Bændablaðið - 26.08.2021, Page 46

Bændablaðið - 26.08.2021, Page 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 46 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Fyrr á árinu kom út áhugaverð skýrsla frá hinum alþjóðlega landbúnaðarbanka Rabobank en skýrsla þessi fjallar um hvernig skordýrabúskapur hefur færst í aukana undanfarin ár og hverjar framtíðarhorfur slíks búskapar eru. Bæði gæludýr, búfé og eldisfiskar þurfa mikið prótein til vaxtar og viðhalds og horfa margir til þess að nota skordýr í þeim tilgangi að framleiða það prótein sem þarf. Niðurstöður skýrsluhöfunda eru einkar áhugaverðar en þeir spá því m.a. að á næstu örfáum árum geti framleiðsla á próteini, unnið úr skordýrum, farið í 500.000 tonn en í dag er þessi framleiðsla „ekki nema“ 10 þúsund tonn á ári. Þeir spá því 50 földum vexti búgreinarinnar og það fyrir árið 2030! Of mikil sóun Þegar fóður fyrir skepnur er framleitt inniheldur það oftar en ekki öll helstu næringarefni þeirra dýra sem það eiga að fá og þar er prótein mikilvægur þáttur. Í dag kemur mikið af próteini frá ræktun s.s. á sojabaunum en einnig t.d. frá fiskimjöli en sífelld aukning á eftirspurn eftir próteini, með vaxandi fólksfjölda í heiminum og bættri stöðu í hinum fátækari hluta heimsins, þarf að finna leiðir til að auka framleiðslu á próteini og það er ekki vandalaust. Það er þó mjög mikið af hráefni sem fer til spillis og gæti nýst til próteinframleiðslu og er hér aðallega horft til þess úrgangs sem fellur til við frumframleiðsluna en ekki síður hjá neytendum. Alls konar matvæli, sem enda í rusli fólks, mætti nýta sem grunn að skordýrafæðu sem svo aftur mynda grunn að fóðri dýra og reyndar fólks einnig þó svo að það sé líklega eitthvað lengra í að það gerist. Þessi afföll sem verða við matvælaframleiðsluna, -vinnsluna og -neysluna í dag eru gríðarlega mikil og því ekki óeðlilegt að horfa til aðferða til að draga úr sóuninni. Það má gera með bættum búskaparháttum, betri tengingu framleiðslunnar við markaðinn en ekki síður með því að nýta það sem óhjákvæmilega fellur til og flokkast venjulega sem úrgangur. Skordýrin loka hringnum Í raun má segja að með því að nýta skordýr rétt í heildar fæðukeðjunni megi hámarka nýtingu á því próteini sem er í notkun en af hverju að horfa til skordýra? Skýrsluhöfundar benda á 6 meginskýringar á því: 1. Skordýr innihalda mjög hátt hlutfall af próteinum, 50-80% mælt sem þurrefni. 2. Þegar skordýr eru notuð sem grunnur í fóðri skepna hefur það sýnt sig að það hefur heilsusamleg áhrif á bæði gæludýr, fiska, búfé og aðrar skepnur. 3. Skordýrin geta nýtt hráefni sem ekki er hægt að nýta með nokkrum hætti í dag og eru því afar góð fyrir næringarefnahringrásina. 4. Með skordýraframleiðslu er hægt að framleiða prótein nálægt frumframleiðslunni auk þess að minnka staðbundinn úrgang sem er óhjákvæmileg hliðarafurð matvælaframleiðslu og -neyslu. 5. Skordýr eru nú þegar náttúruleg fæða fyrir flestar skepnur. 6. Framleiðsla á próteini með skordýrum er einkar umhverfisvæn búgrein með lágt sótspor, krefst bæði lítillar notkunar á vatni og landi og tekur styttri tíma í framleiðslu en aðrar aðferðir við próteinframleiðslu. Hröð framleiðsla Þó svo að nýta megi ýmsar tegundir skordýra í svona framleiðslu virðast flestir framleiðendur reiða sig á hina svörtu hermannaflugu sem eru hraðvaxta hitabeltisskordýr. Þegar lirfur flugunnar hafa náð réttri stærð eru þær drepnar og fara svo í vinnslu. Við vinnsluna verður til duft sem hægt er að gefa sem prótein en hliðarframleiðsla vinnslunnar er bæði olía og mauk og svo má vissulega gefa lirfurnar beint s.s. til alífugla (sjá meðfylgjandi skýringarmynd). Úrgangur frá framleiðslunni nýtist svo sem áburður. Hár kostnaður í dag Skýrsluhöfundar nefna að þrátt fyrir að notkun á skordýrum með