Bændablaðið - 26.08.2021, Page 63

Bændablaðið - 26.08.2021, Page 63
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 63Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. ágúst 2021 Smalamennska 2021: Göngum þurr og örugg til fjalla! Regnsettið er slitsterkt 310 g/m², með hettu, vösum og stillanlegri teygju í mitti. Bjóðum upp á merkingar á hóflegu verði og sendingarkostnaður er innifalinn í verði. Verð: 10.500 kr. Verð: 1.190 kr. Regnsett og sýnileikavesti Við leggjum áherslu á góða þjónustu við landsbyggðina. Vefverslun: Khvinnufot.is Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta Kristinn Sigurbjörnsson Löggiltur fasteignasali og byggingafræðingur. Sími: 560-5502 Netfang: kristinn@allt.is Sérsniðin þjónusta að þínum þörfum Páll Þorbjörnsson Löggiltur fasteignasali og fiskeldisfræðingur. Sími: 560-5501 Netfang: pall@allt.is Glerárgata 34b við Hvannavelli • S 461 1092 • asco.is OKKAR ÆR OG KÝR — STARTARAR OG ALTERNATORAR — Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA VÍKURVAGNAR EHF. RAFMAGNSBÚNAÐUR BREMSUR BEISLI DEKK LJÓS LED LJÓS LÍF&STARF 600 milljóna króna styrkur í loftslagsverkefni Carbfix og ON: „Við verðum öll að gera betur í baráttunni gegn loftslagsvánni“ – segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar Carbfix og Orka náttúrunnar, dótturfélög Orkuveitu Reykja víkur, hafa hlotið styrk úr Nýsköpunar­ sjóði Evrópu sam bandsins (Innovation Fund) í verk efnið Silfurberg. Styrkurinn er einn sá hæsti sem veittur hefur verið til loftslagsverkefnis hér á landi og nemur um 3,9 milljónum evra. Það svarar til tæplega 600 milljóna króna. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem íslenskt verkefni er styrkt af sjóðnum. Sporlaus vinnsla á Hellisheiði Í tilkynningu frá Orkuveitunni kemur fram að markmið Silfurbergs verkefnisins er að byggja nýja hreinsistöð við Hellisheiðarvirkjun sem mun fanga nær allt koldíoxíð og brennisteinsvetni úr útblæstri virkjunarinnar sem síðan verður dælt niður í nálæg basaltberglög til varanlegrar steinrenningar með Carbfix tækninni. Þar með mun Orka náttúrunnar skipa sér í fremsta flokk grænnar jarðvarmanýtingar með sporlausri framleiðslu rafmagns og varma. Carbfix-aðferðin virkar gegn loftslagsvánni Carbfix hefur þróað tækni fyrir varanlega bindingu koldíoxíðs við Hellisheiðarvirkjun frá árinu 2007 í samstarfi við innlendar og erlendar rannsóknastofnanir. Tæknin krefst einungis rafmagns og vatns og hefur starfsemin óveruleg umhverfisáhrif. Tæknin felur í sér að leysa koldíoxíð í vatni og dæla niður í basaltberggrunninn þar sem náttúruleg ferli steinrenna það til frambúðar. Með þessu móti er koldíoxíðið varanlega bundið í steindum djúpt í berggrunninum og þannig komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Einnig er hægt að beita aðferðinni fyrir aðrar gastegundir á borð við brennisteinsvetni, en það hefur einnig verið fangað frá virkjuninni og dælt niður frá árinu 2014. Stærri og öflugri hreinsistöð Núverandi hreinsistöð Hellisheiðar­ virkjunar fangar um 30% koldíoxíðs og um 75% brennisteinsvetnis úr útblæstri hennar, eða um 12 þúsund tonn af koldíoxíði og um 7 þúsund tonn af brennisteinsvetni á ári. Styrkurinn sem Silfurbergsverkefnið hlýtur verður notaður fyrir hönnun og byggingu stærri og öflugri stöðvar við virkjunina sem stefnt er að gangsetja árið 2025. Þar með verður nær öll losun koldíoxíðs og brennisteinsvetnis frá virkjuninni hreinsuð, eða um 34 þúsund tonn af koldíoxíði og um 12 þúsund tonn af brennisteinsvetni á ári. Aðgerðir til að ná loftslagsmarkmiðum Loftslagsáætlun Íslands gerir ráð fyrir 55% samdrætti í losun á koldíoxíði frá orkuframleiðslu og iðnaði sem fellur undir beina ábyrgð Íslands fyrir 2030. Silfurbergsverkefnið mun draga úr losun sem nemur um 10% af þessum samdrætti. Niðurstöður verkefnisins munu jafnframt gagnast til að minnka losun frá öðrum jarðhitavirkjunum bæði hér á landi og erlendis, auk þess sem mögulegt er að beita tækninni til að minnka losun frá annarri iðnaðarstarfsemi á borð við stálver, sementsframleiðslu og brennslu og urðun sorps. Mikil viðurkenning Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, segir að það sé mikil viðurkenning fyrir ungt þekkingarfyrirtæki eins og Carbfix að fá svo veglegan styrk úr nýsköpunarsjóðnum og til merkis um að kolefnisförgun með Carbfix tækninni er í senn hagkvæm og umhverfisvæn loftslagslausn sem getur haft áhrif langt út fyrir landsteinana. Verðum öll að gera betur „Nýja loftslagsskýrslan frá Sameinuðu þjóðunum sýnir að við verðum öll að gera betur í baráttunni gegn loftslagsvánni. Orkan frá ON – hvort tveggja rafmagnið og heita vatnið – er græn en við viljum, verðum og ætlum að gera enn betur. Á grunni styrksins stígum við stórt skref í átt að sporlausri starfsemi, metnaðarfullri og um leið nauðsynlegri vegferð sem öll fyrirtæki ættu að taka þátt í,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar. /MHH Hellisheiðarvirkjun, þar sem ON er m.a. með starfsemi sína, en það er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.