Bændablaðið - 26.08.2021, Qupperneq 28

Bændablaðið - 26.08.2021, Qupperneq 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 28 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 „Það er ljóst að veruleg tækifæri eru á ferðinni, bæði hvað vöruþróun varðar og eins í að skapa sérstöðu fyrir veitingahús hér á svæðinu,“ segir Pétur Snæbjörnsson, sem leiðir tilraunaverkefni í Matarskemmunni á Laugum í Reykjadal. Um er að ræða tilraunaverkefni sem stendur yfir í fjóra mánuði og var í liðinni viku efnt til opins húss í Matarskemmunni í tengslum við verkefnið. Tveir starfsmenn, þeir Jónas Þórólfsson kjötiðnað- armeistari og Ólafur Sólimann matreiðslumeistari, taka þátt í ver- kefninu auk Péturs, sem er MBA og fyrrverandi hótelstjóri í Reynihlíð í Mývatnssveit. Nýsköpun í norðri er ný sköpunar verkefni í tengslum við sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. Pétur segir verkefnið m.a. lúta að því að greina helstu atvinnuvegi íbúanna og möguleika þeirra til vaxtar og viðhalds búsetugæða í ört breytilegu samfélagi. „Leiðarstefin í þessu verkefni eru kolefnisspor, hringrásarhagkerfi og eftirsóknarverð búsetuskilyrði. Í þeim efnum er vissulega í mörg horn að líta,“ segir hann. 20% af lífmassa hverrar kindar skapar raunveruleg verðmæti Einn þáttur verkefnisins er að skoða sauðfjárrækt í héraði og verðmætasköpun í henni, það er hvernig framleiðendur geti bætt afkomu sína af framleiðslunni og hvaða þættir kynnu að vera hamlandi. „Frumskoðun leiðir í ljós að dilkakjöti er mest haldið að markaðnum, innmatur er vandfenginn og svo virðist sem um 20% af lífmassa hverrar kindar skapi raunveruleg verðmæti. Þarna teljum við að hljóti að vera sóknarfæri, ekki síst í breyttri hlutun og hagnýtingu skrokka, aukinni notkun á innmat og frumlegri matargerð úr því sem til fellur. Það verður forvitnilegt að skoða hvort auknar heimildir til heimaslátrunar gefi aukin færi í þessum efnum,“ segir Pétur. Einsleitt framboð á kindakjötsmarkaði „Við erum um þessar mundir að skoða hvort einsleitt framboð á kindakjötsmarkaði sé mögulega hamlandi eftirspurnarþáttur, sérstaklega á veitingahúsamarkaði. Einnig erum við að skoða hvort takmarkað framboð á ferskvöru, sem til er komið vegna þess að öllu sauðfé er slátrað á nokkrum haustvikum og svo fryst, sé líka takmarkandi þáttur,“ segir Pétur. Hann bendir á að forvitnilegt sé að skoða hvaða áhrif aukinn fjöldi ferðamanna undanfarin 10 ár hafi á eftirspurn á nærmarkaði, en frá árinu 2010 hafi sá markaður fjórfaldast að stærð. „Það er áætlað að allt að milljón gestir heimsæki Þingeyjarsýslur árlega og það er markaður sem munar um frá því sem áður var, en lengi vel var gestafjöldinn einungis 10 til 20% af núverandi fjölda. Þegar kemur að kolefnisspori er LÍF&STARF Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Pétur Snæbjörnsson, MBA og fyrr- verandi hótelstjóri á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit, stjórnar tilraunaver- kefni í Matarskemmunni á Laugum í Reykjadal. Jónas og Ólafur voru búnir að hluta nokkra skrokka af veturgömlu fé og elda tilbúna rétti úr því kjöti og komu að auki fram með ýmsar tillögur um úrvinnslu á innmat. Eitt af því sem skoðað er í verkefninu er hvort einsleitt framboð á kindakjöts- markaði sé mögulega hamlandi eftirspurnarþáttur, sérstaklega á veitinga- húsamarkaði. Opið hús hjá Matarskemmunni á Laugum tókst prýðilega og var viðburðurinn vel sóttur. Leiðarstefin í verkefninu eru kolefnisspor, hringrásarhagkerfi og eftirsóknarverð búsetuskilyrði. Myndir / aðsendar. Opið hús í Matarskemmunni á Laugum í Reykjadal: Aukin verðmætasköpun í sauðfjárrækt til skoðunar – Sóknarfæri í breyttri hlutun og hagnýtingu skrokka, aukinni notkun á innmat og frumlegri matargerð MF RB 3130F RÚLLUSAMSTÆÐA ÚRVAL HEYVINNUTÆKJA FRÁ MASSEY FERGUSON TIL AFHENDINGAR STRAX Á HAGSTÆÐU VERÐI Austurvegur 69 - 800 Selfoss Sími 480 0080 buvelar.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.