Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Blaðsíða 3
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2021 http://www.ætt.is aett@aett.is3 Samantekt: Guðfinna Ragnarsdóttir Kolviðarhóll Hannes Hafstein, Einar Benediktsson, Grímur Thomsen, Sigurður Breiðfjörð, Willard Fiske, Daníel Bruun, baróninn á Hvítárvöllum og sjálf- ur Danakonungurinn Friðrik VIII, allir voru þeir gestir á Hólnum eins og Kolviðarhóll var oftast kallaður. Ekki má heldur gleyma förumönnunum sem einnig voru frægir á sinn hátt: Jón Repp, Guðmundur dúllari, Eyjólfur ljóstollur og Símon Dalaskáld. Öllum var vel tekið og fengu mat og gistingu, hvort sem þeir áttu peninga til þess að greiða með eða ekki. Suma þurfti að grafa úr skafli eða drösla heim örmagna, Hellisheiðin og Svínahraunið reyndust mörgum erfið. Þetta gilti um alla gestgjafana á Hólnum, enda gekk rekst- urinn misvel, allt frá því fyrsta sæluhúsið undir Hellisskarðinu reis árið 1844. Þegar farið var forðum úr Árnessýslunni vest- ur yfir heiðar, var lengst af um þrjár leiðir að velja. Syðsta leiðin var yfir Grindaskörð, milli Selvogs og Hafnarfjarðar. Miðleiðin var yfir Ólafsskarð, sem lá austan Geitafells í Þrengslum, en lang algengast var að fara yfir Hellisheiðina. Sú leið er um 35 km og var talin tæp þingmannaleið. Þar má enn sjá götur sem járnslegnir hesthófarnir hafa markað í hraunið, sum- ar svo djúpar að þær ná manni í ökla, eða allt að 20 sm. Enginn veit hvenær fyrst voru hlaðnar vörður yfir Hellisheiðina, en þeirra er fyrst getið 1703. Gamli þjóðvegurinn sker núverandi þjóðveg og það er gam- an að hugsa til þess að stór hluti af þessari gömlu leið er enn varðaður. Oftast voru 60-80 faðmar á milli varðanna, eða 115-150 m. Margir kunna vísuna um vörðurnar og hlutverk þeirra: Kerling ein á kletti sat kletta byggði stræti. Veginn öllum vísað gat var þó kyrr í sæti. Á Hellisheiðinni mun ekki hafa verið neitt húsaskjól að finna fyrr en 1830, þegar Þórður bóndi á Tannastöðum í Ölfusi hlóð byrgi eða kofa uppi á heiðinni, sem enn stendur, og við þekkjum sem Hellukofann. Hann er mikil listasmíð og enn í besta ástandi. Hann er eins og nafnið gefur til kynna alfarið byggður úr hraunhellum og er þakið einnig stór hraun- hella. Hann er tæpir tveir m á hvorn veg og tveir m til lofts. Þar geta 4-5 menn sofið. Hann mun hafi verið byggður á svipuðum stað og gamla „Biskupsvarðan“. Hún var ævafornt mannvirki, um sex fet á hæð, kross- hlaðin, þannig að menn og hestar gætu fengið skjól fyrir vindum úr nær öllum áttum. Biskupsvarðan stóð fram á 19. öld, en henni var ekki haldið við, og var að lokum að hruni komin. Grjótið úr vörðunni var svo notað til þess að byggja Hellukofann. Hann var frið- aður 1. janúar 1990. Elsta heimild um sæluhúskofa í námunda við Kolviðarhól er eftir Hálfdán Jónsson lögréttumann, í lýsingu Ölfushrepps frá 1703. Þar er minnst á sæluhús á Hvannavöllum (nú Bolavöllum) og segir þar svo: „Á norðanverðum Hvannavöllum, stendur sæluhús (ei langt frá veginum) svokallað, hverju allt til þessa tíma Ölvesbyggjarar hafa uppi haldið, vegfarandi fólki harla nauðsynlegt á vetrartímum til innivistar, er og lofsvert að þetta sæluhús ei niður falli.“ Þetta hús stóð í nánd við Húsmúla og gæti það örnefni bent til þess að þar hafi hús staðið allt frá fyrstu öldum byggðar og verið ævafornt ferða- mannaskýli. Þetta sæluhús var um einn og hálfan km norðnorðvestan við Kolviðarhól. Sveinn Pálsson náttúrufræðingur minnist á þetta sæluhús, hátt í öld síðar, árið 1793, og segir að margir hafi dáið í þessum kofa, örmagna af hungri og kulda. Grjótbálkur og gluggabora Jón Vídalín lýsir smæð manna í skammdegismyrkri og hríðarkófi vel í vísu sinni: Fyrir þreyttum ferðasegg fölskvast ljósin brúna, ráði guð fyrir odd og egg, ekki rata ég núna. Skammt frá kofanum var dálítil tjörn, nefnd Hellukofinn, sem enn stendur á miðri heiðinni, var reist- ur um 1830. Hann er mikil listasmíð.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.