Bændablaðið - 26.08.2021, Page 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021
25Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021
Miðsvæði gamla garðsins sem var gert upp 2017-2018. Gráölurinn kom sem fræ frá grasagarði í St. Pétursborg árið 1965.
trjágróður eða mat- og kryddjurt-
ir. Plöntusafnið í heild sinni gefur
síðan hugmynd um fjölbreytni
gróðurs í tempraða beltinu nyrðra.“
Sextíu ára vöxtur
Eins og búast má við af lifandi safni
hefur Grasagarðurinn tekið miklum
breytingum í tímans rás. „Flatarmál
garðsins hefur aukist og fjöldi
plantna margfaldast frá stofnun
hans. Garðurinn hefur einnig þróast
eftir getu í takti við nýja strauma
og stefnur í safnamálum og hvert sé
hlutverk grasagarða.“
Að sögn Hjartar er fræðsla eitt
af meginhlutverkum Grasagarðs-
ins í dag og boðið sé upp á fjöl-
breytta fræðslu fyrir almenning
og skólahópa árið um kring.
„Markmið fræðslunnar er að nýta
hin margvíslegu plöntusöfn til
fræðslu um umhverfið, garðyrkju,
grasafræði, dýralíf, garðmenningu
og grasnytjar, sem og til eflingar
útiveru og lýðheilsu.
Garðurinn er opinn alla daga
ársins og í garðinn kemur fólk
gjarnan til að njóta umhverfisins
og fræðast um safnkost garðsins.“
Garðurinn heldur
áfram að þróast
Hjörtur segir að á 60 ára afmælinu
horfi hann og starfsmenn garðsins
björtum augum til framtíðar og
hlakki til að fylgjast með safninu
halda áfram að þróast og breytast.
Grasagarðurinn í Reykjavík
stendur reglulega fyrir fræðslu
göngum eða uppákomum í
garðinum. Viðburðirnir eru
öllum opnir og ókeypis. Starfs
menn garðsins taka einnig á
móti hópum til leiðsagnar um
garðinn.
27. ágúst verða hádegisgöngur
í garðinum, á íslensku klukkan
12 og á ensku klukkan 12.40.
16. september, klukkan 17,
er dagur íslenskrar náttúru og
munum við hafa fræðslugöngu
í tilefni dagsins, nánar auglýst
síðar.
29. september er alþjóðleg-
ur dagur gegn matarsóun og
verður opin fræðsla frá 17-19
í samstarfi við Flóruna Garden
Bistro og Slow Food samtökin.
3. október, klukkan 11, verð-
ur fræðsla um vetrarskýli fyrir
plöntur.
23. október er dagur kartöfl-
unnar og klukkan 11 til 13
verður opin fræðsla um kart-
öflur og kartöfluræktun.
20. nóvember, klukkan 11-13,
verður listasmiðja fyrir krakka
í garðskálanum.
5. desember, klukkan 11,
verður vetrarfuglaskoðun
í garðinum í samstarfi við
Fuglavernd.
Bókanir og nánari upp-
lýsingar fást hjá Björk
Þorleifsdóttur í síma 411
8650 virka daga klukkan
9 til 15 eða á botgard@
reykjavik.is.
Viðburðadagatal Grasagarðsins í Reykjavík
HÁ verslun ehf tók við umboði Husqvarna byggingavörum á
Íslandi þann 11. júní.
• Steinsagir
• Kjarnaborvélar
• Jarðvegsþjöppur
• Sagarblöð
• Kjarnaborar
Víkurhvarfi 4 - 203 Kópavogur
Opið mán. - fös. kl. 8-17.
S. 588-0028
haverslun@haverslun.is
haverslun.is
Þjónustuverkstæði og varahlutir
Husqvarna K970
15,5 cm sögunardýpt
Husqvarna K3600
Vökvasög
Sögunardýpt 27cm