Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Blaðsíða 15

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Blaðsíða 15
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2021 http://www.ætt.is aett@aett.is15 Samkvæmt Íslendingabók átti hann 18 börn með sín- um tveim konum, aðrar heimildir segja 32 börn, þar á meðal Nesjavalla-Grím. Hann var elsta barn Þorleifs. Forfeður Þorleifs höfðu búið í Öndverðarnesi og Norðurkoti í fjóra ættliði, eða frá því um 1600. Brandur, afi Þorleifs, var talinn tveggja manna maki, til hvers er taka skyldi, og þar með útsjónarsamur og hagvirkur. Guðmundur faðir Þorleifs og Guðni Jónsson „gamli“, ættfaðir Reykjakotsættarinnar í Ölfusi, voru bræðrasynir. Grímsnafnið á Nesjavalla-Grími kom frá móð- urafa Þorleifs litla, Grími Jónssyni, sem var fæddur í Öndverðarnesi og bóndi í Norðurkoti, og langalang- afa hans sem fæddur var um 1610. Grímsnafnið er enn við lýði víða í ættinni, m.a. á Grími Fannari Karlssyni, ungum dóttursyni Ólafs Ragnars Grímssonar, f.v. forseta Íslands. Sá litli er fæddur 2012, um 400 árum og ellefu kynslóðum á eftir forföður sínum, Grími, sem fæddur var um 1610. Sá litli fær nafnið eftir lang- afa sínum sem fær nafnið eftir langafa sínum sem fær nafnið eftir langafa sínum sem fær það eftir afa sín- um, fæddum eins og áður sagði um 1610!! Afkomendur Þorleifs og barna hans hafa lagt drjúgt í genabanka Grímsnesinga, Grafningsmanna, Laugdælinga og Þingvellinga því þeir hafa búið á alls 42 bæjum í þessum sveitum. Og enn býr barnabarna- barnabarnabarnabarn hans, Sigrún Jóna Jónsdóttir á Stóra-Hálsi í Grafningi. Samkvæmt Íslendingabók eru afkomendur Þorleifs tæplega 17 þúsund og þar af eru tæplega 15 þúsund á lífi. Helvítis hyrnan Hvítá er þriðja áin sem afmarkar Grímsnesið. Hún á upptök sín í Hvítárvatni. Hún hefur sameinast bæði Brúará og Tungufljóti þegar hún sameinast Soginu. Eftir það heita þær Ölfusá, sem þá verður vatnsmesta á landsins. Landnám Ingólfs Arnarsonar nær að vest- an og austur að Sogi og Ölfusá. Svo er það að lokum ein uppáhalds sagan mín, þar sem Hvítá kemur við sögu, Hvítá á ís!!! Síðasti biskupinn í Skálholti var Hannes Finnsson, sem lést 1796. Hannes var giftur Valgerði Jónsdóttur, tvöfaldri biskupsfrú, sem varð ein ríkasta kona lands- ins. Hún var 32 árum yngri en hann. Hann var fæddur 1739, hún 1771. Valgerður blessunin vildi gera Hannesi manni sínum, síðasta Skálholtsbiskupnum, veglegan leg- stein og pantaði hann frá Danmörku. Hann kom með Bakkaskipi til Eyrarbakka árið 1802. Steinninn vó 19 skipspund eða um 2500 kg. Hann var ferjaður á ís upp Ölfusá og svo Hvítá upp að Kiðjabergi. Þar var hann dreginn yfir eiðið yfir á Hestvatn, svo niður Slauku og aftur út á Hvítá. Allar árnar voru á ís. Neðan við bæinn Hamra rakst steinninn í frægan klett, sem Ullarklettur nefnist, og þá brotnaði eitt hornið af stein- inum. „Þar hrökk af honum helvítis hyrnan“, sagði þá Jón Guðmundsson ráðsmaður á Hömrum, sem hafði umsjón með flutningnum. Þar sem mönnum var mjög brugðið við þetta voru allir drifnir heim að Hömrum þar sem þeir fengu brennivín til þess að hressa sig. Steinninn var svo fluttur upp að Skálholti og þar er hann enn til sýnis í kjallara kirkjunnar, með hornið límt á! Já, þannig fléttast saman jarðfræðin, sagan, ætt- fræðin og mannlífið í okkar líflega landi. Helstu heimildir: Grímsnes búendur og saga Mál og mynd, 2002 Árbók Ferðafélags Íslands 1961 Fréttabréf Ættfræðifélagsins 4. tbl 2012 Landnám Gríms vesturhluti Grímsness bæklingur Hollvinir Grímsness 2013 Ættir og eyðibýli bæklingur Hollvinir Grímsness 2015 Espólín Íslendingbók Auður Gunnarsdóttir, bóndi á Hömrum í Grímsnesi er 28. liður frá landnámsmanninum Ketilbirni gamla. (Ljósmynd Gunnar Kristinn Gunnarsson) Kristján Jóhannsson Kt. 040151-7619 Grandavegur 42 C íbúð 903, 107 Reykjavík Netfang: kristjan@icepharma.is Elín Vilhelmsdóttir Kt. 170150-4069 Grenimelur 45, 107 Reykjavík Netfang: elinvilhelms@gmail.com Áhugasvið: Rekja eigin ættir, m.a danskan hluta ættarinnar Einar Helgi Hallfreðsson Kt. 140546-4619 Dísarási 2, 110 Reykjavík Bjarni Thor Kristinsson Kt: 020567-2959 Óperusöngvari Garðabæ NýIR FéLAGAR

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.