Bændablaðið - 26.08.2021, Síða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021
UTAN ÚR HEIMI
Rannsókn á vegum Harvard háskóla:
Loftmengun skógarelda hefur áhrif á Covid-19
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
(WHO) skilgreinir loftmengun
sem eitt helsta umhverfisvanda-
mál nútímans. Samkvæmt mati
stofnunarinnar er hægt að rekja
allt að sjö milljón dauðsföll á ári
til loftmengunar og talið er að flest
þeirra orsakist af fínu svifryki eða
PM2.5.
Nýlega var gerð rannsókn
á vegum Harvard háskólans í
Bandaríkjunum sem leiddi í ljós
að svifryksmengun vegna skógar-
elda sem geisað hafa á vesturströnd
Bandaríkjanna til langs tíma, hafi
aukið fjölda þeirra sem látið hafa í
lægra haldi fyrir Covid-19.
Meðlimir rannsóknarinnar gerðu
könnun á tímabilinu mars - desem-
ber árið 2020 en talið er að þúsund-
ir tilfella Covid-19, og að stórum
hluta dauðsfalla vegna veirunnar
í ríkjum Kaliforníu, Oregon og
Washington, geti stafað af auk-
inni svifryksmengun sem stafar af
skógareldum.
Skógareldar geisa árlega um
vesturströnd Bandaríkjanna en
hafa undanfarin ár færst í auk-
ana. Vegna aukins umfangs þeirra
og útbreiðslu ná skógsvæði ekki
að jafna sig nægilega ár hvert og
samkvæmt tölfræðilegum upplýs-
ingum Wildfire Association er nú
loftmengun í San Francisco og
Portland meðal þeirra mestu í heim-
inum. Slík mengun sem er langt
yfir heilsuverndarmörkum gerir
loftvegina næmari, veldur lungna-
sýkingum og hefur þannig veruleg
áhrif á smitleiðir veirusýkingar.
Svifryk hefur áhrif á
heildarfjölda smita
Vegna mikilla skógarelda í sumum
sýslum Kaliforníu og Washington
ríkja leiddi rannsóknin, sem birt
var í tímaritinu Science Advances,
í ljós, að næstum 20 prósent tilfella
Covid-19 tengdust auknu magni
svifryks.
„Við komumst að því að í sumum
sýslunum var hlutfall af heildar-
fjölda Covid-19 tilfella og dauðs-
falla vegna mikils PM2,5 mjög hátt
og að í heildina er þetta mjög hættu-
leg samsetning,“ sagði Francesca
Dominici, líffræði- og lýðheilsupró-
fessor við Harvard og einn höfunda
rannsóknarinnar, um tengsl milli
aukningar á svifryki og áhættu af
Covid-19 tilfellum og dauðsföllum.
„Það er virkilega skelfilegt þegar
við höldum áfram að horfast í augu
við þessa skógarelda um allan heim.
Vísindamennirnir sem unnu að rann-
sókninni notuðu meðal annars gervi-
tungl til að fylgjast með því þegar
skógareldar loguðu auk skynjara á
jörðu niðri til að fylgjast með magni
af fínu svifryki, eða PM2.5.
„Einnig var tekið tillit til annarra
breytna eins og veðurs, fólksfjölda
og almennrar þróunar í faraldrinum
til að hafa yfirlit yfir þá þætti sem
gætu skekkt niðurstöðurnar,“ sagði
Dominici.
Þar sem skógareldar hafa brennt
gríðarstór svæði vesturstrandarinn-
ar undanfarin ár, hafa lýðheilsu-
yfirvöld í auknum mæli staðið
frammi fyrir þrálátum erfiðleikum
í tengslum við svifryksmengun.
Öndunarfærasjúkdómar líkt og astmi
eða langvinn lungnateppa hafa undið
upp á sig auk andlegra heilsufarslega
afleiðinga, til að mynda kvíða og
þunglyndis, í kjölfar þess að búa við
slíkar aðstæður.
Gárungar geta þó ekki stillt sig
og koma með aðra kenningu í kjöl-
far svifryksmengunar og aukinna
smita Covid-19. Þar sem svo margir
hafa tilhneigingu til að halda sig
innandyra við þess háttar aðstæð-
ur getur slíkt að sjálfsögðu leitt
til meiri samskipta við sýkt fólk.
