Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Blaðsíða 16

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Blaðsíða 16
16http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2021 aett@aett.is Guðfinna Ragnarsdóttir: Vorgangan Vorsólin skein skært laugardaginn 15. maí þegar Heimir Björn Janusarson umsjónarmaður Hólavallargarðs / Gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu, tók á móti hópi félaga úr Ættfræðifélaginu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann leiðir okkur um garðinn, en þótt fáir bætist í hann ár hvert, miðað við aðra kirkjugarða landsins, er af endalausum fróðleik að taka. Enginn er heldur fróðari en Heimir Björn, hvort sem leiðin eru göm- ul eða ný. Það sem lokkaði sjálfsagt marga þennan fallega vordag var nýfundið, áður ómerkt, leiði Páls Ólafssonar skálds, sem kom í leitirnar eftir óvenju- legum leiðum. Þar var notuð eins konar jarðsjá, sem sýndi lögun kistunnar, sem ekki var af hefðbundinni gerð, því Páll bað um að láta jarða sig í fósturstell- ingu. Á stórum, kassalaga legsteininum, úr gráu bas- alti, eru nokkrar ljóðlínur skáldsins, ásamt nafni hans og Ragnhildar konu hans Björnsdóttur. En hann var ekki eina skáldið sem við „heimsótt- um“ þennan fallega vordag. Við litum við hjá Sigurði Breiðfjörð, rímnaskáldinu góða, sem þótti sopinn góður og drakk m.a. með Skáld-Rósu í Ólafsvík. Á leiði Sigurðar er gríðarlega stór steinn, en undir hon- um eru þó ekki líkamsleifar skáldsins, því hann varð að víkja fyrir framkvæmdum í garðinum. Skáldið kvu nú hvíla undir snyrtilegu ræsi þar við hliðina. Sagan segir að vinir hans og aðdáendur gefi honum á góðum stundum vænan sopa niður um ræsið! Þá varð manni á að rifja upp vísuna góðu: Helltu út úr einum kút ofan í gröf mér búna. Beinin mín í brennivín bráðlega langar núna. Við litum einnig við hjá Guðmundi Thorsteinssyni, Muggi, og skoðuðum lágmyndina á legsteininum hans, sem ekki allir eru sáttir við. Þarna raða líka gömlu skáldin sér upp: Benedikt Gröndal, Hannes Hafstein, Indriði Einarsson, Þorsteinn Erlingsson og Sveinbjörn Egilsson og stórveldi eins og Thor Jensen og sjálfur Jón Sigurðsson. Ég sendi Thor mínar hlýj- ustu hugsanir þrna í vorsólinni og þakklæti fyrir allar góðu máltíðirnar sem hann gaf honum föður mínum forðum í fátækt hans. Við litum líka við hjá Guðrúnu Oddsdóttur, vökukonu garðsins, sem fyrst allra var jarðsett í garð-

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.