Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Blaðsíða 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Blaðsíða 5
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2021 http://www.ætt.is aett@aett.is5 hestvagnatímabilið hófst. Þá var ekki lengur hægt að fara brattan stíginn upp og niður Hellisskarðið, ofan Kolviðarhóls, heldur var þá rudd braut suður með Reykjafelli og upp á Hellisheiðina um Hveradalabrekkur. Gestgjafarnir Á Kolviðarhóli var búið í 75 ár. Ebenezer Guðmundsson, gullsmiður, var fyrsti gestgjafinn sem var búsettur á Hólnum, stundum kallaður sæluhús- vörður. Hann var þar aðeins í hálft annað ár. Með hon- um var kona hans Sesselja Ólafsdóttir. Eftir henni er haft að hvergi hafi henni liðið verr en á Kolviðarhóli, þar hefði hún þolað bæði hungur og kulda. Þau hjón- in þóttu bæði gestrisin og greiðvikin og það oftast um efni fram. Af þeim hjónunum tóku við, árið 1880, Ólafur Árnason og Málfríður Jónsdóttir til 1883. Þriðji gestgjafinn var Sigurbjörn Guðleifsson og kona hans Soffía Sveinsdóttir, en hún var dótt- ir Hallberu gestgjafa í Lækjarbotnum, svo hún var svæðinu kunnug. Þau héldu aðeins út í þrettán mán- uði. 1883-1895 eru gestgjafar Jón Jónsson og Kristín Daníelsdóttir, síðan dóttir þeirra Margrét og Guðni Þorbergsson maður hennar, 1895 til 1906. Þá tóku við Sigurður Daníelsson og Valgerður Þórðardóttir, fólk sem allir Sunnlendingar þekktu eða könnuðust við. Þau urðu síðustu gestgjafarnir á Hólnum. Þegar Margrét og Guðni tóku við gestgjafahlut- verkinu 1895 var nýtt tímabil í samgöngum og hestvagnaöld gengin í garð. Gamla húsið á Hólnum var nú orðið allt of lítið og aldamótaárið 1900 byggði Guðni nýtt íbúðar- og gistihús við hlið hins eldra. Það var allt úr timbri, en kjallari var úr steinsteypu. Hann ræktaði tún og fékk að gera Kolviðarhól að bújörð í Ölfushreppi, og var svo til 1936. Verðskrá frá1888 til aldamótanna 1900 var lögð fram af sýslunefndarmönnum í Árnessýslu: Rúm kostar þar 10 aura nóttin, fyrir að þurrka vosklæðin 5 aurar, venjuleg máltíð 25 aurar, pottur af nýmjólk 12 aurar, bolli af molakaffi 10 aurar, 10 pund af töðu 30 aurar, fylgdarmaður ein klukkustund 20 aurar, fylgdarmaður heilan dag 100 aurar, hestlán í klukkustund 10 aurar, hestlán allan daginn 100 aurar. Á tímum Guðna og Margrétar kostaði rúmið 25- 50 aura, kaffibolli, brauðlaus, 10 aura og með brauði 25 aura. Heyið var dýrast því erfitt var að afla heyja á Hólnum. Þegar menn fóru í verið á þorranum kom oft fyrir að um 100 manns gistu samtímis á Hólnum. Gestir Flestir sem fóru um heiðina komu við á Hólnum og þar gistu margir frægir menn, eins og Hannes Hafstein, þegar hann kom frá því að vígja Sogsbrúna 1905, Einar Ben, þegar hann var sýslumaður í Rangárvallasýslu og Grímur Thomsen þegar hann kom frá vígslu Ölfusárbrúarinnar 1891. Baróninn á Hvítarvöllum hafði þar einnig viðkomu þegar hann fór til að athuga ölkelduvatn í Hengli, sem hann hugð- ist nýta. Þegar Einar Benediktsson gisti á Kolviðarhóli ásamt konu sinni, kvartaði hann yfir háu verði á gist- ingunni. Það var ólíkt Einari sem að jafnaði jós út fé. Guðni bauðst þá til að gefa honum gistinguna, eins og flökkurunum, en ekki þáði skáldið það. Grímur Thomsen hafði sérstaklega stutt húsbygg- inguna á Hólnum 1877 og gisti þar löngu seinna, þá rúmlega sjötugur. Hann bað um tvennt: Þrjú staup af brennivíni og að hestur hans yrði látinn í hús og breitt yfir hann - og það tafarlaust. Ekki var hann þó á Sóta sínum því hann var felldur 1882, þá 27 ára. Þuríður formaður gisti einnig á Hólnum og séra Matthías Jochumsson þegar hann var prestur í Odda,. Hann segir frá því í ævisögu sinni, að hann hafi gisti á Hólnum 1884 á austurleið. Ófærð var og hríðarveð- ur og 40 ferðamenn höfðu þá verið hýstir á Hólnum. Þeim gaf séra Matthías öllum staup af brennivíni og síðan gengu menn til náða. 1907 kom Friðrik VIII við á Hólnum á leið sinni austur í sveitir. Hann var vinsælasti konungur Íslands, ekki síst eftir þessa ferð. Í veislu á Kolviðarhóli sagði hann: Nú finnst mér ég hafa kynnst ríkjunum mín- um báðum, Íslandi og Danmörku. Þessi orð þóttu benda til þess að hann liti á Ísland sem sjálfstætt ríki. Danskir stjórnmálamenn áttu í miklum vanda við að útskýra þessi stórpólitísku orð konungs. Þetta voru eldfim orð að mæla. Enn í dag velta menn því fyrir sér hvers vegna hann tók svona til orða. Var hann hálfur? Var þetta klaufaskapur eða gáleysi? Gerði hann þetta af ásettu ráði og sá fyrir að innan skamms tíma yrði Ísland sjálfstætt ríki? Förufólk En á Hólnum voru allir velkomnir, líka förufólk- ið sem nóg var af fram eftir öldum. Meðal gesta á Hólnum voru Jón Repp, Eyjólfur ljóstollur, Símon Dalaskáld og Guðmundur dúllari. Jón Repp taldi sig í röð heldri manna og vildi lát koma fram við sig sem slíkan. Á dögum Snæbjarnar Guðmundssonar, fyrsta Sigurður Guðmundsson málari var hvatamaður að söfnun fyrir nýju húsi á Kolviðarhóli um 1870 og lagði fram teikningar af því. Á þakinu átti að vera turn með gluggum og í þeim átti að loga ljós. Blása átti í lúðra til að vísa mönnum veginn og hundar vera til taks við leit að mönnum. Aldrei sá hann þann draum sinn rætast, því hann lést 1874, þrem árum áður en nýtt hús reis á Kolviðarhóli.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.