Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Blaðsíða 21

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Blaðsíða 21
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2021 http://www.ætt.is aett@aett.is21 Sandgíg, einu smáfjallanna kringum Skjaldbreið, og gleymir sér þar við athuganir, svo að hann gáir ekki að hvað þeim Gunnari og Páli líður. Í bókinni Þjóðsögur og sagnir, sem Torfhildur Hólm safnaði og skráði, er lýsing Páls Eyjólfssonar í Skógarkoti á þessu ferðalagi á Skjaldbreið. Hann seg- ir í frásögninni, þá háaldraður, að séra Björn Pálsson prestur á Þingvöllum hafi útvegað Jónasi sig sem fylgdarmann og greitt Kristjáni í Skógarkoti fyrirfram fyrir fylgdina. Jónas hafði fjóra hesta með kofortum og fylgdarmann sem hefur þá trúlega verið Gunnar Hallgrímsson. Veðrið var heiðskírt, heitt og bjart, segir Páll, og voru þeir komnir upp á toppinn fyrir sólarlag. Jónas hafði mikla þörf fyrir að dvelja á toppi Skjaldbreiðar þessa fögru júlínótt, og sendi Pál að Brunnum þar sem fylgdarmaðurinn var farinn að tjalda, segir í frásögn Páls Eyjólfssonar. Klukkan fimm um morguninn hélt Páll svo heimleiðis og var þá Jónas ókominn. Gjöf frá móður Jónasar Um haustið fór Páll í eftirleit með Gísla Daníelssyni, öðrum vinnumanni hjá Kristjáni í Skógarkoti, og mættu þeir þá Jónasi inni á afréttinum. Jónas þekkti Pál strax aftur og þakkaði honum fylgdina, gaf hon- um 15 mörk í peningum og samanbrotinn pappírs- miða sem hann sagði honum að stinga í vasa sinn og lesa þegar hann hefði tíma til. Á blaðinu var kvæðið Skjaldbreiður! Þegar kvæðið birtist stuttu seinna í 8. árgangi Fjölnis, sá Páll að það var erindinu styttra en það var á miðanum sem Jónas hafði gefið honum. Í ferð þeirra Jónasar og Páls á Skjaldbreið, skrifar Torfhildur eftir Páli, reið Jónas ljósskjóttum sérlega fallegum og góðum hesti, sem Rannveig móðir hans hafði gefið honum og hann nefndi Baldur. Hvergi er að finna aðrar heimildir um þetta. Páll Valsson, sem skrifaði ævisögu Jónasar, gat í fljótu bragði, í samtali við greinarhöfund, ekki tilgreint neina aðra heimild um hestinn Baldur, en nafngreinir hann þó nokkrum sinnum í ævisögunni. Skógarkotsbóndinn Á þessum tíma er Kristján Magnússon, langalangafi Guðrúnar Ásu, bóndi í Skógarkoti og hreppstjóri í Þingvallasveit. Aldraður nokkuð, en velstæður og vel ríðandi. Þekkt er sagan um það þegar Jörundur hundadagakonungur stal besta hestinum hans, uppi við Vilborgarkeldu „þeim rauðstjörnótta“ árið 1809! og prestsdóttirin Hólmfríður Pálsdóttir á Þingvöllum bjargaði hestinum undan Jörgen Jörgensen með því að fela hann í fjósinu. Páll Eyjólfsson var vinnumaður hjá Kristjáni á þessum árum, en foreldrar hans voru Eyjólfur bóndi Ásgrímsson á Torfastöðum í Grafningi, prests Pálssonar, og kona hans Valgerður Eyjólfsdóttir. Jónas Hallgrímsson (1807-1845) „Náttúrufræðin er allra vísinda indælust og nytsemi hennar harla mikil og margfaldleg“. Þannig lýsir Jónas Hallgrímsson skáld náttúru- fræðinni en hann var einn af fyrstu náttúrufræð- ingum Íslands. Hann gekk í Bessastaðaskóla og brautskráðist þaðan 1829. Hann nam nátt- úrufræði við Kaupmannahafnarháskóla, en jarð- fræðin heillaði hann mest af öllum greinum nátt- úrufræðinnar. Jónas sótti um kennarastöðu við Latínuskólann þegar hann flutti frá Bessastöðum til Reykjavíkur en lést áður en skólinn var flutt- ur. Jónas ferðaðist um nær allt Ísland á árunum 1837-1842 og huggðist semja jarðfræðilýs- ingu landsins. Jónas féll frá án þess að ljúka ætlunarverki sínu en skildi eftir sig dagbækur frá ferðum sínum. Athuganir hans sýna skarp- skyggni, þekkingu og gagnrýni á eldri kenning- ar. Hann kannaði m.a. legu eldsprungna, setti fram kenningar um aldur grágrýtisins og myndun surtar brandsins. Hann ritaði einnig fyrstur manna grein á íslensku „Um eðli og uppruna jarðarinn- ar”, einnig safnaði hann efni í sögu og lýsingu íslenskra eldfjalla ásamt stuttu yfirliti um land- skjálfta. Náttúran er Jónasi afar hugleikin í skáldskap hans eins og sést m.a. á kvæði hans: „Fjallið Skjaldbreiður“ , sem hefst svo: Fanna skautar faldi háum fjallið allra hæða val, hrauna veitir bárum bláum breiðan fram um heiðardal. Löngu hefur Logi reiður lokið steypu þessa við. Ógnarskjöldur bungubreiður ber með sóma réttnefnið... (ritstjóri) Skógarkot í Þingvallasveit. Botnsúlur í baksýn. Kristján Magnússon bóndi í Skógarkoti, langalangafi Guðrúnar Ásu, lánaði Jónasi Hallgrímssyni hest og fylgdarmann fyrir ferðalag hans á dyngjuna Skjaldbreið árið 1841. Í Skógarkoti bjuggu síðar bæði sonur og sonardóttir Kristjáns og varðveittu söguna um hestlánið.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.