Bændablaðið - 26.08.2021, Page 47

Bændablaðið - 26.08.2021, Page 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 47Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 orðinn að verðmætum fyrir einhverja, og í þessu tilfelli skordýrabændur, þá fer hráefnisverð upp á við. Enn fremur er bent á að víða séu alls konar annmarkar á svona framleiðslu og þurfi opinberir aðilar að taka sér tak og laga reglugerða- og lagaumhverfi búgreinarinnar svo hún geti vaxið. Enn sem komið er krefjast t.d. reglugerðir í Evrópu þess að lirfum sé einungis gefið fóður sem er heimilt fyrir búfé, þrátt fyrir að þær sé vel hægt að ala t.d. á dýraafurðum eða skít svo dæmi sé tekið. Fyrir vikið sé þessi búgrein í dag, ekki nema 10 þúsund tonn á ári á heimsvísu eins og áður hefur komið fram, að mestu borið uppi af örfáum framleiðendum. Margir þessara framleiðenda eru í Evrópu sem virðist vera leiðandi á þessu sviði og stefna flest fyrirtækjanna að því að koma upp framleiðslustöðvum víða um heim. Dýrt prótein í dag Enn sem komið er, vegna smæðar framleiðslunnar á heimsvísu, er verð á hverju framleiddu tonni af skordýrapróteini afar hátt og ekki samkeppnishæft við annað prótein á markaðinum en þessu veldur tímabundið ójafnvægi að mati skýrsluhöfunda. Þannig hafi verð á hverju tonni af skordýrapróteini verið 3.500-5.500 evrur undanfarið (innskot: skýrslan kom út í febrúar 2021) sem er verulega mikið hærra en t.d. verð á fiskimjöli sem hefur verið þetta 1.000-1.700 evrur tonnið. Þrátt fyrir þennan mikla verðmun sem stendur þá má reikna með lækkuðu verði á komandi árum samhliða stækkun framleiðslunnar en svo má líka réttlæta hærra verð með vistvænum rökum auk næringarfræðilegra raka sem benda til þess að prótein skordýra sé heppilegra sem fóður en frá öðrum próteingjöfum. Skýrsluhöfundar telja að þegar framleiðslan hefur náð 200 þúsund tonnum verði verðið komið í 2.500-3.500 evrur og að það fari í 1.500-2.500 evrur þegar framleiðslan hafi náð 500 þúsund tonnum. Fiskeldi áhugaverðast Skýrsluhöfundar benda á að þó svo að framleiðsla á skordýrum sem grunnhráefni fyrir matvæli fólks sé í raun allra augljósasta og skynsamlegasta nýtingin á þeim þá sé það ekki að fara að gerast á næstu árum. Afstaða fólks til skordýraáts sé einfaldlega þannig að það sé ólíkleg þróun, a.m.k. um sinn. Þess vegna sé horft til þess að nýta þau frekar sem fóður fyrir gæludýr, búfé og fiska. Af þessum þremur megin flokkum telja höfundarnir að fiskeldi verði sú búgrein sem muni bera uppi eftirspurnina eftir skordýrapróteini á komandi árum. Skýringin á því kunni að felast í stærð þeirra fyrirtækja sem vinna á því sviði og burði þeirra til að sinna nauðsynlegri rannsóknarvinnu sem þarf til að framleiða rétt prótein og hvernig megi best nota það í fóðuruppskriftir fyrir eldisfisk. Fjárfestar áhugasamir Það er eftirtektarvert að fagfjárfestar virðast hafa mikla trú á þessari nýju búgrein og þannig nam fjárfesting í uppbyggingu skordýraframleiðslu rúmum 400 milljónum dollara árið 2020 eða um 50 milljörðum króna en árið 2019 var upphæðin meira en helmingi lægri, sem þó var fjórfalt meiri þá en t.d. árið 2016. Það er því hálfgerður veldisvöxtur í búgreininni þessi árin og spennandi að sjá hvernig 2021 kemur út í þessum samanburði. Þess má geta að fyrir nokkrum árum voru fyrstu sporin í skordýraframleiðslu stigin á Íslandi en framleiðslan reyndist ekki arðbær á þeim tíma og var hætt. Hægt er að lesa nánar um það verkefni í 11. tölublaði Bændablaðsins árið 2017. Heimild: Jong de, B. og G. Nikolik, 2021. No Longer Crawling: Insect Protein to Come of Age in the 2020s. Skýrsla Rabobank, 9 bls. