Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Qupperneq 20

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Qupperneq 20
20http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2021 aett@aett.is Það eru sannarlega sögurnar sem glæða ætt- fræðina lífi, sumar sannar, aðrar lognar eða lítið breyttar- en allar spennandi. Og þegar skrifleg- um heimildum sleppir er munnlega geymdin oft drjúg. Það sannast á mágkonu minni, Guðrúnu Ásu Grímsdóttur, sagnfræðingi og rannsókn- arprófessor, sem hefur varðveitt frásögn sem gengið hefur frá manni til manns í fimm ættliði. Sú er um hestinn Baldur sem Jónas Hallgrímsson gerði ódauðlegan í kvæði sínu Skjaldbreiður. Kvæðið orti hann sumarið 1841 á ferð sinni inn á afrétt Grímsnesinga. Þar segir: Vel á götu ber mig Baldur. Breikkar stirðnað eldasund. Hvenær hefur heims um aldur hraun það brunað fram um grund? Engin þá um Ísafoldu unað hafa lífi dýr. Enginn leit þá maður moldu, móðu steins er undir býr. Í öðru erindi kvæðisins segir einnig: Ríð ég háan Skjaldbreið skoða, skín á tinda morgunsól, glöðum fágar röðulroða reiðarslóðir, dal og hól. Beint er í norður fjallið fríða. Fákur eykur hófaskell. Sér á leiti Lambahlíða og litlu sunnar Hlöðufell. Í síðasta erindi kvæðisins segir enn fremur: Heiðarbúar! Glöðum gesti greiðið för um eyðifjöll! Einn ég treð með hundi og hesti hraun, - og týnd er lestin öll. Mjög þarf nú að mörgu hyggja, mikið er um dýrðir hér! Enda skal ég úti liggja, engin vættur grandar mér. Jónas skrifaði dagbók á dönsku um ferðir sínar um Ísland þetta sumar. Þar lýsir hann reið sinni kring- um Skjaldbreið miðvikudaginn 14. júlí 1841. Í þeirri Guðfinna Ragnarsdóttir: Jónas Hallgrímsson, Skjaldbreiður, Skógarkot og hesturinn Baldur frásögn nafngreinir hann hvorki fylgdarmenn sína né hestinn sem hann reið. Hesturinn virðist þó vera hon- um mikill félagi, því hann hælir honum, sbr. „vel á götu ber mig Baldur“, og hesturinn virðist vakur og „eykur hófaskell“. Eftir að hann týnir lestinni í ákafa sínum við að rannsaka smáfjallið Sandgíg, og leitar hennar í nær tvo tíma, nestis- og hlífðarfatalaus, afræður hann að treysta „hestinum mínum góða, að halda áfram að rannsaka fjallið frá jarðfræðilegu sjónarmiði og ríða kringum það“. Þegar hann svo kemst í áningarstað- inn Efribrunna skrifar hann: „þar sem hesturinn minn fékk betri viðurgjörning en ég sjálfur“. Skáldið sofnar þar svo, úrvinda í döggvotu grasinu, og finnur lestina sína morguninn eftir. Á toppinn fyrir sólarlag Í bókinni Jónas Hallgrímsson Ævisaga eftir Pál Valsson segir að Gunnar Hallgrímsson hafi verið fast- ur fylgdarmaður Jónasar um Ísland sumarið 1841. Þar segir enn fremur: Þeir leggja upp frá Reykjavík sunnudaginn 11. júlí 1841 og halda áleiðis að Þingvöllum. Jónas reið hesti sínum Baldri, og var í þungu skapi... Þann 14. júlí heldur lest hans af stað frá Þingvöllum í átt að Skjaldbreið og þá hefur slegist í för heimamaður, Páll Eyjólfsson í Skógarkoti. Jónas ríður fremstur á Baldri og tíkin Kara fylgir þeim trúföst eftir. Hann stefnir að „Náttúrufræðin er allra vísinda indælust og nytsemi hennar harla mikil og margfaldleg”. Þannig lýsir Jónas Hallgrímsson skáld náttúrufræðinni, en hann var einn af fyrstu náttúrufræðingum Íslands.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.