Bændablaðið - 26.08.2021, Qupperneq 43

Bændablaðið - 26.08.2021, Qupperneq 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 43Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Tamarí og Shiro Auk sojasósu nýtur japönsk tamarísósa vaxandi vinsælda í heiminum. Tamarí er frábrugðin soja að því leyti að við gerð hennar eru aðallega notaðar sojabaunir og lítið sem ekkert hveiti. Tamarísósa er að öllu jöfnu bragðsterkari en soja. Í Shirosósu er þessu öfugt farið og meira notað af hveiti en sojabaunum við framleiðsluna. Shirosósa er ljósari á litinn og bragðminni en soja og stundum kölluð hvít sojasósa. Sojasósa í Kóreu Elstu heimildir um sojasósu í Kóreu eru frá 57 fyrir upphaf vestræns tímatals. Í kínversku sagnfræðiriti, Saga þriggja ríkja, sem var ritað á þriðju öld eftir Krist, segir frá átökum þriggja héraða, Kao Wei, Shu Han og Eastern Wu, og völd á Kóreuskaga. Höfundur, Chen Shou, sem er talinn frekar áreiðanlegur, minnist meðal annars í ritum á að íbúar Goguryeo- héraðs, sem er þar sem Norður-Kórea og hluti Kína er í dag, hafi búið til einstaklega góða sojasósu eða ganjang sem væri góð með fiskmeti. Auk þess sem hellamyndir frá fjórðu öld eftir Krist í Anak í Norður-Kóreu sýna fólk vera að gerja soja. Leiðin vestur Samkvæmt skrá hollenska Austur- Indía félagsins voru 75 stórar tunnur af sojasósu fluttar frá Dejima-eyju utan við Nakasakí í Japan til Jarkarta á eyjunni Java árið 1737. Af þeim voru 35 sendar áfram til Hollands sama ár. Árið 1770 sendi Anna Christina Warg, betur þekkt sem Cajsa Warg, sem var tískukokkur aðalsins í Svíþjóð um miðja átjándu öld, frá sér matreiðslubók sem kallaðist Hjelpreda i Hushållningen för Unga Fruentimber og þar er að finna rétt sem kallaðist Soija. Undirstöðukryddið í réttinum sem átti að líkjast soja var negulpipar og múskathnetur. Á 18. öld gaf hollenski höndlarinn og diplómatinn Isaac Titsingh út lýsingu á gerð sojasósu í Japan. Um miðja 19. öld hvarf japönsk sojasósa af markaði í Evrópu og kínversk sósa yfirtók markaðinn. Evrópumenn voru lengi að baksa við að framleiða sojasósu en gekk það illa. Helsta ástæða þess var sú að þeir þekktu ekki sveppina sem notaðir voru við framleiðsluna í Asíu. Meðal sveppa sem reyndir voru til framleiðslu á sojasósu í Evrópu var matkempa, Agaricus bisporu, sem þekkist vel sem matsveppur í stórmörkuðum hér á landi. Fyrsta sojasósan í Nýja heiminum var framleidd á Havaí-eyjum árið 1908. Hefðbundin framleiðsla á sojasósu Við hefðbundna framleiðslu er sósan búin til úr gerjuðu sojamjöli, korni, vatni, salti og Aspergillus-sveppum. Auk þess sem að í vissum tilfellum er ýmsum bragðefnum bætt við. Fyrr á tímun fór gerjunin fram í stórum, opnum kerum sem látin voru standa undir berum himni og helst í sól en í dag fer framleiðslan fram í lokuðum tönkum og við stýrð- ar aðstæður. Gerjun þar sem veður og vindar léku um lögunina, sem á japönsku kallast koji, er sögð hafa gefið hverri blöndu sinn sérstaka keim eftir árstíðum og framleiðslu- stað. Það tekur marga mánuði að búa til sojasósu frá grunni. Eftir að búið að safna þroskuðum sojabaunum eru þær lagðar í bleyti og síðan soðnar í mauk. Maukið er því næst þurrkað og malað í fíngert mjöl. Því næst er sojamjölinu blandað til helminga með ristuðu hveiti og gersvepp af tegundinni Aspergillus og eru það einkum þrjár tegundir sem eru not- aðar. A. oryzae og A. Sojae eru fljótir að brjóta niður prótein og mest not- aðir við framleiðsluna en A. tamarii er notaður við framleiðslu á tamarí sojasósu. Eftir að gerjunin hefst er mjölið blandað með saltpækli í það sem kallast blautgerjun eða grófu salti fyrir þurrgerjun. Við gerjun gerist það í stuttu máli að sveppirnir brjóta soja- og hveitipróteinin niður í amínósýrur og einfaldar sykrur og eru það þessar efnabreytingar sem gefa sósunni dökkan lit og sérstakt bragð. Því næst er efnamassinn pressaður og vökvinn síaður frá og kakan sem eftir verður er notuð sem áburður eða dýrafóður. Lögurinn sem fékkst úr pressuninni fer síðan í áframvinnslu sem felst