Bændablaðið - 26.08.2021, Síða 53
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021
53Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021
Framtíðin, er hún björt? – Hvað
viljum við, og hvernig viljum
við að það sé gert? – Hvað fær
venjulega húsmóður sem er fædd
og uppalin í Skagafriði, býr austur
á Héraði í 33 ár og flyst svo á
Blönduós, til að fara í framboð?
Jú, þessi húsmóðir er búin um
ævina að kjósa alla flokka á þingi
nema þá sem vilja endilega ganga
í Evrópusambandið, þá myndi ég
aldrei kjósa.
En þessir flokkar sem hafa áður
fengið atkvæði mín fá þau aldrei
aftur, ALDREI því það er ljóst að
þrátt fyrir mikinn fagurgala í lykil
málaflokkum, þá hefur þeim ekki
tekist að standa við neitt. Slíkt lætur
maður ekki bjóða sér endalaust.
Þeir eru búnir að fá sín tækifæri,
ekki meir takk, ekki meir.
Sem fyrrverandi bóndi þá hef
ég sterkar taugar í þann geira.
Við vorum fyrst með hefðbundinn
búskap, þ.e. kindur, og oftast
nokkur naut en svo fórum við í
loðdýrabúskapinn og því má segja
að við höfum fengið eldskírn í því
að vera bændur. Það var sko enginn
8 tíma vinnudagur 5 daga vikunnar,
heldur varð þetta 2 sinnum 8 tíma
dagar, 8 tíma launavinna og 8 tíma á
dag í búskapnum og stundum meira.
En maður minn, hvað þetta voru
erfiðir en umfram allt skemmtilegir
tímar.
Í loðdýraræktinni vorum við að
fullvinna vöruna áður en skinnið fór
á markað, þ.e. við vorum einnig með
skinnaverkun, og verkuðum fyrir
aðra líka. OG það er stóri punkturinn
í okkar stefnu. Fullvinnsla afurða
heima á býli.
Og það er það sem ég tel að
bændur eigi að stefna að, þ.e. að
fullvinna sína vöru.
En til þess að það geti orðið að
veruleika þarf margt að breytast.
Þegar þú fullvinnur þína vöru
eykur þú verðgildi hennar, og þegar
þú eykur verðgildi vöru, þá þarftu
að framleiða minna. Þegar þú berð
ábyrg á þinni vöru, sölu hennar, svo
ekki sé talað um gæði þeirrar vöru,
þá ertu einfaldlega meistarinn í ríki
þínu, þú hefur valið. Þú getur valið
að selja þína vöru sjálf/ur eða falið
öðrum að gera það.
Landbúnaðarstefna XO er
byltingarkennd, en trúlega einfaldari
í framkvæmd heldur en margur
heldur, vilji er allt sem þarf, og svo
auðvitað kjarkur og þor.
Þessi bráðnauðsynlega grein
í atvinnuflóru okkar er nú þegar
ríkisstyrkt og þarf að vera það, því
við megum aldrei láta það gerast
að vera ekki sjálfum okkur nóg um
mat. Það er hins vegar hægt að deila
þessum styrkjum á gáfulegri hátt en
nú er gert. Deila þeim þannig, að þeir
séu í raun byggðastyrkir um leið og
að efla landbúnað.
Bújarðir eru misjafnar að gæðum,
misvel í sveit settar og sumar henta
betur fyrir sauðfé en aðrar, og svo eru
jarðir sem eru alveg sérlega hentugar
fyrir kýr og aðrar fyrir skógrækt og
svo eru sumar jarðir fremur lélegar
til skepnuhalds og þar gæti hentað
eitthvað annað, eins og t.d. fiskeldi,
ylrækt, matjurtir eða bara það sem
viðkomandi ábúanda dettur í hug.
Við viljum algerlega henda út
núverandi styrkjakerfi og byrja upp
á nýtt og setja styrkinn á jarðir en
ekki afurð.
Útfærsla á þessum styrkjum getur
verið á nokkra vegu. Ein leiðin gæti
verið að það væri visst á hektara en
alltaf háð þeim skilyrðum að að lág-
marki væri þar eitt ársverk.
Önnur leið gæti verið að land-
stærð myndi ekki skipta máli nema
að hluta, en ef þú skapar fleiri störf
en þetta eina, þá yrði það bónus
fyrir jörðina og ég hallast að þeirri
útfærslu. Því það væri hvetjandi til
atvinnusköpunar á landsbyggðinni
og þar með hvetjandi aðgerð svo
landið okkar allt haldist í byggð.
Samhliða þessari stefnu ætti ríkið
sem enn á jú Landsvirkjun, að
búa til „stóriðju“ taxta fyrir jarð-
ir landsins, þannig að þeir sem
hyggjast byggja upp vinnslu sem
myndi draga úr innflutningi á
t.d. grænmeti, kjöti, blómum eða
öðru því er við eyðum gjaldeyri
í með tilheyrandi mengunarspori
við flutning, fengju orkuna og
flutninginn á ekki lakara verði en
erlendar stóriðjur hérlendis. Þessi
stefna sameinar marga mikilvæga
þætti í okkar landi.
• Þetta er góð byggðastefna
• Þetta er atvinnuhvetjandi
• Þetta losar bændur við ofurvald
afurðastöðva
• Þetta stuðlar að betri nýtingu
lands
• Þetta stuðlar að meiri sölu beint
frá býli
• Þetta er mannbætandi stefna
• Þetta skapar frelsi þeirra sem
byggja landið
• Þetta skapar betra og
fjölbreyttara samfélag.
