Bændablaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 2021 26 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 LÍF&STARF Rúna Þrastardóttir hefur starfað í sumar hjá Landbúnaðar­ háskóla Íslands að rannsóknum á skordýrum sem snúast um það hvort hægt sé að rækta mjölorma og/eða hermannaflugur á Íslandi til manneldis eða fóðurframleiðslu. Hún telur að ræktun skordýra geti orðið raunhæf grein til fóðurframleiðslu og jafnvel manneldis á Íslandi eftir einhver ár. Að sögn Rúnu er skordýraræktun nokkuð umfangsmikil grein í Evrópu og meiri en hún hafði gert sér grein fyrir. Hún segir að tilraunverkefni hennar sé ekki fyrsta sinnar tegundar á Íslandi því fyrir nokkrum árum hafi verið gerðar tilraunir með ræktun hermannaflugna sem fóður fyrir fiskeldi, en þeim hafi verið hætt. Einnig hafi verið gerðar einhverjar tilraunir með skordýraræktun hjá Matís og í heimahúsi á Húsavík. Hún segist hafa verið að skoða aðferðirnar við þetta úti í Evrópu og hvernig hægt sé að heimfæra þær yfir á Ísland. Þarf að þróa skilvirkar aðferðir „Ég tel að þetta geti orðið raunhæf grein til fóðurframleiðslu og jafnvel til manneldis á Íslandi eftir einhver ár en það þarf mikið að gerast í fram­ tíðinni til þess að svo geti orðið. Til þess að það geti gerst þarf að þróa aðferðina við að rækta þessi skordýr á Íslandi betur en það er verið að nota mismunandi aðferðir við það í Evrópu,“ segir Rúna, spurð um hvort tilraunir hennar gefi vísbendingar um það hvort þetta geti orðið raun­ hæf grein til fóðurframleiðslu eða manneldis – og jafnvel lagt lóð á vogarskálar fyrir fæðuöryggi Íslands? „Sums staðar er verið að nota sjálfvirka aðferð með vélum, til dæmis er það gert í fyrirtækinu Ynsect í Frakklandi, sem er með 230 starfsmenn og stefnir að því að verða alveg arðbært á næsta ári, meðan í minni fyrirtækjum er ræktunin enn þá unnin með höndunum. Áður en almennileg ræktun skordýra getur farið fram á Íslandi þarf að afla meiri upplýsingar um hvernig skordýraframleiðsla fer fram í Evrópu og ef að það á að fara að framleiða skordýr í miklu magni þarf að hanna öruggar vélar sem geta sinnt þeim verkefnum. Það fer alveg nóg af mat til spillis á Íslandi sem getur verið nýttur sem fóður fyrir þessi dýr, en samkvæmt matarsoun.is er áætlað að heildarsóun á Íslandi á ári af nýtanlegum mat sé 7.152 tonn og 9.123 tonn af mat sem talinn er vera ónýtanlegur,“ segir Rúna. Hún bendir á að einnig verði eftir mikið af hrati við bjórframleiðslu sem ekki er talið með í þessum útreikn­ ingi. Ekki leyfilegt að nýta allan úrgang Rúna segir að enn þá sé það þannig samkvæmt reglum Evrópu­ sambandsins að ekki er leyfilegt að nýta allan lífrænan úrgang sem fóður fyrir skordýr ræktuð til mann­ eldis eða fyrir fóðrun dýra. „Það er vegna þess að Evrópusambandið telur það geta valdið hættu á út­ breiðslu á prion sjúkdómum sem er eins og riðuveiki hjá kindum, en það hafa verið gerðar of fáar rann­ sóknir tengdar þessu til þess að geta áætlað hættuna. Hins vegar benda rannóknir til þess að það virðist vera almennt minni líkur á að skordýr ræktuð til manneldis beri með sér smitsjúkdóma heldur en í landbúnaði almennt, þar sem skordýr eru svo ólík manninum. Vegna laga Evrópusambandsins væri því hægt að flokka matarúrgang sem er talinn vera öruggur fyrir skordýr ræktuð til manneldis eða í fóðurfram­ leiðslu, svo sem ávextir, grænmeti, brauð og fleira, frá úrgangi sem er talinn vera óöruggur. Þar sem svo mikið af nýtanlegum matarúrgangi fer til spillis á Íslandi þá tel ég að alveg nóg af úrgangi geti verið nýttur til þess að framfleyta skorýrafram­ leiðslu. Einnig væri hægt að rækta skordýr á Íslandi til þess að brjóta niður þennan úrgang í stað þess að urða hann en þá væri ekki hægt að nýta skordýrin til manneldis eða sem fóður fyrir önnur dýr ræktuð til manneldis.