Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Blaðsíða 22

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Blaðsíða 22
22http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2021 aett@aett.is Eyjólfur hafði verið í Bessastaðaskóla í tvo vetur 1809-1811. Páll varð síðar þekktur gullsmiður og rit- stjóri Tímans og Íslendings. Hann var einnig þekkt- ur sem gestgjafi þegar hann rak hina frægu krá Geysi við Skólavörðustíg 12, um 1875. Hún stóð andspænis Hegningarhúsinu. Það hús stendur í dag á Hrísateigi 11 í Laugarneshverfinu. Páll átti síðar eftir að leigja Tobbukot, litla bæinn hennar Þorbjargar Sveinsdóttur ljósmóður, árið sem hún átti í fyrsta og eina þekkta ástarævintýrinu sínu. Það var árið 1882 og liðlega fjörutíu ár liðin frá því hann stóð ásamt Jónasi á toppi Skjaldbreiðar. Munnlega geymdin Þá kemur munnlega geymdin til sögunnar. Jón son- ur Kristjáns í Skógarkoti, langafi GuðrúnarÁsu, ólst upp í Skógarkoti og gerðist bóndi þar árið 1843 og var hjá föður sínum þar til hann lést sama ár. Guðrún „yngri“, dóttir Jóns, bjó þar einnig, ásamt manni sín- um Ásmundi, sín fyrstu búskaparár. Þau bjuggu síðan langa ævi á Neðra-Apavatni í Grímsnesi. Þau hjón- in voru afi og amma Guðrúnar Ásu sem ber nöfn þeirra hjónanna í nafni sínu. Guðlaugur sonur þeirra hjónanna, bóndi á Neðra-Apavatni, ásamt bróður sínum Grími, föður Guðrúnar Ásu, sagði henni eft- ir Guðrúnu móður sinni, að hestinn, sem Jónas reið, hefði hann fengið að láni í Skógarkoti hjá Kristjáni hreppstjóra langafa sínum. Kvæðið Skjaldbreiður hafði því orðið Lauga, eins og hann var alltaf kallaður, afar kært, og Guðrún Ása minnist þess að hann söng það hástöfum, með sínu lagi, inn við Skjaldbreið í hausthúminu, þegar þau fóru saman í eftirleit undir forustu Hannesar fjall- kóngs á Kringlu. Söngurinn var með slíkri innlifun að aldrei verður eftir líkt, segir Guðrún. Og nú stöndum við hér með tvær útgáfur af sög- unni. Frásögn Torfhildar, höfð eftir Páli Eyjólfssyni, um að Rannveig, móðir Jónasar, hafi gefið honum hestinn Baldur og munnlegu geymdina, um lánshest- inn frá Kristjáni í Skógarkoti, sem lifað hefur með afkomendum Kristjáns í 180 ár. Það er svo skemmtileg tilviljun að hann Laugi fæddist 14. júlí árið 1900, og það var einmitt 14. júlí Jónas Hallgrímsson prýðir 10 000 kr seðilinn, ásamt lóunni og brotum úr kvæðinu Skjaldbreið, með hans eigin hendi. Guðlaugur Ásmundsson, bóndi Neðra-Apavatni, föður- bróðir Guðrúnar Ásu, sagði henni söguna um hestinn Baldur, sem Jónas fékk lánaðan hjá Kristjáni forföð- ur þeirra í Skógarkoti. Og það var líka hann sem söng kvæðið Skjaldbreiður, hástöfum, með sínu lagi, í haust- húminu inn við Skjaldbreið, í eftirleit, ásamt henni.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.