Samhliða þessu yrðu sett þau lög
að þú getur bara átt eina jörð og
þá einnig að búa þar og greiða þína
skatta og skyldur til þess samfélags
= ( danska leiðin).
Ef þú ætlar ekki að búa á jörðinni,
þá verður þú einfaldlega að selja
hana. Það gengur ekki lengur að
einstaklingar, félög eða fyrirtæki
safni jörðum eins og servéttum sem
þeir geyma ofan í skúffu. Slík söfn
eyðileggja alla byggðastefnu og slík
söfn eyðileggja menningu og samfé-
lag þess svæðis sem búa við þessar
skúffur.
XO Lífið er núna. Lifum því.
Sigurlaug Gísladóttir, Blönduósi
Höfundur skipar efsta sæti
Frjálslynda lýðræðisflokksins
í NV
Nær allar tegundir skrautrunna
og fjölærra garðplantna eru
ræktaðar í pottum í gróðrar
stöðvum.
Það er mjög þægilegt fyrir
viðskiptavinina því með þessari
ræktunartækni er hægt að grípa
plönturnar hvenær sem er frá vori
fram á haust og gróðursetja þær.
Yfirleitt eru þetta plöntur sem við
gróðursetjum í beð og erum við
þá væntanlega búin að undirbúa
jarðveginn fyrir gróðursetninguna,
ákveða staðsetningu beðanna,
fá viðeigandi jarðveg í beðin
og láta okkur dreyma um
framtíðarblómskrúðið.
Góður áburður og næg vökvun
Við gróðursetningu þessara
pottaplantna er byrjað á því að
gera holu sem er nokkuð víðari
en umfang pottsins. Í holuna er
ágætt að blanda lífrænum áburði,
búfjáráburði eða moltu, slíkur
áburður brotnar hægt niður og er
því að nýtast plöntunni yfir lengri
tíma. Gott er að hræra áburðinum
vel við moldina og koma honum
fyrir upp með hliðunum á hol-
unni, ekki bara undir plöntunni,
næringarrætur plöntunnar leita
nefnilega aðallega til hliðar eftir
næringu, ekki niður á við. Plantan
er losuð úr pottinum, stundum er
eins og plönturnar séu ekki alveg
tilbúnar til að losna við pottinn
en þá er hægt að setja plöntuna
á hvolf og slá pottbrúninni var-
lega við nærliggjandi hart yfir-
borð, þá losnar yfirleitt potturinn
af. Plöntunni er svo komið fyrir
í miðri holunni og hún látin standa
álíka djúpt og áður, fæstar plöntur
þola að vera gróðursettar mjög
djúpt í jarðveginn. Holan er svo
fyllt með góðri mold og þjappað
niður með hliðunum þannig að
ekki séu stórar holur meðfram
hnausnum. Þessari framkvæmd
lýkur svo með vökvun á plöntunni
og ef vill má dreifa dálitlu magni
af tilbúnum áburði yfir moldina,
um það bil hálfa matskeið af al-
hliða áburði fyrir hefðbundna
stærð af skrautrunna, aðeins
minna fyrir fjölærar plöntur. Þetta
er þó ekki nauðsynlegt ef við erum
með góðan garðajarðveg. /gh
Gróðursetning á plöntum í pottum
ÞINN GARÐUR þín kolefnisbinding
Við gróðursetningu plantna í pott
er byrjað á því að gera holu sem er
nokkuð víðari en umfang pottsins.
Gott er að undirbúa jarðveginn
vel fyrir gróðursetningu, huga að
góðum áburði og vökva síðan vel
eftir gróðursetningu.
LESENDARÝNI
Með kjark og þor
Sigurlaug Gísladóttir.
Bænda
9. september
■ Efnagreining ehf, Lækjarflóa 10a, 300 Akranes
■ efnagreining@efnagreining.is ■ sími 661 2629
Nánari upplýsingar á
efnagreining.is
HEYEFNAGREININGAR
haustið 2021
Öll verð eru án vsk.
HEY 1 Hráprótein, meltanleiki NDF og sykur mælt með NIR-tækni + orkuútreikningar (Fóður-
einingar). Verð kr 4.657.-
HEY 2 Hráprótein, meltanleiki og NDF, og sykur mælt með NIR-tækni + orkuútreikningar.
Ca, Mg, K, Na, P, S, Fe, Cu, Mn og Zn. Verð kr: 8.194.-
HEY 3 Sama og HEY 2 nema selen iNDF og sCP bætist við. Verð kr. 9.374.-
HEY 4
Hráprótein, meltanleiki, NDF, iNDF, sykur og sCP mælt með NIR-tækni + orkuútreikningur.
Ca, Mg, K, Na, P, S, Fe, Cu, Mn, Zn, Se, Co og Mo. Aska, klóríð og sykur. Sýrustig ef þörf er
á. Þessi greining hentar vel ef um þurrt rúlluhey (lítið verkað) eða hirðingarsýni er að ræða.
Þessi greining er fyrir þá sem eru í NorFor. Verð kr. 10.905.-
HEY 5 Sama og HEY 4 Ammonium bætist við. Þessi greining er fyrir þá sem eru í NorFor og um
verkað hey/fóður er að ræða. Verð kr. 12.085.-
HEY 6 Eins og HEY 5 nema við bætist Ediksýra og mjólkursýra. NorFor. Verð kr 15.623.-
HEY 7 Þessi greining er með útreikninga fyrir hesthey t.d heygjöf á hest á dag miðað við létta
brúkun. Getur verið Heyefnagreining 1, 2 eða 3.
ATHUGIÐ: Í öllum greiningum nema númer 1 er mælt sýrustig ef um vothey er að ræða.
Hefðbundin jarðvegsefnagreining kr. 8.604.-