Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Blaðsíða 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Blaðsíða 8
8http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2021 aett@aett.is eins og með þurfti. Þegar þeir fóru að skjálfa kvaðst hún hafa hætt að óttast um líf þeirra. Dísa frænka Meðan enn var starfsemi á Hólnum var mjög vinsælt að fara í reiðtúr þangað úr bænum á sunnudögum. Þá var líka gjarnan riðið inn í Marardal, þröngan dal norðan við bæinn, en þar voru fyrrum geymd naut. Þórdís Jónsdóttir, föðursystir mín, fædd 1914, síðar húsfreyja í Hveragerði, ólst upp hjá Valgerði og Sigurði á Hólnum frá fjögurra ára aldri. Oft fóru þau Ragnar faðir minn og Ingveldur amma mín að heimsækja hana á Hólinn til Valgerðar. Valgerður flutti síðar einnig í Hveragerði og oft hitti ég hana hjá Dísu frænku minni í Frumskógum 2, skáldagötunni góðu. Alltaf var hún á íslenskum búningi, reist og glæsileg. Hún lést 1957. Annar góður gestur hjá Dísu frænku minni var Lína, sem hét fullu nafni Einarlína, og var vinnukona hjá Valgerði lengst allra, og bjó með henni í alls þrjátíu og sjö ár. Hún var daglegur gestur hjá Dísu frænku, leit alltaf inn þegar hún kom frá því að sinna kindunum sínum. Það sama gilti um dætur Valgerðar, þær Áslaugu og Guðríði, þær héldu alla tíð vinskap við Dísu. Dísa frænka mín fékk gott uppeldi hjá Valgerði og heimilið var eins og besti húsmæðraskóli. Þar kynnt- ist hún einnig eiginmanninum, Eyþóri Ingibergssyni múrara, sem eldri uppsveitamönnum var að góðu kunnur. Hann var þá vinnumaður hjá Valgerði. Á Hólnum fæddist líka elsti sonur þeirra Dísu og Eyþórs, hann Baldur frændi minn. Endalokin Árið 1929 höfðu þau Sigurður og Valgerður eins og áður sagði, ráðist í að byggja 140 fermetra steinhús á Kolviðarhóli, kjallara hæð og ris. Megineinkenni hússins voru þrjár svipmiklar burstir. Arkitektinn var Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins. Húsið þótti afar glæsilegt. En allt tekur enda, tímarnir breytast, þörfin fyrir athvarf og skjól gegn veðri og vindum er ekki leng- ur fyrir hendi, vegurinn austur yfir fjall liggur ekki lengur framhjá, Sigurður dáinn og Valgerður eldist. „Jarðraskið jafnast og grær og jurtirnar finna sér stað“ eins og Guðmundur Böðvarsson skáld orðar það svo fallega. Árið 1970, eftir margra ára niðurlægingu staðarins, moluðu stórvirkar vinnuvélar niður sköp- unarverk Guðjóns Samúelssonar, með burstunum þrem, á Kolviðarhóli. Allt sem minnir á fortíðina er horfið, gamla koparklukkan löngu hætt að hringja og vísa mönnum veginn, en milli gufustrókanna glittir í lítið leiði, leiði þar sem síðustu gestgjafarn- ir á Hólnum fengu sína hinstu hvílu, að loknu ómet- anlegu dagsverki. Aðeins sagan er eftir, saga merkrar starfsemi á nokkrum gulnuðum blöðum. Helstu heimildir Saga Kolviðarhóls Skúli Helgason 1959 Bergsætt 1932 og 1966 Guðni Jónsson Íslenskir sagnaþættir og þjóðsögur IV og IX Guðni Jónsson Þór Vigfússon Í Árnesþingi vestanverðu Árbók Ferðafélags Íslands 2003 Ævisaga Jóns Steingrímssonar 1945 Gísli Sigurðsson Kolviðarhóll Lesbók Mbl. 21. mars og 7. apríl 2001 Ferlir netsíða Blanda 19.-22. hefti 0101 1936 Magnús Grímsson, 1985. Um vegagerð og hestvagnaferðir á Suðvesturlandi. Landnám Ingólfs. Nýtt safn til sögu þess, 2. bindi. Reykjavík. Félagið Ingólfur. Byggðasafn Árnesinga/ Lýður Pálsson Íslendingabók Espólín Munnlegar heimildir: Þórdís Jónsdóttir húsfreyja í Hveragerði Ragnar Jónsson faðir minn ✽ ✽ ✽ ✽ ✽ Klukkan og leitin langa Koparklukka, barmavídd 24,0 cm og hæðin 24,0 cm. Þyngd 7.8 kg. Koparklukka sem var notuð í gamla sæluhúsinu á Kolviðarhóli og hringt í dimmviðrum, vegfarendum til leiðbeiningar heim á Hólinn. Hún var sett þar upp 1885 og tekin niður mögum áratug- um seinna, en þó lengi geymd á Hólnum, uns hún Þórdís Jónsdóttir, föðursystir mín, ólst upp á Hólnum hjá Valgerði og Sigurði frá fjögurra ára aldri. Vistin þar var sem besti húsmæðraskóli.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.