Sem er innandyra.
/SP
Þann 19. ágúst síðastliðinn höfðu yfir milljón hektarar lággróðurs og
skóglendis brunnið vegna þurrkatíðar í tólf ríkjum Bandaríkjanna á þessu
ári samkvæmt tölum National Interagency Fire.
Olíuvinnsla í Alaska veldur deilum:
Dómstóll kemur í veg fyrir
umfangsmikið borverkefni
– Hafði áður verið samþykkt af stjórn Trumps og notið velvilja Bidens
Samkvæmt vefsíðu Seattle Times
rifti alríkisdómari við héraðsdóm
Bandaríkjanna í Alaska, Sharon
L. Gleason, fyrir skömmu fram-
kvæmdaleyfi fyrir víðtæku olíu-
borunarverkefni, þekktu sem
„Willow verkefnið“ sem áætlað
var að framleiddi um 150.000
tunnur af olíu á dag næstu 30 árin.
Margra milljarða dollara áætl-
un olíurisans ConocoPhillips hafði
verið samþykkt af stjórn Trumps og
löglega studd af Biden-stjórninni.
Umhverfisverndarsamtök tóku hins
vegar í taumana og héldu því fram
að ekki væri tekið tillit til þeirra
áhrifa sem boranir hefðu á dýralíf,
auk þess sem bruni olíunnar hefði
áhrif á hlýnun jarðar.
Uppbygging auðlinda í húfi
Gleason lét hafa eftir sér að þegar
stjórn Trumps heimilaði verkefnið
hefði álit og útilokun skrifstofu inn-
anríkisráðuneytisins á losun gróð-
urhúsalofttegunda við greiningu á
umhverfisáhrifum verkefnisins verið
best lýst sem „handahófskenndri og
bráðfyndinni“.
Ekki voru allir á sama máli og
Gleason og töldu repúblikanar í emb-
ættissætum Alaska úrskurð hennar
„skelfilega ákvörðun“ og vildu
meina að hún líkti olíuframleiðslu
við „tilræði einræðis og hryðju-
verkasamtaka“. Úrskurðurinn hefði
að auki ótæpileg áhrif á líf og störf
margra Alaskabúa sem ynnu við
olíuframleiðslu, auk þess sem Josh
Revak, formaður öldungadeildar-
nefndar ríkisins, benti á að „upp-
bygging auðlinda í Alaska borgar
reikningana vegna almannaöryggis,
menntunar og heilsu og velferðar
allra í Alaska“.
Willow verkefnið er nú orðið
pólitísk og umhverfisleg vogar-
stöng, ekki aðeins vegna umfangs
síns og hugsanlegra vistfræðilegra
skemmda, heldur einnig vegna þess
að stjórn Joe Biden forseta hefði
kosið að styðja það löglega. En í
kosningabaráttu hans hét hann hins
vegar metnaðarfullri viðleitni í bar-
áttunni gegn umhverfis- og loftslags-
breytingum.
Neyðarástand í loftslagsmálum
Í maí síðastliðnum vakti því
stjórn Bidens reiði talsmanna
umhverfis mála þegar Alaska var
kynnt niðurstaða héraðsdóms
Bandaríkjanna þar sem ákveðið
hafði verið í stjórnartíð Trumps
um að gefa grænt ljós á Willow-
verkefnið. Innanríkisráðuneyti
Bidens vildi meina að ákvörðun
Trump-stjórnarinnar hefði verið í
samræmi við þáverandi umhverfis-
reglur.
Reiðin vegna ákvörðunar
Biden varði Willow-verkefnið, þrátt
fyrir loforð sitt um að berjast gegn
loftslagsbreytingum. Var almennt
litið svo á að þar væri einungis um
pólitískt átak að ræða – til þess að
vinna velvilja Lisa Murkowski,
öldunga deildarþingmanns repúbli-
kana.
„Þetta er gríðarlegur sigur fyrir
viðskiptavini okkar og loftslagið,“
sagði Jeremy Lieb, lögfræðingur
Earthjustice, sem var fulltrúi margra
stefnenda í málinu gegn samþykkt
Trump-stjórnarinnar á verkefninu.
