Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Side 18

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Side 18
18http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2021 aett@aett.is Hann pabbi minn ólst upp í sárri fátækt í Pólunum í Reykjavík. Þar og í Bjarnaborg, þar sem hann ólst upp sín fyrstu ár, bjó fátæka fólkið, einstæðar mæð- ur, óreglufólk og einstæðingar. Hann var fæddur árið 1912, hét Ragnar Jónsson, og byrjaði snemma að æfa fótbolta með Fram, vann hér og þar og hjálpaði fátækri, einstæðri, móður sinni að halda í þeim lífinu. Eldri bróðir hans, Elías, og yngri systir hans Þórdís, höfðu ásamt honum verið sett í fóstur árið 1918, þeg- ar Ingveldur amma mín veiktist, trúlega í Spönsku veikinni. Elías fór að Hömrum í Grímsnesi og Þórdís fór að Kolviðarhóli. Pabbi fór að Minni-Borg í Grímsnesi. Hann var sá eini sem kom aftur heim. Hin tvö komu aldrei aftur í hlýjan móðurfaðminn, aðeins hann faðir minn, og hann varð móður sinni því einkar kær. Ingveldur amma mín vann áratugum saman við að þvo þvott í Þvottalaugunum fyrir efnameira fólk í bænum. Hún var alltaf einstæð og alla ævina mjög reglusöm og dugleg. Þótt hann faðir minn væri af reykvísku kyni langt aftur í ættir, en hann var 9. kynslóðin Reykvíkingur, kominn af Hjaltalínum, lögréttumönnum og lögsögn- urum, þá hafði hann alltaf minnimáttarkennd yfir fátækt og aðbúnaði æskuáranna. Í Pólunum var alls lags fólk og staðurinn hafði á sér fremur slæmt orð. Oft var talað um Pólaskrílinn. Pabbi fann fyrir þessu áliti alla sína ævi, þótt hann flytti þaðan strax og hann gat, eða um tvítugt, þegar hann kynntist Björg, móð- ur minni. Sjálfur var hann alla tíð reglumaður og bragðaði aldrei áfengi. Hann æfði, eins og áður sagði, fótbolta með fótboltafélaginu Fram, frá unga aldri, og sagði alltaf að fótboltinn hefði bjargað sér frá öllu illu. Hann lék síðast með liðinu sínu árið 1943, árið sem ég fæddist. Þá hafði hann leikið ótal leiki, m.a. með landsliðinu, og farið í frækilega ferð til Danmerkur rétt fyrir stríð, þar sem þeim var tekið sem þjóðhöfð- ingjum, hjá Dansk Bollspels Union. Móðir mín var ættuð vestan af Fellsströnd í Dalsýslu, af vel gefnu bændafólki. Faðir hennar var búfræðingur frá Ólafsdal, á heimilinu var mikil menning, mikið ort, lesið og lært. Afi minn kenndi öllum börnunum sínum heima alla tíð. Mamma var ein tíu systkina og kom sextán ára til Reykjavíkur. Þar kynntust þau pabbi, stofnuðu fjölskyldu í miðri krepp- unni,og eignuðust, bláfátæk, eldri systur mína, Erlu. Til marks um dugnað þeirra og staðfestu þá ákváðu þau að hrúga ekki niður börnum, eins og svo margir gerðu og gerðu sínar ráðstafanir. Katrín Thoroddsen læknir var þá nýkomin heim frá námi og auglýsti í dagblöðunum hettuna, getnaðarvörn fyrir konur. Það var því ekki fyrr en átta árum síðar, þegar foreldrar mínir voru búnir að koma undir sig fótunum, að ég leit dagsins ljós. Þau pabbi og mamma áttu saman gott líf, voru sam- stíga í lífsbaráttunni. Harðdugleg og vinnusöm. Þau eignuðust sína eigin íbúð á Hofteigi 4, þar sem sonur minn, og nafni hans Ragnar, býr enn í dag. Pabbi vann sem baðvörður í Austurbæjarskólanum í tæp fjörutíu ár og blessaði alltaf það að hafa fasta vinnu. Í fyllingu tímans féll pabbi frá, hann lést tæplega áttræður, en mamma varð níutíu og fjögurra ára. Hún tókst á við elli kerlingu árum saman. Ég var henni innan handar, bjó í næsta húsi og það varð að venju að ég fór með hana í bíltúr á hverjum degi. Oft enduðum við í kaffi uppi í Perlu. Svo var það einn dag, mamma var þá komin yfir nírætt, orðin samansig- in og gömul, að við leiddumst inn gólfið á kaffistofu Perlunnar. Ég man hvernig bláa popplínkápan hékk á þunnum öxlum hennar. Þá mætir okkur nágrannakona mín, Sólveig Sveinsdóttir frá Víkingavatni, ásamt móður sinni, Guðrúnu Jakobsdóttur. Við heilsumst og hún kynnir okkur mömmu og segir. „Mamma, þetta er hún Guðfinna Ragnarsdóttir menntaskólakennari, og þetta er hún móðir hennar, Björg Guðfinnsdóttir, systir Björns Guðfinnssonar málfræðings. Guðrún varð á augabragði sem uppljómuð og sagði, um leið og hún leit á mömmu, þau orð sem ég aldrei mun gleyma: „Ert þú gáfaða stúlkan hans Ragga, að vestan?“ „Gáfaða stúlkan“! Ég skildi í fyrstu ekki hvað hún var að meina. Þarna stóð hún mamma mín á tíræðisaldri, gömul, hokin, grá og þreytt og Guðrún ávarpaði hana sem gáfuðu stúlkuna að vestan!!! Ég hváði, og fékk þá skýringu á þessu undarlega ávarpi. Skýringu sem mér þykir ákaflega vænt um og segir margt um stéttaskiptingu þessa tíma. Þannig var að Guðrún hafði á sínum yngri árum unnið hjá „Áfenginu“ og þar vann líka Ólafur Halldórsson, sem lék með pabba árum saman í Fram. Pabba mínum úr Pólunum. Og einn daginn, fyr- ir mörgum, mörgum áratugum, hafði Ólafur kom- ið í vinnuna og sagðist aldeilis hafa fréttir að færa: Hann Raggi væri farinn að vera með systur Björns Guðfinnssonar málfræðings, en hann var um þær mundir með íslenskukennslu í útvarpinu og þekktur Guðfinna Ragnarsdóttir: Gullmolinn Gáfaða stúlkan að vestan...

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.