Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Blaðsíða 7
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2021 http://www.ætt.is aett@aett.is7 menningar. Þau þóttu glæsilegt par þar sem þau gengu saman um götur Stokkseyrar. Hann yfirgaf hana ófríska að öðru barni þeirra og fór til Noregs og lifði þar langa ævi en lést svo í Frakklandi. Sagan segir að Valgerður hafi alla tíð hafa séð efir honum. Hún átti ekki annarra kosta völ en að koma dætrum sínum í fóstur. Ætlun hennar var að fara í atvinnuleit til Austfjarða og ásamt vinkonu sinni lagði hún af stað fótgang- andi til Reykjavíkur. Veður var vont og þung færð á leiðinni yfir heiðina. Þær stöllur náðu samt að Kolviðarhóli og gistu þar. Matreiðslukona sem ver- ið hafði í vinnu hjá Guðna og Margréti var þá á för- um og Guðna leist strax vel á þessa kraftmiklu, ungu konu úr Flóanum og falaði hana umsvifalaust. En Valgerður setti þá upp mun hærra kaup en þekktist og Guðni kvaðst ekki geta gengið að því. „Gott og vel, þá er því sleppt, “ svaraði Valgerður og bjóst til brott- ferðar með vinkonu sinni. En ekki voru þær komnar lengra en niður af hóln- um þegar Guðni kom hlaupandi og vildi ganga að kröfum Valgerðar. Hún sneri við, teningunum hafði verið kastað, örlögin ráðin. Upp frá því var hún kennd við Kolviðarhól. Hún var svo í þjónustu Guðna og Margrétar þar til hún, 1906, tók við gestgjafahlut- verkinu sem eiginkona Sigurðar Daníelssonar, eins og áður var sagt. Árið 1929 létu Valgerður og Sigurður reisa hið glæsilega og vandaða þriggja bursta hús Guðjóns Samúelssonar akitekts. Burstirnar kölluðust á við fjallaskörðin. Húsið var úr steini, um 140 fermetrar, kjallari, hæð og ris, búið öllum nýtísku þægindum sem völ var á, m.a. miðstöðvarhitun og raflýsingu. Sex herbergi voru í kjallara, sex á hæðinni og tvær stórar stofur og í risi átta herbergi. Aðeins veikt bergmál Óhætt er að segja að Sigurður og Valgerður hafi orð- ið þjóðkunnar persónur, enda bæði afburðafólk fyrir áræði og dugnað. Þau voru gestgjafar á Kolviðarhóli frá 1906 til 1935 þegar Sigurður lést, en Valgerður var þar lengur, allt til ársins 1943. Í Kolviðarhólssögu sinni segir Skúli Helgason, að aldrei verði hægt að lýsa ævistarfi Valgerðar á Kolviðarhóli svo að glögg mynd fáist af því: „Allar frásagnir verða eins og veikt bergmál af því sem hún var.“ Skapgerð hennar var, segir Skúli, sterk, vilja- þrekið óbilandi, framkoman uppörvandi og hressileg, hjálpfýsin með afbrigðum og velviljinn einstæð- ur, hver sem í hlut átti. Sjálfur hafði hann, örþreytt- ur, náð í skjól til þeirra hjónanna á Hólnum, eftir átta klukkustunda ferð úr Reykjavík í foráttuveðri. Móttökunum gleymdi hann aldrei. Þegar Sigurður frétti að einhver hefði lagt af stað í tvísýnu veðri og skilaði sér ekki á eðlilegum tíma, fór hann óbeðinn af stað til leitar og aðstoðar, þó ekki sæist út úr augum, ýmist einn eða með einhvern með sér. Aftur og aftur kom hann að mönnum sem voru búnir að gefa allt frá sér og lagstir fyrir. Alltaf tókst Sigurði að bjarga þeim. Á verstu snjóavetrunum kom fyrir að hann færi tvær eða þrjár björgunarferð- ir sama daginn, ýmist upp á Hellisheiðina eða fram í Svínahraun, sem var alræmt illviðrabæli. Þegar hann kom með örmagna menn inn úr dyrum á Kolviðarhóli tók Valgerður við þeim, dró af þeim vosklæðin, háttaði þá ofan í rúm og hjúkraði þeim Þekktustu gestgjafarnir á Kolviðarhóli voru Valgerður Þórðardóttir og Sigurður Daníelsson.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.