Bændablaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 49Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Eitt af umfangsmestu verkefn­ um RML eru sauðfjárdómarnir enda er þetta sú þjónusta sem mikill meirihluti sauðfjárbænda nýtir sér. Þar sem þetta verkefni krefst talsverðrar skipulagningar er mikilvægt að pantanir berist tímanlega. Það auðveldar skipu­ lagningu, eykur hagkvæmni í verkefninu og líkurnar á því að hægt sé að mæta óskum flestra varðandi tíma. Líkt og verið hefur er best að fá pantanir inn í gegnum heimasíðu RML (www.rml.is) en einnig er hægt að hafa samband símleiðis (516-5000). Móttaka pantana í gegnum heimasíðuna verður opin til 7. október en í vikunni þar á eftir lýkur formlega lambaskoðunar- tímabilinu. Vilji bændur láta skoða fé utan tímabilsins 6. september til 15. október þarf að heyra í skipu- leggjendum á viðkomandi svæði sem skoða möguleikana á því að verða við óskum bænda. DNA-sýnataka Talsverð vakning hefur átt sér stað varðandi arfgerðagreiningar m.t.t. mótstöðu gegn riðuveiki. Í okkar sauðfé eru þekktar mismunandi arfgerðir príongensins sem talið er að geri kindur misnæmar fyrir því að taka upp riðusmit. Eitt af því sem bændur hafa gert í baráttu gegn riðunni er að efla mótstöðu hjá fé sínu með því að velja fyrir arfgerð sem veitir meiri mótstöðu, svo kallaðri „lítið næmri arfgerð“ (var áður kölluð verndandi) og reynt að sneiða hjá svokallaðri „áhættu arfgerð“. Óhætt er að hvetja bændur, sérstaklega á „riðusvæðum“ til að huga betur að þessu. Eins er mikilvægt að ræktunarbú sem eru uppsprettur kynbótafjár fyrir landið vinni einnig að því að búa til öfluga kynbótagripi sem bera lítið næmu arfgerðina. Nú er hægt að panta DNA sýnatöku með lambaskoðun- inni. Samhliða lambaskoðuninni í haust verður boðið upp á að tekin séu DNA sýni. Upplýsingar um það hvort sýnataka sé fyrirhuguð þarf að liggja fyrir áður en sauðfjár- dómarinn mætir og því er nú hægt að tilgreina fjölda DNA sýna sem áætlað er að taka í pöntunarforminu fyrir lambadómana. Gert er ráð fyrir að fyrsta sending sýna frá RML fari í grein- ingu til Matís í lok september. Til að komast með í þá sendingu þarf að vera búið að taka sýnið fyrir 25. september. Niðurstaðna er að vænta úr þessari sendingu um miðj- an október. Því ættu menn að geta nýtt sér niðurstöður þegar gengið er frá endanlegu ásetningsvali. Greining á riðuarfgerðinni á vegum RML kostar 5.500 kr (án vsk.) pr. sýni. Hins vegar að ef næst næg þátttaka í þessari „sept- embersendingu“ (heildarfjöldi sýna sem send verða á vegum RML) þá mun verðið vera 4.950 kr (án vsk.). Innifalin er skráning á niðurstöðum í Fjárvís. Kostnaður við sýnatöku myndi bætast við tímann vegna lambadó- manna. Þannig gætu menn t.d. tekið sýni úr ríflega þeim fjölda hrúta sem koma til greina til ásetnings að lokinni skoðun og gengið svo endanlega frá valinu með hliðsjón af DNA niðurstöðum. Að velja ásetningslömbin er örugglega eitt af skemmtilegustu verkefnunum á hverju sauðfjárbúi. Þarna uppskera menn yfirleitt eins og þeir sá. Þeir sem leggja vinnu í valið og nota þær upplýsingar sem bjóðast, bæði úr skýrsluhaldinu og úr dómum á lömbunum í bland við eigin innsæi og hyggjuvit eru lík- legir til að ná bestum árangri í því að kynbæta hjörð sína. Gangi ykkur vel í haustverkunum. LÍF&STARF Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Sauðfjárdómar og DNA-sýnataka Eyþór Einarsson ráðunautur búfjárræktar- og þjónustusviðs ee@rml.is Bænda 9. september Samhliða lambaskoðuninni í haust verður boðið upp á að tekin séu DNA sýni. Upplýsingar um það hvort sýnataka sé fyrirhuguð þarf að liggja fyrir áður en sauðfjárdómarinn mætir. Nýsköpun stuðlar að framförum með nýjum hugmyndum, verk­ lagi eða uppgötvunum. Nýsköpun er mikilvægur þáttur í allri framþróun, í samkeppni og að fyrirtæki hér á landi myndi sér sérstöðu gagnvart fyrirtækjum á alþjóðamörkuðum. Stjórnvöld hafa gert ágæt lega hingað til og er nýsköpunarum- hverfið á Íslandi nokkuð gott. Hægt er að sækja um í fjölmarga sjóði sem styðja við nýsköpun, bæði inn- lenda sem og evrópska sjóði. Til að mynda heldur Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís) utan um marga af þessum sjóðum. Þar má meðal annars nefna að hægt er að leggja inn umsókn um skattafrádrátt vegna rannsóknar- og þróunar- verkefna en einnig heldur Rannís utan um tækniþróunarsjóðina sem margir þekkja. Árið 2019 var mótuð nýsköp- unar stefna sem er ætlað að gera Ísland betur í stakk búið til að mæta áskorunum framtíðarinnar og byggja upp traustan grund- völl fyrir hugvitsdrifna nýsköp- un á öllum sviðum. Stefnunni er ætlað að marka sýn fyrir Ísland til ársins 2030 og í henni er sett fram það markmið að árið 2030 verði Ísland fjölbreytt samfélag velferð- ar, öryggis og jafnra tækifæra auk þess sem Ísland verði fremst meðal jafningja þegar borin eru saman lífsgæði og hamingja. Það er ávallt af hinu góða þegar slíkar stefnur eru settar og þeim þarf að fram- fylgja og það þarf að fjármagna þær. Því þegar litið er á starfsum- hverfi íslenskra fyrirtækja og það borið saman við starfsumhverfi fyr- irtækja í öðrum löndum þá kemur í ljós að, framleiðsluþættir íslenskra fyrirtækja er almennt hærri en annars staðar. Til þess að innlend fyrirtæki geti verið samkeppnishæf á alþjóðamörkuðum þurfum við að tryggja þeim hlutfallslega yfirburði á einhverjum sviðum gagnvart öðrum mörkuðum. Með öflugri nýsköpunarstefnu og stöðugri framfylgni hennar er hægt að tryggja markvissa og skil- virka framþróun í landinu. Þannig er hægt að hlúa að samkeppn- ishæfni fyrirtækja við önnur lönd. Sem dæmi þá getum við verið of íhaldssöm þegar kemur að breytingu á lögum og reglugerðum. Lög og reglugerðir sem voru sett- ar og standast ekki þá framþróun sem á sér stað erlendis. Það er því mín skoðun, að við sem 375.000 manna þjóð eigum að geta haft hlutfallslega yfirburði gagnvart öðrum ríkjum þegar kemur að; a) lagasetningu og bættu regluverki, b) með því að gera skattkerfið skil- virkara og meira hvetjandi í þágu framþróunar og c) með skilvirkari stjórnsýslu sem stuðlar að og liðkar fyrir nýsköpun. Klárum dæmið og blásum til sóknar! Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir lögfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi. LESENDAGSRÝNI Samkeppnishæf á alþjóðamarkaði Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.