Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Qupperneq 23

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Qupperneq 23
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2021 http://www.ætt.is aett@aett.is23 Skjaldbreiður, blýantsteikning eftit Jónas Hallgríms- son. 1841 sem skáldið Jónas reið á Baldri sínum umhverf- is Skjaldbreið. Svo finnur maður söguna skreppa saman, þegar við blasir sú staðreynd að Páll, sem fylgdi þjóðskáld- inu Jónasi Hallgrímssyni á toppinn á Skjaldbreið, bjó í Tobbukoti, húsinu sem ég fæddist í hálfri öld síðar! Heimildir: Eiginhandarrit Jónasar Hallgrímssonar Landsbókasafn Háskólabókasafn handritadeild ÍB 10. fol Afskrift í Þjóðminjasafni Þjms. 12167 Ritverk Jónasar Hallgrímssonar. Ritstjórar Haukur Hannesson, Páll Valsson og Sveinn Ingvi Egilssson Þjóðsögur og sagnir Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm 1962 Jónas Hallgrímsson Ævisaga Páll Valsson 1999 Jónas Hallgrímsson Ritsafn 1947 Hraunfólkið Björn Th Björnsson 1995 Íslenskar æviskrár Páll Eggert Ólason 1951 Íslenzk silfursmíð I og II Þór Magnússon 2013 Espólín Íslendingabók Munnleg heimild Guðrún Ása Grímsdóttir Munnleg heimild Páll Valsson Vissir þú? ☛ Vissir þú að Davíð Stefánsson skáld gekk í Menntaskólann í Reykjavík og varð inspector scholae, sem er æðsta embætti nemenda við skólann. Hann varð stúdent 1919 og fyr- ir jólin, sama ár, gaf hann út fyrstu ljóðabók sína, Svartar fjaðrir. Hann lagði síðan stund á heimspeki við Háskóla Íslands. ☛ Vissir þú að Davíð Stefánsson skáld f. 1895 og Hulda Á Stefánsdóttir f. 1897, kennari, skólastjóri og húsmóðir á Þingeyrum voru fjórmenningar? ☛ Vissir þú að grasafræðingurinn og þjóð- fræðingurinn Ólafur Davíðsson f. 1862, var móðurbróðir Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi? ☛ Vissir þú að Jóns Vídalíns var minnst nýlega, með því að setja upp nýjan kross, þann þriðja í röðinni, við Biskupsbrekku á Uxahryggjaleið? Þar lést biskupinn 30. ágúst 1720, er hann var þar á ferðalagi fyrir 300 árum. Jón Vídalín (1666 –1720) var bisk- up í Skálholti. Hann var lærdómsmaður, mikill prédikari og helsta latínu- skáld sinnar tíðar. Hann var sonarsonur Arngríms lærða. Hann samdi áhrifaríka hús- lestrapostillu, sem var ein mest lesna bók á Íslandi í eina og hálfa öld. Auk krossins var sett upp minnismerki, sem sýnir ásjónu biskupsins, höggvið í stein af Páli Guðmundssyni myndhöggvara á Húsafelli. Það var Jón Þorkelsson forni sem fyrstur stakk upp á því árið 1745 að reisa Jóni minningarmark í Biskupsbrekku. Ásjóna Jóns Vídalíns, lágmynd eftir Pál Guðmundsson listamann á Húsafelli. Kross Jóns Vídalíns Skálholts- biskups við Biskups- brekku. Smælki Ljótur leikur Jón í Hergilsey var maður mjög stríðinn og hrekkj- óttur. Einhverju sinni voru hjá honum tveir dreng- ir sem þóttu mjög ódælir. Hann tók þá með sér til Flateyjar og bað þá í leiðnni athuga með sel sem hann sagði liggja á skeri sem kallað var Baula. Áttu þeir að drepa selinn. Drengirnir stukku úr bátnum og um leið ýtti Jón frá skerinu, skildi drengina eftir og sigldi til Flateyjar, sem var um hálf míla sjávar, þar sem hann lauk erindum sín- um. Á heimleiðinni siglir hann aftur að Baulu þar sem drengirnir stóðu nær dauða en lífi af hræðslu, enda sjór fallinn að fótum þeirra. Þótti þetta hörð áminning, en ekki fylgir sögunni hvort þeir létu þessa refsingu sér að kenningu verða. (Sögur og sagnir úr Breiðafirði Bergsveinn Skúlason)

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.