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum á Keldum Í Bændablaðinu fimmtudaginn 22. júlí var grein eftir Snorra Sigurðsson um broddmjólk og nauðsyn þess að þekkja gæði broddsins sem kálfum er gefinn. Kom þar fram að þekking á málefninu byggir á erlendum rannsóknum og að broddgæði íslenska kúakynsins hafi lítið verið rannsökuð. Íslensk gögn eru til Nú vill svo til að vorin 2018 og 2019 voru gerðar rannsóknir á íslenskum kýrbroddi sem BSc-verkefni nemenda í annars vegar búvísindum við LbhÍ og hins vegar lífefnafræði við HÍ. Undirrituð var leiðbeinandi í báðum verkefnum og hef ég verið að vinna að stuttri samantekt á niðurstöðum þessara verkefna til birtingar í Bændablaðinu, svo þá var um að gera að spýta í lófana og klára verkið. Áhugasömum er bent á ritgerðir Jónu Kristínar Vagnsdóttur (2018) og Rannveigar Óskar Jónsdóttur (2019) sem báðar er að finna á skemman.is, auk skýrslu til Fagráðs í nautgriparækt (Charlotta Oddsdóttir, 2021) sem tekin var saman um verkefni Rannveigar Óskar og er að finna undir útgefnu efni á heimasíðu Keldna, keldur.is. Eins og kom fram í grein Snorra inniheldur broddmjólk ónæmisprótín (mótefni) sem eru stór prótín sem vanalega komast ekki í heilu lagi gegnum þarmaslímhúðina og yfir í blóðið. Á fyrsta sólarhringnum eru þarmarnir gegndræpir fyrir mótefnunum, en sú gegndræpni er skammlíf og því mikilvægt að koma sem mestu magni mótefna í meltingarveginn á fyrstu klukkustundunum eftir burð. Erlendar rannsóknir hafa verið gerðar á innihaldi mótefna í kýrbroddi, og þá sér í lagi immunoglóbúlíns G (IgG), í því skyni að ákvarða hversu mikið IgG þarf að vera í broddi til þess að hann veiti kálfum nægilega vörn gegn sjúkdómsvöldum í umhverfinu. Í slíkum rannsóknum er skoðað magn broddmjólkur sem kálfur getur drukkið, styrkur IgG í broddinum mældur og styrkur IgG í blóði kálfanna eftir að þeir hafa drukkið ákveðið magn af viðkomandi broddi. Út úr þessum rannsóknum hefur komið að broddur þurfi að innihalda að minnsta kosti 50 grömm af IgG í hverjum lítra brodds til þess að hann sé nægilega góð vörn fyrir nýfæddan kálf, svokallaður gæðabroddur. Smitálag hefur áhrif á IgG styrk í broddi Kálfaheilbrigði á Íslandi er almennt gott og höfum við ekki þurft að etja við öndunarfærasjúkdóma og ýmsa aðra sjúkdóma í sama mæli og gerist víða erlendis. Það þótti þó viðeigandi að kanna hvort þetta sama viðmið um gæðabrodd ætti við hér á landi. Hafa verður í huga að ónæmiskerfið myndar mótefni í hlutfalli við þörfina, þ.e. að eftir því sem meiri mótefnavakar eru í umhverfinu, þeim mun meira mótefni er myndað (Motegi o.fl., 1993). Það mátti því búast við því að lítið smitálag í umhverfi íslenskra nautgripa leiddi til þess að íslenskur kýrbroddur innihéldi almennt minna IgG en erlendar rannsóknir sýna. Bændur geta metið IgG styrk í broddi á einfaldan hátt með ljósbrotsmæli, eins og lýst var í grein Snorra. Ljósbrotsmælirinn gefur upp hlutfall uppleystra efna í vökva, og þess vegna ekki eingöngu IgG heldur önnur prótín, sykrur, sölt o.fl. Rannsóknirnar tvær sem hér verður sagt frá gengu út á annars vegar að kanna hversu vel ljósbrotsmælir hentaði til mats á broddgæðum hérlendis og hins vegar að kanna hversu vel mótefni úr broddi berast í blóðrás íslenskra kálfa. Íslensk broddmjólk inniheldur að meðaltali minna af mótefnum Veturinn 2017-2018 var safnað broddsýnum á fimm bæjum í því skyni að prófa ljósbrotsmælingar- aðferðina á íslenskum broddi. Verkefnið var BSc-verkefni Jónu Kristínar Vagnsdóttur