meðal annars í hitun til gerilsneyðingar fyrir átöppun. Vegna gerjunarinnar og sykursins í sósulöguninni getur hún innihaldið eitt til tvö prósent af alkóhóli en það gufar yfirleitt fljótt upp. Verksmiðjuframleidd sojasósa Í dag tekur ekki nema þrjá daga eða jafnvel skemur að framleiða sojasósu í verksmiðjum. Keppst er við að hafa hverja lögun líka þeirri síðustu og þar af leiðandi er fjöldaframleidd sojasósa undir ákveðnu vörumerki öll eins á bragðið. Notaðir eru efnahvatar og vatnsrofið sojaprótein til að hraða framleiðslunni og það gerir hana um leið ódýrari. Verksmiðjuframleidd sojasósa hefur mun lengri hillu- og geymslutíma en sósa sem búin er til á hefðbundinn hátt en á sama tíma vantar í hana alla þá bragðnúansa sem fylgja hefðbundnum framleiðslu- aðferðum. Öll sojasósa á markaði hér á landi er verksmiðjuframleidd og aðallega að japanskri fyrirmynd. Þrjár megingerðir af sojasósu Sojasósa, hvort sem hún er ljós, dökk, þykk eða þunn, byggir að mestu á sömu uppskriftinni. Það er framleiðsluaðferðin sem gerir gæfumuninn þegar kemur að bragðinu og ilminum. Mild sojasósa er yfirleitt ljósrauðbrún á litinn og mild og sölt á bragðið. Eftir því sem sojasósa gerjast lengur verður hún dekkri og sætari enda oft bætt í lögunina sykri, karamellu eða kornsterkju til að auka gerjunina. Þykk sojasósa inniheldur mikinn sykur og hveiti og sterkju til þykkingar og líkist ostrusósu. Worcestershire-sósa Án þess að geta fullyrt um samleikgildið segir sagan að uppruna Worcestershire-sósu, sem er breskara en allt annað breskt, sé að finna í tilraun apótekaranna John Wheeley Lea og William Henry Perrins til að búa til sojasósu. Fyrsta gerjun er sögð hafa verið allt of sterkt og gersamlega óæt. Fáeinar tunnur með lögun sósunnar voru settar í geymslu og gleymdist þar í nokkur ár. Eftir að þær uppgötvuðust aftur átti að henda en ákveðið að smakka sósuna fyrst. Öllum að óvörum bragðaðist hún ljómandi vel og fyrstu glösin með Worcestershire- sósu frá Lea & Perrins komu á markað 1838. Egg í sojalegi Lítið fer fyrir umfjöllum um soja- eða sojasósu í íslenskum fjölmiðlum fyrr en á áttunda áratug síðustu aldar. Vinsældir sósunnar aukast samhliða fjölgun austurlenskra veitingastaða og vinsælda austurlenskra rétta. Í Pottarími Sigrúnar Davíðsdóttur í Morgunblaðinu í júní 1979 er áhugaverð uppskrift að eggjum í sojalegi sem eflaust væri gaman að prófa en þar segir: „Þennan rétt þarf að matbúa daginn áður en hann er borinn fram. • 6 harðsoðin egg • vatn • 2 msk. sojasósa • 1 heill stjörnuanís, eða 8 lauf af stjörnuanís • 2 msk. kínversk telauf, eða 2 tepokar Takið ekki skurnina utan af eggjunum, heldur brjótið skurnina án þess að hún detti af. Brotin skurnin myndar þá mynztur. Setjið eggin nú aftur í pott, hellið vatni yfir, svo það þeki eggin, og setjið allt hitt út í. Látið þetta nú malla undir loki við hægan hita í 2 klst. Gætið þess að bæta vatni í, ef þess þarf. Takið pottinn af eftir tilskilinn tíma og látið eggin standa í um sólarhring í leginum. Áður en eggin eru borin fram, takið þá skurnina af og skerið hvert egg í 4 báta og raðið fallega á fat.“ Geymsla Sojasósa er viðkvæm matvara sem geymist best á köldum og dimmum stað og helst í ísskáp. Við langvarandi geymslu missir hún bragðið eða fær vont bragð. Sojasósa á stóran sess í matargerð landa í austan- og suðaustanverðri Asíu og vægi hennar sem krydds í matargerð hafur aukist á Vesturlöndum og víðar um heim. Hefðbundin framleiðsla á sojasósu fer fram undir berum himni. Hrært í löguninni. Þrjá megingerðir af sojasósu og hvernig á að nota hana. Sveppurinn sem notaður er við gerjunina er fenginn úr eldri sojablöndu þar sem hann er ræktaður og honum viðhaldið. Á tréristum sem teknar voru saman í bók, um landbúnað á Edo-tímabili, 1603 til 1867, japanskrar sögu, er meðal annars fjallað um framleiðslu á sojasósu. Sagan segir að uppruna Worcestershire-sósu, sem er breskara en allt annað breskt, sé að finna í tilraun til að búa til sojasósu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.