“ Fordómar gagnvart skordýraáti Varðandi það hvort ræktun skordýra geti orðið raunhæf grein á Íslandi til manneldis, segir Rúna að Evrópusambandið hafi gefið leyfi fyrir því að skordýr séu ræktuð til manneldis en ekki enn þá gefið leyfi fyrir hermannaflugunni. Það sé hins vegar í skoðun. „Það er reyndar lítil eftirspurn eftir því að borða skordýr í Evrópu þar sem margir hafa mikla fordóma gagnvart því að borða þau. Margir telja skordýr vera óhrein og hættuleg, þó það hafi aldrei verið gerðar rannsóknir á því hér á landi þá tel ég þetta viðhorf gagnvart skordýraáti vera líka ríkjandi á Íslandi. Það hefur þó verið aukin eftirspurn eftir því að borða skordýr í Evrópu, sérstaklega í Belgíu með auknu framboði, og sérstaklega virðist ungt fólk vera tilbúið til þess að smakka skordýr. Það er þó enn þá langt í land þar til Evrópubúar munu samþykkja skordýr sem almenn matvæli,“ segir Rúna. Sækir um styrk til framhaldsrannsókna Niðurstaðna úr rannsóknum Rúnu er að vænta 31. ágúst og það fer síðan eftir því hvort hún fær styrk úr Matvælasjóði hvort verkefnið heldur áfram. „Ég er aðallega að rannsaka það hvort hægt sé að rækta þessar tegundir á Íslandi, það er mjölorma og hermannaflugu, en allt bendir til þess að svo sé. Rúna Þrastardóttir hefur stundað tilraunaræktun á mjölormum og hermannaflugum í sumar. Myndir / Aðsendar Púpur mjölormanna eru sérkenni- legar í laginu. Mjölormar gæða sér á hrati sem fell- ur til við bjórframleiðslu. Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is MANNAUÐS- STJÓRI Erum við að leita að þér? HÁSKÓLINN Á HÓLUM Endurskoðun og eftirfylgni mannauðsstefnu. Ráðgjöf og stuðningur við st jórnendur háskólans. Gerð fræðslu- og símenntunaráætlunar og mótun starfsþróunar- og mannauðsáætlunar. Yfirumsjón með öl lum ráðningum og móttaka nýliða. Yfirumsjón með launavinnslu og eftirfylgni réttinda starfsmanna. Eftirfylgni með jafnlaunastefnu og umsjón með úttektum. Ábyrgð á framkvæmd starfsánægjukannana og annarra lyki ltölumælinga í mannauðsmálum. Háskólapróf í mannauðsst jórnun eða skyldu fagi . Þekking og reynsla af mannauðsst jórnun. Góð íslensku- og enskukunnátta – bæði í töluðu og rituðu máli . Þ jónustulund, greiningarhæfni og áreiðanleiki . Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfshæfni . Góð almenn tölvukunnátta. Laust er t i l umsóknar starf mannauðsst jóra við Háskólann á Hólum. Ábyrgð og helstu verkefni Menntunar- og hæfnikröfur Um 100 % stöðu er að ræða og er umsóknafrestur til og með 3. september 2021 . Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru skv. kjarasamningi f jármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur gi lda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Umsókn skal fylgja ítarleg feri lskrá og kynningarbréf sem rökstyður áhuga og færni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veit ir Erla Björk Örnólfsdóttir , rektor Háskólans á Hólum. Umsóknir og fyrirspurnir sendist á netfangið: erlabjork@holar. is Um skólann Háskólinn á Hólum er elsta menntastofnun landsins, staðsett á Hólum í Hjaltadal . Við skólann er boðið upp á gæðanám á grunn- og framhaldsnámsstigi sem og öflugt rannsóknastarf . Háskólinn er miðstöð þekkingar á þremur fræðasviðum: hestafræði, ferðamálafræði og fiskeldis-, s jávar– og vatnalíffræði. Fagmennska Virðing Sköpun Tilraunaræktun á skordýrum til manneldis eða fóðurframleiðslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.