í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ). Mæld voru 66 sýni frá Hvanneyrarbúinu og 72 sýni frá fjórum bæjum á Suður- og Norðurlandi. Samkvæmt erlendum rannsóknum samsvarar 22% ljósbrotshlutfall IgG innihaldi um 50 g/l (Bielmann o.fl., 2010). Beitt var tveimur aðferðum á hvert sýni: ELISA aðferð var notuð til þess að áætla magn IgG í g/l og ljósbrotsmæling til þess að áætla þéttni broddsins. Skemmst er frá því að segja að meðalljósbrot var um 19% en meðalstyrkur IgG var tæplega 27 g/L. Meðalstyrkur IgG var því talsvert undir erlendu viðmiði um gæðabrodd. Ekki nóg með það, heldur var ljósbrotshlutfall hærra en í erlendum rannsóknum, miðað við IgG-styrk broddsins. Það er því spurning hvort önnur uppleyst efni í íslenskum broddi valda því að ljósbrotshlutfall samsvari verr mótefnamagni en þekkist í erlendum rannsóknum. Íslenskir kálfar geta tekið upp nægt magn af mótefnum úr broddmjólk Áðurnefnd rannsókn vakti einnig spurningar um það hversu mikið af IgG væri tekið upp í blóðrás íslenskra kálfa. Í febrúar 2019 var því sett af stað önnur rannsókn á Hvanneyrarbúinu, þar sem blóðsýni voru tekin úr 11 nýfæddum kálfum áður en þeir drukku brodd og þegar þeir voru orðnir sólarhrings-gamlir (Rannveig Ósk Jónsdóttir, 2019). Einnig voru tekin sýni af broddinum sem þeir fengu og magnið sem þeir drukku var skráð. Ljósbrotsmæling og ELISA greining voru gerðar á sermissýnum og broddi til þess að greina hversu vel IgG skilaði sér í blóðrásina. Kálfarnir drukku að meðaltali 5,3 lítra af broddi (4- 6,25 l) á fyrsta sólarhringnum og innihélt broddurinn að meðaltali 11,5 g/l (4,7-18,7). Ljósbrot í broddi var að meðaltali 21% sem benti til þess að önnur efni en IgG leggi hlutfallslega meira til ljósbrotsins en í erlendum rannsóknum. Í sermi sólarhrings¬gamalla kálfa var IgG styrkur að meðaltali 8,0 g/L (2,8-20,2 g/l). Marktæk fylgni var milli IgG styrks í broddi og styrks í sermi en einungis tveir kálfar náðu erlendu lágmarksviðmiði upp á 10 g/l. Reiknað var áætlað frásogshlutfall fyrir átta kálfa til þess að kanna hversu stórt hlutfall mótefnanna sem drukkin voru, skiluðu sér yfir í blóðrás þeirra. Meðalfrásogshlutfall var 43,4% (12,8-79,0%) en til samanburðar hafa erlendar rannsóknir sýnt fram á 28-38% meðal¬frásogs-hlutfall (Halleran o.fl., 2017; Conneely o.fl., 2014). Tryggja ber kálfum nægilegt magn fyrsta sólarhringinn Eins og búist hafði verið við, var meðalstyrkur IgG í broddi mun lægri en þekkist úr erlendum rannsóknum, en geta kálfanna var heldur meiri til að taka upp þau mótefni sem þó stóðu þeim til boða. Áætlað frásog mótefna úr broddmjólk var þannig eins og best gerist hjá erlendum nautgripakynjum. Kálfarnir á Hvanneyri drukku að meðaltali 5,3 lítra af broddi fyrsta sólarhringinn, sem samsvaraði 13- 21% af líkamsþyngd þeirra. Sýnt hefur verið fram á að mikilvægt er að tryggja að kálfar drekki nóg magn fyrsta sólarhringinn og er bændum í lófa lagið að tryggja að kálfar fái nægilegt magn af broddmjólk þó svo hún standist ekki erlend viðmið. Æskilegt er að fylla ekki vinstrina um of í hverri gjöf, heldur gefa oftar á fyrsta sólarhringnum og minna í senn, til þess að tryggja skjótara rennsli broddsins yfir í þarmana (Chigerwe o.fl., 2008). Erlenda gæðaviðmiðið er reiknað út frá erlendum gögnum um frásogshlutfall mótefna úr broddi, magn brodds sem drukkið er og brodds sem þarf til þess að ná 10 g/l styrk IgG í sermi. Íslensku niðurstöðurnar sýna hærra frásogshlutfall, lægri broddstyrk og hlutfallslega meira drukkið af broddi miðað við líkamsþyngd en í erlendum