Bændablaðið - 26.08.2021, Side 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021
LÍF&STARF
Úndína Ýr Þorgrímsdóttir, dýra
læknanemi við Kaupmanna
hafnarháskóla, er að gera mjög
áhugaverða rannsókn á tíðni
magasára í íslenskum hrossum.
Hún er að skipuleggja rannsókn
á Íslandi, sem tengist lokaverk
efni hennar, sem hún stefnir á að
skrifa í haust.
Markmið rannsóknarinnar er að
skoða tíðni magasára í hrossum með
skipulögðum hætti. Þetta verður
fyrsta rannsókn sinnar tegundar á
Íslandi en sams konar rannsóknir
hafa verið gerðar víða erlendis, sem
sýnt hafa fram á að magasár finnst
í öðrum hrossakynjum.
Úndína óskar eftir stuðningi
hestamanna og samvinnu, en hún
er að leita eftir 260 hestum í rann-
sóknina. Úndína svaraði nokkrum
spurningum blaðsins í tilefni af
rannsókninni en byrjum á að fá að
vita hver hún er.
Sveitatútta sem er
fædd í borginni
„Já, ég er 28 ára gömul, fædd
og uppalin í Reykjavík en titla
mig alltaf ,,sveitatúttu fædda í
borginni“. Foreldrar mínir eru
Þorgrímur Hallgrímsson og Gyða
Jónsdóttir. Ég á tvö eldri systkini,
elstur er bróðir minn, Andri Rafn,
og miðjubarnið er Helga Guðný. Ég
var í Selásskóla sem barn og síðan
í Árbæjarskóla á unglingsárunum,
síðan lá leið mín í Menntaskólann
við Sund.
Ég er algjör ömmu- og afa-
stelpa og var það helsta ástæðan
fyrir því að ég valdi að fara í MS,
því þá gat ég alltaf farið í hádegis-
mat til þeirra í Karfavoginum. Ég
er tiltölulega nýflutt til Íslands frá
Danmörku, þar sem ég hef búið
síðastliðin fimm og hálft ár en ég
stunda nám í dýralækningum við
Kaupmannahafnarháskóla,“ segir
Úndína.
Víða komið við
Úndína segist víða hafa komið við
í gegnum árin.
„Já, já, sem unglingur var
ég mikið í sveit í Landeyjunum
á bænum Hemlu II hjá Vigni
Siggeirssyni og Lovísu Herborgu
Ragnarsdóttur. Ég lærði þar tamn-
ingar og allt um sauðburð og hvern-
ig á að halda fé, ásamt því að passa
börnin þeirra. Einnig hef ég unnið á
dönskum hestabúgarði hjá Rasmus
Møller Jensen á Jótlandi.
Á menntaskólaárum mínum vann
ég með skólanum sem húsvörður
reiðhallarinnar hjá Fáki og þjónn
og bakari hjá Eldsmiðjunni. Í sum-
arfríum á menntaskólaárum mínum
vann ég ýmis störf eins og í bæj-
arvinnunni, þjónn og aðstoðarmaður
í eldhúsi á Fosshóteli að Núpum.
Eftir að ég hóf nám í dýralækn-
ingum þá hef ég unnið hjá
Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti
á sumrin og í jólafríum ef ég hef
komist til Íslands. Núna í sumar hef
ég verið að vinna á Tilraunastöðinni
að Keldum.“
Trésmíði eða sálfræði
- En hvað kom til að Úndína fór að
læra að verða dýralæknir?
„Það er auðvelt að svara því
vegna þess að síðan ég var fjögurra
ára gömul hef ég viljað verða dýra-
læknir.
Fyrstu minningar mínar um
störf dýralækna eru þegar Gummi
frændi, dýralæknir á Hellu, var að
gelda hross fyrir okkur fjölskylduna.
Þetta virtist allt svo spennandi og ég
horfði á hann með stjörnur í augun-
um. Annars hef ég verið umkringd
dýrum allt mitt líf og alltaf stefnt
að þessu. Ég er einnig svo heppin
með foreldra að það kom í raun og
veru aldrei neitt annað til greina.
