðum Sahara í Afríku. Þá barst veiran til Sardiníu í Miðjarðarhafi þar sem pestin hefur geisað sem faraldur í nokkra áratugi. Árið 2007 blossaði svínapestin svo upp í Georgíu, Armeníu, Azerbaijan, í Evrópuhluta Rússlands, Úkraínu og í Blearus (Hvíta-Rússlandi). Síðan hefur veiran verið að breiðast út með villtum svínum vestur eftir Evrópu. Hún fannst fyrst í Litháen og Póllandi í janúar og febrúar árið 2014. Síðan í Lettlandi og Eistlandi í september sama ár. Árið 2019 var tilkynnt um smit í níu Evrópusambandslöndum, Belgíu, Búlgaríu, Slóvakíu, Eistlandi, Ungverjalandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi og í Rúmeníu og nú er veiran komin til Þýskalands. Veiran getur borist með hráu svínakjöti Innan Evrópusambandsins ríkir töluverður ótti, ekki síst í Þýskalandi og Póllandi, þar sem svínarækt er mjög mikilvægur hlekkur í matvælaframleiðslu. Enn sem komið er hefur engin lækning fundist við pestinni og engin bóluefni eru til að berjast við veiruna. Ef svín sýkjast er nánast öruggt að þau drepist. Veiran hefur borist um álfuna með villtum svínum og þaðan í fóður eldissvína. Einnig hefur veiran borist úr hráu kjöti úr sýktum dýrum og ósoðnum pylsum úr svínakjöti. Vegna þess hafa landamæraverðir haft auga með flutningum á svínakjöti á milli landa. Í Bandaríkjunum er mjög strangt tekið á slíku og ekki síst smygli ferðamanna á svínakjöti. Engin dæmi er enn um að veiran hafi stökkbreyst og geti smitað menn eða aðrar dýrategundir en svín. Hins vegar er talið að menn geti auðveldlega borið veiruna með sér á milli staða, m.a. í skóbúnaði og fatnaði. Blæðingar einkenna veikina Matvælaöryggisyfirvöld Evrópu EFSA hafa gefið út viðvaranir og leiðbeiningar um hvernig hægt sé að þekkja einkenni afrísku svínapestarinnar. Þar segir m.a.: „Einkennin eru m.a. hiti, lystarleysi, orkuleysi, fósturdauði, innri blæðingar, með blæðingum sýnilegum á eyrum og síðum dýranna. Skyndilegur dauði getur átt sér stað. Alvarlegir veirustofnar eru yfirleitt banvænir (dauði á sér stað innan 10 daga).“ Þá segir að dýr sýkt af vægum stofnum af afrísku svínaveirunni sýni kannski ekki endilega dæmigerð klínísk merki um sýkingu. /HKr. Smurefni fyrir vélvæddan landbúnað Nútíma landbúnaður krefst mikils vélakosts. Gæðasmurefni skipta öllu máli fyrir virkni og endingu véla. Olís veitir ráðgjöf um olíu- og smurefnanotkun fyrir allar landbúnaðarvélar. Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | 515 1100 | Austurvegi 69 | 800 Selfossi | 480 1306 | rekstrarland.is FÓÐUR TIL FRAMTÍÐAR Fóðurráðgjöf og heysýnataka FAGLEG RÁÐGJÖF NÁIÐ SAMSTARF EFTIRLIT & EFTIRFYLGNI FRÁBÆR ÁRANGUR Getur Landstólpi aðstoðað þig við fóðrunina? Ekki hika við að hafa samband við fóðurráðgjafa okkar í síma 480-5600 eða sendu póst á landstolpi@landstolpi.is LÍF&STARF UTAN ÚR HEIMI Áhættukort gefið út vegna afrísku svínapestarinnar Landsvæði í Evrópu sem sett hafa verið í mismunandi áhættuflokka eftir litum vegna afrísku svínapestarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.