rannsóknum. Ætla má að almennt hafi kálfarnir tekið upp nægilegt magn IgG, þar sem þeir voru hraustir og þrifust vel. Mótefnamagn hefur fylgni við smitálag í umhverfinu og er því rökrétt að íslensk broddmjólk hafi lægri meðalstyrk en erlend viðmið segja til um, en einnig að þörfin fyrir mótefni úr broddi sé að sama skapi minni. Í pólskri rannsókn voru kvígukálfar með sermisstyrk IgG að lágmarki 10 g/l heilbrigðari og voru þær sæddar fyrr en þær sem höfðu lægri sermisstyrk (Furman- Fratczak o.fl., 2011). Kvígukálfar með sermisstyrk milli 5 og 10 g/l voru þó ágætlega varðar fyrir sjúkdómum og má álykta að það sé ekki frágangssök þó broddmjólk hér nái ekki erlenda viðmiðinu um 50 g/l, sérstaklega þar sem smitálag er lítið. Bændur meti broddgæði í sinni hjörð Í fyrri rannsókninni sem hér var sagt frá (Jóna Kristín Vagnsdóttir, 2018) var sýnt fram á marktæka fylgni milli ljósbrotshlutfalls og styrks IgG í broddi þó fylgnin hafi verið talsvert minni en í erlendum rannsóknum. Með þetta í huga mæli ég með því að bændur ljósbrotsmæli brodd á sínu búi, skrái niður og safni gögnum um gæði broddmjólkur, hver hæstu og lægstu gildi séu í hjörðinni og hafi þannig eigin viðmið um broddgæði. Þegar það fer að skýrast getur bóndinn safnað besta broddinum á sínu búi og fryst til að geta gefið kálfum sem ekki býðst góður broddur hjá móður sinni. Einnig er mikilvægt að gefa fyrsta skammt af broddi sem fyrst, helst innan tveggja klst. eftir burðinn, og endurtaka broddgjöfina alla vega tvisvar í viðbót á fyrsta sólarhringnum, þannig að 5-6 lítrar séu gefnir í þremur skömmtum. Charlotta Oddsdóttir, dýralæknir og verkefnisstjóri rannsókna við Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum Heimildir: • Bielmann V, Gillan J, Perkins NR, Skidmore AL, Godden S, Leslie KE. (2010). An evaluation of Brix refractometry instruments for measurement of colostrum quality in dairy cattle. J Dairy Sci. 93(8):3713-21. • Charlotta Oddsdóttir (2021). Upptaka kálfa á ónæmis- prótínum úr broddi. Lokaskýrsla til fagráðs í nautgriparækt. Keldur. • Chigerwe M, Tyler JW, Schultz LG, Middleton JR, Steevens BJ og Spain JN. (2008). Effect of colostrum administration by use of oroesophageal intubation on serum IgG concentrations in Holstein bull calves. Am J Vet Res 69:1158–1163. • Conneely M, Berry DP, Murphy JP, Lorenz I, Doherty ML og Kennedy E. (2014). Effect of feeding colostrum at different volumes and subsequent number of transition milk feeds on the serum immunoglobulin G concentration and health status of dairy calves. J Dairy Sci 97:6991-7000. • Furman-Fratczak K, Rzasa A og Stefaniak T. (2011). The influence of colostral immunoglobulin concentration in heifer calves’ serum on their health and growth. J Dairy Sci 94:5536-5543. • Halleran J, Sylvester HJ og Foster DM. (2017). Apparent efficiency of colostral immunoglobulin G absorption in Holstein heifers. J Dairy Sci 100(4):3282-3286. • Jóna Kristín Vagnsdóttir (2018). Gæði broddmjólkur íslenskra mjólkurkúa. BSc ritgerð. Landbúnaðar¬háskóli Íslands. • Motegi Y, Morikawa A og Kuroume T. (1993). Influence of Environmental Mite Antigen on Anti-Mite Antibody Production in Mice. Int Arch Allergy Immunol 102:81–86. • Rannveig Ósk Jónsdóttir (2019). Immunoglobulin G in calf serum and bovine colostrum in Icelandic cattle. BSc ritgerð. Háskóli Íslands. Charlotta Oddsdóttir. Gæði íslenskrar broddmjólkur Bænda 9. september Dreift í 32 þúsund eintökum á yfir 420 dreifingarstaði og lögbýli á Íslandi Smáauglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.