Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Blaðsíða 9

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Blaðsíða 9
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2021 http://www.ætt.is aett@aett.is9 hvarf þaðan og enginn vissi um hana. Skúli Helgason hélt uppi spurnum hana um skeið og til ellefu manna var leitað upplýsinga, uns hún kom loksins fram hjá Jóni Sigurðssyni smið á Laugavegi 54 í Reykjavík. Hún hafði þá legið lengi í járnahrúgu í smiðju hans. Einhvern tíma hafði verið komið með klukkuna til Jóns og hún boðin sem brotakopar til bræðslu. Jón keypti hana en tímdi ekki að bræða hana. Þá fal- aði bóndi ofan úr Borgarfirði klukkuna og vildi fá hana við heimagrafreit hjá sér. „En ég hummaði það fram af mér“ sagði Jón. Og á síðustu árum var hún gleymd, uns Jón var spurður um gripinn. Þá rifj- aðist allt upp. Kólfinn vantaði í klukkuna og smíð- aði Jón hann sjálfur, þá orðinn áttatíu og sex ára. Renndi hann í rennibekk sínum og gaf klukkuna síð- an til Byggðasafns Árnesinga þar sem Skúli var lengi safnvörður. Mælti þá „Það er mikið að hún skyldi ekki vera glötuð fyrir fullt og allt. Það er eins og það hafi verið yfir henni einhver hulinn verndarkraftur.“ Byggðasafn Árnessýslu. ✽ ✽ ✽ ✽ ✽ Til vors Mig langar að láta hér fljóta með góða sögu af Hólnum sem sýnir stéttaskiptingu þeirra tíma. Þannig var að einhverju sinni höfðu gestirnir og heimafólkið fengið óskaplegan niðurgang og þá var mikil ásókn á kamr- ana. Kaupmaður einn stórlátur, var þarna gestur, og þurfti að bregða sér á kamarinn, þar sem ein vinnukon- an sat og engdist. Honum þótti sá sem inni var þaul- sætin og barði á kamarsdyrnar af miklum þunga og spurði: Hvað ætlið þér eiginlega að vera hér lengi? Aumingja stúlkan, sem heyrði að þetta var kaupmað- urinn, vildi svara spurningu hans skilmerkilega og sagði: Ég verð hér að minnsta kosti til vors! ✽ ✽ ✽ ✽ ✽ Hinsta gangan á Hellisheiði Það var seint um haust, trúlega 1784, að förufólk bankaði upp á á Reykjum í Ölfusi, þar sem nú er Hveragerði. Þetta voru hjón á miðjum aldri með þriggja ára son sinn með sér. Þau voru tötralega til fara og skórnir slitnir upp að varpa. Þau voru á leið vestur yfir heiði í leit að betra lífi og áttu að baki langa göngu, voru á flótta undan Skaftáreldum sem höfðu með sinni eitruðu blámóðu og eldstraumum svift þau aleigunni, bæði börnum og búi. Aðeins litla drenginn sinn, þriggja vetra, höfðu þau með sér. Heimilisfólkið tók eftir því að þau báru einnig pokaskjatta úr skinni með Vídalínspostillu, með hörðum spjöldum auk eir- ketils en þessa hluti höfðu þau gripið með sér úr bæn- um sér til trausts og halds. Förufólkið þáði hressingu og hélt svo ferð sinni áfram vestur heiðina, Hellisheiðina. Stuttu seinna spilltist veðrið og gekk til útnyrðingsáttar með köld- um krapahryðjum. Þegar saga þessi gerðist var á Reykjum göm- ul kona, forn í lund og talin forspá. Þegar förufólkið gekk úr hlaði heyrðist sú gamla tauta að bágt ættu þeir nú sem á heiðina héldu. Þegar menn inntu hana eftir því hvað hún meinti sagði sú gamla: Dimmur þótti mér dauðaskugginn yfir fólki því er fór héðan í dag. Yfir því var feigðarfylgja og mun það eiga skammt eftir ólifað. En sárast þótti mér að sjá örlög sveinsins unga. Í honum var svo mikið manns- efni, en enginn fær umflúið sitt skapadægur. Segir mér svo hugur um að bein þessa fólks muni á sínum tíma verða hér moldu hulin í kirkjugarðinum. En er þetta kemur fram mun ég sjálf verða lögst á bakið og mín bein tekin að fúna. Síðan þagnaði kerlingin en tár hrukku af hvörmum hennar. En það er skemmst frá því að segja að næsta vetur andaðist kerlingin og var jarðsett í kirkjugarðinum á Reykjum. Leið svo tíminn, sumir segja 8 ár aðrir 12, þá var það vor eitt að smalamenn úr Ölfusi fundu mannabein sunnanvert í Hengladölum. Þetta voru þrjár beinagrind- ur sem lágu hlið við hlið í hraunskúta einum. Ein var stærst, greinilega af karlmanni, önnur minni, trúlega af konu og milli þeirra lítil beinagrind af barni. Lítið var um fataleifar en það sem vakti athygli smalanna var forláta eirketill og pokaskjatti sem molnaði þegar þeir tóku hann upp og við blasti bók með tréspjöldum og látúnsspennum. Reyndist það vera Vídalínspostilla, en ekki varð blöðum hennar flett fyrir fúa. Beinin voru nú að beiðni Arnarbælisprestsins færð til greftrunar á næsta kirkjugarð, en það var einmitt að Reykjum í Ölfusi. Mönnum þótti þessi fundur næsta furðuleg- ur og þá rifjaðist upp frásögnin um förufólkið sem hélt á heiðina, en af því höfðu engar spurnir borist. Þótt einsýnt að það hefði leitað skjóls í hraungjótunni og örmagnast þar af kulda og vosbúð og borið þar beinin. Menn minntust þá einnig orða þeirrar gömlu og þótti hún hafa forspá verið. Presturinn lét smíða kistu utan um beinagrindurnar þrjár og lagði hjá þeim hina fúnu Vídalínspostillu, sagði að hún hefði ver- ið þeim sálu nesti á vegferð lífsins og því skyldi hún fylgja jarðneskum leifum þeirra ofan í jörðina. Kistan var síðan grafin í Reykjakirkjugarði þar sem sú gamla hafði hvílt um áratug. En eirketillinn var metinn til verðs og dugði andvirði hans fyrir verði líkkistunn- ar, svo mikils virði þótti hann. En atburður þessi og aðdragandi hans var lengi í minnum hafður. Og lýkur hér þessari sögu. ✽ ✽ ✽ ✽ ✽ Smiðurinn Önnur álíka saga er frá árinu 1921. Þá var ungur mað- ur, Guðbjartur Gestsson, á leið úr Ölfusinu og suður yfir heiði laust fyrir jólin. Hann ætlaði að komast vest-

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.