framangreindum hætti sé afar vistvæn aðferð við að nýta til fullnustu alls konar úrgang þá sé framleiðslan enn heldur dýr. Þá er alþekkt í iðnaði að þegar úrgangur, sem áður var mögulega verðlaus eða hafði á sér jafnvel kostnað vegna förgunar, er Á FAGLEGUM NÓTUM Nú þegar degi er tekið að halla er kominn sá árstími að ýmsar fallegar blómjurtir skarta sínu fegursta, þeirra tími er ein- faldlega kominn. Þær hafa beðið þolinmóðar á meðan fljótsprottnari frænkur þeirra nutu sviðsljóssins og böð- uðu sig í takmarkalausri aðdáun garðeigenda en hafa nú stigið kurteislega til hliðar, komnar í vetrarbúning eða að minnsta kosti farnar að undirbúa vetrar- dvalann. Síðsumarsplönturnar eiga nú sviðið og vonandi verður veðurfarið þeim hagstætt, þeim hentar gjarnan sólríkir og lygnir dagar enda eru sumar þeirra ansi hávaxnar og myndarlegar. Útlaginn er ein af þess- um plöntum, blómstrar sínum skærgulu og áberandi blóm- klukkum fram eftir haustinu, langir klasar stinga sér upp úr moldinni og draga að sér athygl- ina. Útlaginn er gömul og traust garðplanta á Íslandi, var reyndar mun algengari í görðum á árum áður, datt einhverra óskiljan- legra hluta vegna úr tísku en er að ná vopnum sínum aftur með auknum áhuga almennings á ræktun og blómfögrum jurtum enda fær maður mjög mikið af blómum fyrir peninginn í þessari blómviljugu plöntu. Eini ókostur útlagans er að hann er helst til frekur til plássins og kannski hentar það ekki alls staðar en þó er lítið mál að halda honum í skefjum, ef maður á skóflu og einhvern sem er til í að munda hana fyrir mann. Ekki spill- ir fyrir gleðinni að hægt er að klippa blómstöngla útlagans og búa til glæsilegan blómvönd ef mikið stendur til á þessum árstíma. Fleiri glæsilegar síðsumarsplöntur Annar góðkunningi garð- eigenda, venusvagn eða blá- hjálmur er einnig í stuði þessa dagana. Þessi harðgerða og vindþolna garðplanta hefur staðið vaktina nær allan þann tíma sem garðrækt hefur verið stunduð á Íslandi, að minnsta kosti eru til heimildir um ræktun hans frá því upp úr miðri 19. öld. Venusvagn er eitruð planta sem gerir það að verkum að varast skyldi að blanda honum saman við matvæli, eins er heppilegt að vera í hönskum ef ætlunin er að skipta rótakerfinu eða flytja plöntuna milli staða. Engum sögum fer þó af því að íslenskir garðeigendur hafi lent í skakkaföllum þegar þeir hafa handfjatlað venusvagninn. Rétt eins og útlaginn þá getur ven- usvagninn orðið allt að metri á hæð en þrátt fyrir hæðina þarf ekki að styðja við plöntuna því stönglar hennar eru það sterkir og stæðilegir. Útlaginn aftur á móti gæti þurft smá stuðning á vindasömum stöðum enda þykir það aldrei þokkafullt þegar hávaxnar og glæsilegar plöntur liggja flatar í moldinni. Guðríður Helgadóttir, Ingólfur Guðnason. GARÐYRKJUSKÓLINN Á REYKJUM Síðsumarsblóm Venusvagninn er fallega djúpblár eða hreinlega fjólublár á litinn, blómstr­ andi sínum óreglulegu blómum í löngum og uppréttum blómklösum og stendur heillengi í blóma. Hann fer einkar vel með útlaga, enda þykja gulir og bláir litir fara vel saman. Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com Skordýrin eru mikilvægur hlekkur í fæðuhringrásinni og sé rétt staðið að málum má nýta þau sem grunnstoð fóðurs fyrir gæludýr, eldisfiska og búfé. Mynd / Rabobank Enn sem komið er krefjast reglugerðir í Evrópu þess að lirfum sé einungis gefið fóður sem er heimilt fyrir búfé, þrátt fyrir að þær sé vel hægt að ala á t.d. dýraafurðum eða skít svo dæmi sé tekið. Skordýr eins og þessi svarta hermannafluga eru notuð í framleiðsluna. Útlaginn blómstrar sínum skær­ gulu og áberandi blómklukkum fram eftir haustinu, langir klasar stinga sér upp úr moldinni og draga að sér athyglina. Mynd / Guðríður Helgadóttir Nærmynd af Venusvagninum.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.