Bændablaðið - 26.08.2021, Side 35

Bændablaðið - 26.08.2021, Side 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 35Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Steinsagir – Kjarnaborvélar – Gólfsagir Allt fyrir atvinnumanninn MHG Verslun ehf / Víkurhvarfi 8 / 203 Kópavogi / S: 544-4656 / mhg.is Husqvarna K770 Sögunardýpt 12,5cmDM400 kjarnaborvél Hámark: 350mm LF75 LAT Jarðvegsþjappa Þjöppuþyngd 97 kg Plata 50x57cm Steinsagarblöð og kjarnaborar FS400 LV Sögunardýpt 16,5cm K7000 Ring 27cm Sögunardýpt 27cm Amerískir Sandblásturskassar m/ryksugu Verð frá 448.756 kr Sandblásturskassar m/ryksugu 2 stærðir Verð frá 219.990 kr Sandblásturskútur m/ryksugu 80L TILBOÐ 70.013 kr Áður 93.350 kr Meðan birgðir endast Sandblásturskassi Verð 37.690 kr  HREINSIEFNI - Íslensk  SANDBLÁSTURSSANDUR  SANDBLÁSTURSKASSAR  SANDBLÁSTURSKÚTAR  SANDBLÁSTURBYSSUR  KERAMIKSPÍSSAR  ÞVOTTAKÖR  ULTRASONIC CLEANER  O.m.fl. SENDUM FRÍTT UM ALLT LAND MEÐ FLYTJANDA ALK 150 ÞETTA SEM VIRKAR og er einstaklega gott á verkstæðið, í hesthúsið, fjárhúsið og fjósið. Umhverfisvænt sterkt alkalískt hreinsiefni fyrir erfið óhreinindi. Alhliða hreinsiefni fyrir gólf, veggi, áhöld, vélar og fl. Virkar sérstaklega vel á fitu og sót. Verð 5L, 3.590 kr 20L, 10.208 kr ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA SÍÐAN 1985 ÖLL VERÐ ERU MEÐ VSK Sandblásturskútar 2 stærðir Verð frá 57.135 kr Gildir ekki fyrir tilboðsvörur Umsókn um leyfi til selveiða Fiskistofa vísar til reglugerðar nr. 1100/2019 um bann við selveiðum. Reglugerðin gildir um bann við veiði á öllum selategundum. Í reglugerðinni kemur fram að selveiðar eru óheimilar á íslensku forráðasvæði (í sjó, ám og vötnum) nema að fengnu sérstöku leyfi frá Fiskistofu. Fiskistofa getur veitt leyfi til takmarkaðra veiða á sel til eigin nytja innan netlaga þar sem veiðar hafa verið eða verða stundaðar sem búsílag. Fiskistofa auglýsir nú eftir umsóknum um leyfi til selveiða til eigin nytja á árinu 2022. Umsóknarfrestur er til 1. október 2021. Umsóknum skal skila á eyðublaði: http://www.fiskistofa.is/media/eydublod/Umsokn-um-selveidar-til-eigin-nytja.pdf sem senda skal með tölvupósti á fiskistofa@fiskistofa.is eða með pósti til Fiskistofa, Dalshrauni 1, 220 Hafnarfjörður. Bænda 56-30-300 LANDSSAMTÖK SKÓGAREIGENDA Grisjunarviður í Haukadalsskógi. Mynd / HKr. Til bjargar vanræktum skógum á Íslandi Að rækta upp skóg er gott. Víða um land eru fallegir og vel hirtir skógar, stórir og litlir með blómgróðri, sveppum og berjum. Fuglar syngja í trjánum. Fólk getur gengið um skógana og notið þeirra, jafnvel ferfætlingar líka. En svo eru það vanræktu skógarnir. Vanræksla skóga getur haft slæmar afleiðingar. Á hverju ári fáum við fréttir af gróðureldum og oft brennur skóglendi á stórum svæðum. Fólki stendur ógn af þessum atburðum. Í Bandaríkjunum til dæmis hefur mikið verið gagnrýnt að skógar séu illa hirtir og þar sé mikill eldsmatur í þurru, dauðu efni. Skógarnir eru svo þéttir að einungis skógarfuglar og skordýr komast um þá. Þetta er ekki bundið við Bandaríkin því víða um heim brenna skógar að óþörfu. Í skógum er kolefni bundið. Mesta kolefni ofan yfirborðs jarðar er bundið í skógum. Afleiðing lélegrar skógarumhirðu er m.a. aukin eldhætta í þurrkatíð og þar að auki verða skógarnir óaðlaðandi til útiveru. Vel hirtir skógar eru aftur á móti til prýði og verðmætra nytja. En dæmum ekki of fljótt. Að grisja skóg er hörkupúl. Það tekur tíma og krefst sérhæfðar kunnáttu. Í ungum skógum er ólíklegt að hægt sé að selja timbrið til að greiða verkmönnum. En það borgar sig samt, bara ekki alveg strax. Grisjun borgar sig á margan hátt, ekki einungis fjárhagslega. Hæglega má fullyrða að nytjar skógarins aukast með grisjun. Eftirstandandi tré „anda að sér“ kolefni andrúmsloftsins og við það gildna þau og hækka. Birtan í skógarbotninum eykst og aðgengi um skóginn verður spennandi eins og í ævintýrunum. Títt hefur verið rætt um að auka þurfi fjármagn til skógarumhirðu í bæði þjóðskógum og bændaskógum. Víðast hvar er þó enn hægt að bregðast við og betur má ef duga skal. Umhirða er lykillinn að vörn gegn eldi í skógi, hámarks kolefnisbindingu, gæðatimbri úr skógunum og góðu aðgengi um fallega skóga. Við skulum ekki loka skógunum með úr sér vöxnu greinaþykkni og lélegum trjám sem skyggja á góðu trén. Skógarauðlindin á að vera stolt okkar og stáss. Sýnum skógunum okkar sóma og önnumst um þá eins og kostur er. Þeir munu greiða ríkulega til fyrir sig. Mögulega fyrr en okkur grunar. Hlynur Gauti Sigurðsson borgarskógfræðingur Úr skógræktinni í Tunguskógi við Skutulsfjörð. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.