Bændablaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 37Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Fjölmörg tækifæri og sóknar færi er að finna í íslenskri matvæla­ framleiðslu. Víða býr óbeislað­ ur kraftur í hugviti, dugnaði og auð lindum í íslenskum sveitum og sjávarplássum. Þessi kraftur bíður þess að fá að skapa verð­ mæti, velsæld og bjarta framtíð fyrir land og þjóð. Færa má fyrir því haldbær rök að helsti dragbítur á framfarir í land- búnaði og matvælaframleiðslu á Íslandi felist í skilningsleysi veru- legs hluta stjórnmálastéttarinnar sem kristallast í úreltu laga- og regluverki, stöðnuðum stofnunum og sorglegri vöntun á metnaðarfullri framtíðarsýn. Steinrunnar raddir Í opinberri umræðu eru tvær stein- runnar raddir sem tala hátt. Annars vegar þeir sem telja að lausn allra vandamála í íslenskum landbún- aði felist í því að moka sífellt meiri fjármunum skattgreiðenda inn í greinina. Slíkt hefur engin áhrif til langframa nema með fylgi breytt viðhorf og vel ígrundaðar kerfisbreytingar. Einsskiptis inn- spýtingar og stakir björgunarhringir skila engu til langframa. Lausnin við framtíðaráskorunum landbún- aðarins er ekki sú að auka bara við fjárhagslegan stuðning. Það þarf miklu fleira að koma til. Úr annarri átt hrópa svo þeir sem vilja að Ísland verði eina landið í heiminum sem ræðst í einhliða niðurfellingu tolla og takmarki verulega stuðning við landbúnað- inn. Í hátíðarræðum talar þetta fólk gjarna um að breyta kerfinu og nýta tækifærin. En þegar kemur að nánari útskýringum eða hugmyndum verð- ur fátt um svör. Stundum er því þó hnýtt við að Evrópusambandsaðild gæti leyst allan vanda. En séu þessi rýru svör greind og krufin, þá snú- ast þau flest um að veikja stöðu bænda og landsbyggðarinnar með hagsmuni fámennrar heildsalaklíku að leiðarljósi. Það er ekki það sem þjóðin vill. Sanngjarnar leikreglur Það eru engar töfralausnir til sem geta bjargað íslenskum land- búnaði. En það eru hins vegar til ýmsar lausnir sem geta hjálp- að honum að bjarga sér sjálfur. Það er algert forgangsatriði að móta raunhæf starfsskilyrði fyrir matvælaframleiðslu á Íslandi til framtíðar á grundvelli sjálfbærni og verðmætasköpunar. Laga þarf regluverkið þannig að bændur og afurðafyrirtæki þeirra geti keppt á sanngirnisgrundvelli við innflutn- ing og erlenda verksmiðjufram- leiðslu. Ég hef barist fyrir því á Alþingi að afurðafyrirtæki fái að nýta aflið sem felst í samvinnu og samstöðu til að eiga möguleika á að keppa við alþjóðleg stórfyrirtæki og innlenda auðhringi. Íslensk matvælaframleiðsla óttast ekki sanngjarna keppni á markaði. Hér eru framleiddar úrvals matvörur til sjávar og sveita á umhverfisvænni hátt en víðast annars staðar. Hér nýtir fólk grænar auðlindir á umhverfisvænan hátt til að skapa sjálfu sér lífsviðurværi og samfélaginu verðmæti. Við stöndum einstaklega vel að vígi þegar kröfur um umhverfisvænleika, loftslagsá- byrgð og dýravelferð eru sífellt að verða háværari. Íslenskir bændur og aðrir matvælaframleiðendur standa frammi fyrir fjölda tækifæra í heimi þar sem vaxandi eftirspurn er eftir afurðum sem framleiddar eru á forsendum helstu styrkleika Íslands. Tækifæri landbúnaðarins Það er því þyngra en tárum taki að flókið regluverk, úr sér gengin löggjöf, vanvirkar stofnanir og skilnings- eða þekkingarleysi séu dragbítur á framfarir og aukna verðmætasköpun í íslenskri mat- vælaframleiðslu. Bændur eru ekki að biðja um ölmusu, heldur ein- faldlega að á þá sé hlustað og að leikurinn sé sanngjarn. Sjálfur hef ég í áratugi barist fyrir hagsmunum bænda og annarra matvælafram- leiðenda á ýmsum vettvangi. Meðal annars lagt til aukna skógrækt, frelsi til samvinnu afurðastöðva, meiri stuðning við nýsköpun og svo mætti áfram telja. Í heimi hraðra breytinga þarf að laga starfsskilyrði landbúnað- arins að breyttri heimsmynd og kröfum neytenda og um betri vöru sem framleidd er á forsendum umhverfis, velferðar og heilnæm- is. Við verðum að standa vörð um hefðbundnar greinar en á sama tíma að stórauka akuryrkju, skógrækt og landgræðslu. Verkin tala Það er algert lykilatriði að endur- skoða regluverkið um landbúnaðinn hið fyrsta með það fyrir augum að auka frelsi, samkeppnishæfni og verðmætasköpun á grundvelli sann- gjarnra leikreglna um leið og tryggt er að engin íslensk bændafjölskylda þurfi að bregða búi vegna þess að kerfið virkar ekki sem skyldi. Margt hefur verið rætt og skraf- að, margar nefndir skipaðar og margar skýrslur skrifaðar. Nú er hins vegar kominn tími á að eld- móður og ástríða ráði för í þessum málaflokki. Nú er kominn tími til að láta verkin tala og hefja fyrir alvöru framsókn íslenskrar matvælafram- leiðslu. Þórarinn Ingi Pétursson. Höfundur er alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi. ÞÓR F H REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Baldursnes 8 Sími 568-1555 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Sauðárvog með 3ja átta okkun. Val um 2 tölvur. VORUM AÐ FÁ SENDINGU AF SAUÐFJÁRVOGUM MEÐ TÖLVU. Hefðbundin sauðárvog með einfaldri tölvu. Nánari upplýsingar veita sölumenn okkar eða á www.thor.is EINNIG FÁANLEGT: Vigtartölvur í árvogir Lesari Vandaður rekstrargangur LESENDARÝNI Framsókn íslenskrar matvælaframleiðslu Þórarinn Ingi Pétursson. Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn Ríkiskaupa í síma 530 1400 eða í gegnum netfangið fasteignir@rikiskaup.isBorgartúni 7c, 105 Reykjavík | Sími 530 1400 | www.rikiskaup.is GRUNDARGATA 45, 350 GRUNDARFJÖRÐUR. EFRI HÆÐ Í TVÍBÝLI. Ríkiskaup kynna 113,4 m2 íbúð á efri hæð í steinsteyptu tvíbýlishúsi byggðu árið 1963. Íbúðin er með sér inngangi og skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, fjögur svefnherbergi og baðherbergi. Þá er geymsluloft yfir íbúðinni og geymsla undir útitröppum. Svalir eru út af stofu. Eignin verður sýnd mánudaginn 30. ágúst n.k. á milli 15:00-16:00. Nánari upplýsingar á heimasíðu Ríkiskaupa: www.rikiskaup.is. Verð: 11,9 m.kr. AUGLÝSA EFTIRFARANDI EIGN TIL SÖLU:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.