Þau vilja allt fyrir okkur systkinin
gera og hafa alltaf hvatt okkur að
elta drauma okkar. Svo það var bara
að kýla á þetta.
Ég reyndi tvisvar við inntöku-
prófið og komst inn í seinna skiptið.
Eftir á að hyggja hugsa ég að ef ég
hefði ekki komist inn í dýralækna-
námið þá hefði ég eflaust farið í
sálfræði eða lært trésmíði.“
Magasár hjá hestum
„Ég hef aldrei verið þekkt fyrir að
fara auðvelda leið í lífinu og ég er
búin að vera með þessa hugmynd
að lokaverkefni í nokkur ár.
Árið 2019 var ég á fyrirlestri um
lífsstílstengda sjúkdóma hjá hross-
um, þar var fyrirlestur um magasár
sem varð svakaleg vitundarvakning
fyrir mig. Á fyrirlestrinum heyrði ég
í fyrsta sinn að hross ættu ekki að
vera fastandi í meira en 4-6 tíma á
sólarhring og ég fór strax að hugsa
um hrossin okkar heima. Þau voru
að fá tvær gjafir á dag, á morgnana
og svo á kvöldin þegar þau voru á
húsi,“ segir Úndína.
Tugga seinnipartinn
„Já, í miðjum fyrirlestri var ég alveg
sannfærð um að íslenski hesturinn
væri sér á báti og algjör snillingur
hvað þetta varðar (þ.e. að hann
væri svo hraustur að hann fengi
ekki magasár), en til þess að fá það
staðfest varð ég að spyrja.
Með hjartað í buxunum af stressi,
rétti ég upp hönd og spyr, þar sem
ég hafði aldrei heyrt um magasár í
hrossum á Íslandi og heldur ekki
tekið eftir þeim einkennum sem
voru listuð upp á glærunum.
Þau svör sem ég fékk voru að
íslenski hesturinn væri nákvæmlega
eins uppbyggður og öll önnur hesta-
kyn í heiminum, bæði líffræðilega
og lífeðlisfræðilega, óháð búsetu.
Ég sendi pabba strax skilaboð, að
við þyrftum að bæta úr þessu og
bæta við hádegisgjöf, vera dugleg
að gefa hestunum smá tuggu seinni-
partinn og síðan góða kvöldgjöf. Ég
fór svo fljótlega að spyrjast fyrir
um þessa hugmynd mína að skoða
tíðni magasára í íslenskum hestum
á Íslandi.
Ég fékk nafn á konu sem er sér-
fræðingur í magaspeglun á hestum.
Það tók mig langan tíma að safna
kjarki og senda á hana póst, en ég er
einstaklega þakklát fyrir að hafa gert
það því þess vegna er draumurinn
að verða að veruleika.“
Rannsókn í tveimur hlutum
Rannsókn Úndínu fer fram í tveim ur
hlutum. Áætlað er að fyrri hluti
Úndína Ýr Þorgrímsdóttir dýralæknanemi :
Segist vera sveitatútta en er fædd í borginni,
skírð í höfuðið á ömmu sinni og er stolt af því
– Þarf 260 hesta í rannsókn sína á tíðni magasára í íslenskum hrossum
Hér er Úndína stödd á Eystri-Þurá þar sem fjölskyldan er með hrossin sín. Hún biður þá hestamenn, sem verða
komnir með tryppi á hús í frumtamningar í byrjun október og stefna á að hafa þau inni í a.m.k. 8 vikur og/eða
reiðhesta inni á húsi mánaðamótin nóv./des. og hafa áhuga á að taka þátt í þessari rannsókn með henni, að hafa
samband við sig á eftirfarandi netfang: lokav.magasar21@gmail.com Myndir / einkasafn
Úndína Ýr með afa sínum, Hallgrími Oddssyni, en hann er mikill áhugamaður
um Bændablaðið og les það upp til agna þegar það kemur út.
Í skólaferðalagi í dýragarðinum í Kaupmannahöfn, þar sem nemendur voru
að læra um framandi dýr.