Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Blaðsíða 11

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Blaðsíða 11
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2021 http://www.ætt.is aett@aett.is11 Grímsnesið góða Gullhrepparnir Sultartungur og svarti Flói Þannig hljóðar vísa sem Ögmundur Pálsson, síð- asti kaþólski biskupinn í Skálholti, orti á fyrri hluta 16. aldar. Það er undarlegt að kalla sína eigin sveit, Biskupstungurnar, Sultartungur. En það var trúlega ástæða fyrir því. Skálholt var mikil matarkista og þangað leitaði förufólk og fátæklingar til þess að biðja um mat og ef til vill reyndi biskupinn að fæla það frá með því að auglýsa sveitina sína sem Sultartungur. Haraldur Matthíasson hefur einnig skýrt vísuna með því að biskupsstóllinn hafi á þessum tíma átt nær all- ar jarðir í Biskupstungunum og því hafi landsetarnir lifað sultarlífi. Það er eðlilegt að hann skuli tala um Grímsnesið góða, enda hefur þar allt frá landnámi verið búsæld- arlegt, og svo gat það líka stýrt fátæklingunum þang- að. Það sama gillti um Gullhreppana. Í öllum þessum sveitum Árnessýslunnar er í dag blómleg byggð, einnig í Svarta Flóa, sem lengi var mýrar og fúafen líkt og Ölfusið, en þó víða afar grasgefið. Eldvirknin En ef við lítum aðeins aftur í tímann, fyrir segjum Guðfinna Ragnarsdóttir: Grímsnesið góða 5-6000 árum, blasir önnur sýn við í Grímsnesinu. Þá var þar allt logandi í eldgosum, um það vitna allir gígarnir og hraunin. Stærstu gígarnir eru Seyðishólarnir. Aðrir gígar eru Borgarhólarnir á Borg og Tjarnarhólarnir með Kerinu. Heildarflatarmál hraunanna er um 54 ferkílómetrar og um 100 milljón m3 af gjósku eru tal- in vera í gjallgígunum í Grímsnesinu. Í Biskupstungunum breiðir Úthlíðarhraunið sig yfir gríðarlegt landsvæði og undir Svarta Flóa liggur Þjórsárhraunið, mesta hraun sem runnið hefur á jörð- inni eftir ísöld. En mannlífið blómstrar í Grímsnesinu og Árnessýslunni allri þótt eldvirknin sé innan seiling- ar og eldgosunum fylgir líka jarðhitinn sem færir orku og yl. Þar er þétt byggð og þar eru, auk fastrar búsetu í sveitum, kaupstöðum og þorpum, milli 5 og 6000 sumarbústaðir, þar af um 2500 í Grímsnes- og Grafningshreppi og tæpir 2000 í Bláskógabyggð. Þrískipting jarða Lítum nánar á Grímsnesið góða. Hér er jarðhiti á ótal bæjum og nægir þar að nefna Sólheima, Brjánsstaði, Hæðarenda, Haga, Vaðnes, Ormsstaði og Hallkellshóla. Þegar við lítum á jarðirnar sjáum við líka að það er jarðfræðin sem skiptir jörðunum í hópa og skapar mismunandi skilyrði til búskapar. Jörðunum í Grímsnesinu er oft skipt í þrjá flokka; Hraunajarðir, sem eru í hraununum vestan til í sveit- Seyðishólar í Grímsnesi. Af þessum miklu gjallhólum, sem mynduðust í eldgosi fyrir 5-6000 árum, eru bæjarnöfnin Hallkelshólar og Klausturhólar að öllum líkindum dregin. Þar háði Grímur landnámsmaður einvígi við Hallkel, bróður Ketilbjarnar og féll. Hann er heygður í Grímsleiði í Klausturhólum. (Ljósmynd Guðfinna Ragnarsdóttir)

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.