„Ákvörðun dómstólsins gerir að
engu ákvörðun Trump-stjórnarinnar
um að samþykkja Willow-verkefnið
og við vonum að stjórn Bidens noti
þetta tækifæri til að endurskoða ver-
kefnið í ljósi skuldbindingar sinnar
til að takast á við neyðarástand í
loftslagsmálum.
Ekkert hefur þó heyrst enn,
hvorki úr herbúðum Hvíta hússins
né frá talsmönnum ConocoPhillips
fyrirtækisins hvort áætlað sé að
áfrýja úrskurði dómstólsins. /SP
Margra milljarða dollara áætlun olíurisans ConocoPhillips hafði
verið samþykkt af stjórn Trumps og löglega studd af Biden-stjórninni.
Umhverfisverndarsamtök tóku hins vegar í taumana og héldu því fram að
ekki væri tekið tillit til þeirra áhrifa sem boranir hefðu á dýralíf, auk þess
sem bruni olíunnar hefði áhrif á hlýnun jarðar.
Olíuvinnsla í Prudhoe flóa við Sagavanirktok ána í Alaska.
Mynd / Global Warming.org
Allt frá upptökum sínum í
Klettafjöllunum rennur Colorado-
fljótið að Kaliforníuflóa í Mexíkó,
en tæpar 40 milljónir manna reiða
sig á vatn þess hvort sem varðar
áveitu, rafmagn sem framleitt er
með vatnsafli eða sem almenna
lífæð hinna þurrviðrasömu vest-
urríkja Bandaríkjanna.
Nú, í fyrsta skipti, hafa banda-
rísk stjórnvöld lýst yfir neyðarástandi
vegna vatnsþurrðar, en eitt stærsta
vatnslón Bandaríkjamanna, Lake
Mead, sem liggur við Hoover stíflu
í Colorado-fljóti sýnir samkvæmt
spám fram á einungis 35% afkasta-
getu í árslok 2021.
Áætlað er að um helming sam-
dráttar á meðalrennsli árinnar –
sem hefur lækkað um 20 prósent
miðað við síðustu öld – megi rekja
til hækkandi hitastigs og að stórum
hluta til minnkandi úrkomu. Þetta,
auk langvarandi þurrka og skógar-
elda, eru merkjanleg áhrif loftslags-
breytinga samkvæmt yfirlýsingu
bandarískra yfirvalda, og ógna sér-
staklega framtíð ríkjanna Arizona,
Nevada og Mexíkó sem þurfa í
kjölfarið að draga úr vatnsneyslu
árið 2022 undir samningsbundnum
lögum.
Ríki Kaliforníu, sem gegna öðrum
og mun eldri lögum en ríkin þrjú,
mun ekki verða fyrir barðinu á vatns-
skorti í bili en talið er að bújarðir
Arizonaríkis verði hvað verst úti þar
sem áætlaður niðurskurður veldur
næstum fimmtungi vatnsmissis.
Hlutur Nevada af vatninu í Colorado-
fljótinu mun lækka um 7 prósent og
Mexíkó um 5 prósent, að sögn emb-
ættismanna.
Fyrirbyggjandi aðgerðir
afar nauðsynlegar
Embættismenn telja að vatnsskortur-
inn sé á fyrsta stigi, en þó, samkvæmt
útreikningum, sé möguleiki á að
staða Lake Mead gæti náð annars
stigs og þá alvarlegri skorti, innan
tveggja ára og stigi þrjú ekki löngu
eftir það. Á stigi þrjú mun vatnsyfir-
borð lónsins vera orðið það lágt að
vatn streymir ekki lengur úr lóninu,
hvorki með aðstoð vatnshverfla eða
af sjálfsdáðum. Yfirvöld vinna nú
í aðgerðum í þágu þurrðarinnar en
óskandi er að vakning til meðvit-
undar rísi hvað varðar almennan
skort í kjölfar hlýnunar jarðar. Eitt
er víst að róttæk aðlögun er í vændum
á næstu áratugum. /SP
Vatnsskortur í Colorado-fljóti:
Róttæk aðlögun
í vændum
Hoover stífla í Colorado-fljóti er nefnd í höfuðið á Herbert Clark Hoover,
31. forseta Bandaríkjanna, 1929–1933 fyrir repúblikana.