Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2021, Blaðsíða 4
4http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2021 aett@aett.is Draugatjörn, og töldu margir svo reimt í kofanum að þar væri naumast vært. Frægar eru lýsingar Nesjavalla- Gríms Þorleifssonar sem hitti þar mann sem tók ofan hausinn fyrir honum og hvarf svo! Þótt Draugatjarnarkofinn væri ísköld og ömurleg vistarvera, var hann þó sá skúti sem betri var en úti. Lengdin að innanverðu var aðeins 2,5 m og breidd- in 1,5 m. Við annað gaflhlaðið var hlaðinn grjótbálk- ur, mýktur með torfi. Yfir dyrum var lítil gluggabora með gleri. Tóftin er enn sýnileg austan Draugatjarnar, á hrauntungu sem þrengir að Bolavöllum og nær norður undir Húsmúla. Þarna fundust merkar minj- ar við fornleifagröft 1958 m.a. járn af reku, til að moka snjó, járnfleygur, til að gera vök á tjarnarísinn, flatsteinn til að kveikja á eldspýtu og blátt bóluglas undir brjóstbirtu. Allir þessir munir eru varðveittir á Byggðasafni Árnesinga. Þótt fögur séu fjöllin vor feikn þau marga geyma um fannir liggja freðin spor feigðin á þar heima. Þannig yrkir Grímur Thomsen og margir urðu úti á Hellisheiðinni, tróðu þar helveg, viltust og forkel- uðust, enda á ferðinni í öllum veðrum. Margir voru líka kófdrukknir er þeir komu úr kaupstaðnum. Húsið á Hólnum Þar kom að mönnum þótti litli kofinn undir Húsmúlanum ófullnægjandi og hafist var handa um söfnun fyrir nýju húsi. Það var svo árið 1844 að reist var sæluhús á hólnum undir Hellisskarði, en svo nefnist skarðið ofan af heiðinni vestanverðri við Kolviðarhól. Þar var þó engin búseta eða eftirlitsmað- ur. Kolviðarhóll þótti ákjósanlegur staður, en þó var vatnsskortur þar viðloðandi lengi. Hóllinn er heitinn eftir Kolviði sem bjó á Elliðavatni, en var drepinn við Kolviðarhól af Búa Andríðssyni, eins og segir í Kjalnesingasögu. Til gamans má geta þess að Ólafur Árnason, einn gestgjafanna á Hólnum löngu síðar, skírði son sinn Búa Kolvið. Nýja sæluhúsið var timburhús sem stóð á áln- ardjúpri grjóttótt með hellugrjóti á gólfi. Í húsinu gátu gist 24 menn á loftinu og 16 hestar lausir niðri. Þetta þótti gríðarleg framkvæmd og húsið var svo grið- arstaður ferðalanga yfir Svínahraun og Hellisheiði á fjórða áratug, en um 1885 var það rifið. Um 1878 var vegur lagður yfir Svínahraun og um Hellisheiðina og Kambana um 1880. Það var mikil samgöngubót, þótt vegurinn yfir hraunið þætti lengi grýttur og hrjúfur. Söfnun og draumar Um 1870 var sæluhúsið orðið mjög lélegt og hafist var handa um að safna fé til byggingar nýs húss. Þá var það enginn annar er Sigurður Guðmundsson mál- ari sem var hvatamaður að söfnun fyrir nýju húsi. Hann sá fyrir sér veitingahús sem gæti fullnægt flest- um þörfum ferðamanna. Hreyfði hann því á fundi í Kveldfélaginu 1871 og lagði þar fram teikningar af húsi. Á miðju þakinu átti að vera turn með gluggum og í gluggunum átti að loga ljós. Blása átti í lúðra þriðja hvern tíma til þess að vísa mönum veginn og hundar áttu að vera til taks við leit að mönnum. Aldrei sá hann þann draum sinn rætast, því hann lést 1874, þrem árum áður en nýtt hús reis á Kolviðarhóli. Matthías Jochumsson hvatti í Þjóðólfi til samskota fyrir húsbygginguna, en undirtektirnar voru dræmar. „Hvað munduð þér segja góðir menn, ef þér horfð- uð í augu allra þeirra sem legið hafa helstirðir við Hellisskarð fyrir hegningarvert hirðuleysi héraðs- ins? skrifar Matthías. Bændur austanfjalls, sem mest mæddi á, gáfu þó flestir eina krónu og stórbændur tíu krónur. Söfnunin gekk þó hægt. Að lokum fengust þó eitt þúsund krónur úr Landsjóði og árið 1877 reis nýtt sæluhús á Hólnum og sérstakur sæluhúsvörður var ráðinn. Klukkan góða Þótt draumar Sigurðar málara um lúðrana rættust ekki þá var í þessu sæluhúsi klukka sem hringt var í vond- um veðrum til þess að vísa mönnum á húsið. Varð hún mörgum til bjargar. Hún hringdi allt fram til árs- ins 1907, var þá geymd á Hólnum, týndist svo í 30 ár, 1927-1957, og fannst þá af tilviljun og er nú geymd á Byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka. Saga er sögð af flutningi ungrar, veikrar stúlku um miðjan vetur yfir Hellisheiðina. Hún var flutt á sleða sem hestar og menn drógu. Dagurinn var stuttur, færð- in erfið og blindhríð. Það tók þá níu klukkustundir að komast yfir heiðina og þegar niður skarðið kom vissu þeir ekki hvert halda skyldi. Heyrðist þá klukkna- hljómur, aftur og aftur, þeir gengu á hljóðið, sem bar þá að Kolviðarhólnum þar sem þeim var bjargað í hús. Lengst af voru flestir sem komu yfir heiðina gang- andi eða ríðandi, margir með lausa hesta eða tagl- hnýtta í lest, oftast með bagga, Þannig gekk það uns Sæluhús var fyrst reist á Kolviðarhóli árið 1844. Þar var enginn gestgjafi. Hér má sjá fyrsta gestgjafahúsið, en það var byggt 1877.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.