Fréttablaðið - 19.02.2022, Blaðsíða 34
Fólk kaupir notað í
auknum mæli og
finnst það eðlilegasti
hlutur í heimi.
Andri Jónsson
Andri Jónsson, sem á og
rekur Barnaloppuna ásamt
konu sinni, Guðríði Gunn-
laugsdóttur, segir búðina
hafa hlotið frábærar við-
tökur. Umhverfisvænni inn-
kaup séu greinilega að ryðja
sér til rúms á Íslandi.
„Auðvitað eru alls konar aðferðir
til að mæla árangur en sá árangur
sem við horfum kannski einna
helst til er sú hugarfarsbreyting
sem hefur átt sér stað hjá lands-
mönnum. Fólk kaupir notað
í auknum mæli og finnst það
eðlilegasti hlutur í heimi. Þetta
er orðinn partur af daglegu lífi
margra, sem betur fer,“ segir Andri
glaðlega.
Hann tekur fram að vitanlega
hafi lengi verið hægt að kaupa
notaða hluti á Ísland en það hafi
kannski helst verið hipsterar og
spútnikkar sem gerðu það hér áður
fyrr. Nú séu sífellt f leiri farnir að
aðhyllast þá stefnu að endurnýta í
stað þess að kaupa alltaf nýtt. „Það
er yndislegt hvað fólk er duglegt
að taka þátt í að skapa skilyrði
fyrir hringrásarhagkerfi landsins
þar sem verslað er með notaðar
vörur, því ábatinn er svo mikill.
Það dregur úr offramleiðslu, sóun
og mengun; bara með því að selja
og kaupa notaða hluti þá spörum
við rosalega í kolefnissporum á
hverju ári.“
Gott fyrir umhverfið og budduna
Andri segir ekki síður skemmtilegt
að eiga þátt í að stuðla að þessum
breytta hugsunarhætti, þar sem
hugmyndin með Barnaloppunni
snúist einmitt um að halda úti
markaði þar sem fólk getur selt
eða keypt notaðar barnavörur,
barnaföt, -vagna og fleira og þann-
ig dregið úr sóun í samfélaginu.
En hvernig kom til að þau Andri
og Guðríður Gunnlaugsdóttir,
kona hans, ákváðu að stofna stór-
markað fyrir barnafjölskyldur?
„Það má sega að umhverfismál
hafi alltaf verið okkur hugleikin.
Hugmyndin að búðinni kviknaði
hins vegar ekki fyrr en eftir búsetu
í Danmörku þar sem við kynnt-
umst þessu loppu-konsepti, f lóa-
mörkuðum þar sem gera má góð
kaup og um leið stuðla að ábyrgri
umgengni við umhverfið. Konuna
mína, sem er með meistaragráðu
í þjónustustjórnun, var farið að
langa til að gera eitthvað tengt
börnum þegar við flyttum heim og
ég spurði þá hvort við ættum ekki
bara að stofna svona búð á Íslandi.
Stuttu eftir heimkomu, eða í maí
2018, opnuðum við Barnaloppuna
í Skeifunni.“
Oft hamagangur og fjör
Fyrstu þrjú árin var Barnaloppan
til húsa í Skeifunni 11D, en í janúar
2021 var verslunin flutt í stærra
rými í sama húsnæði, nánar til-
tekið í Skeifuna 11A. „Það að við
skulum vera farin úr 450 í tæp-
lega 900 fermetra húsnæði, segir
bara hvað viðtökurnar hafa verið
góðar,“ bendir Andri á.
Hann segir að í búðina sé mikill
straumur fólks, bæði kaupenda
og seljanda, alveg frá opnun til
lokunar. „Fólk slæst um að fá að
selja vöruna sína hérna, enda fyrir-
komulagið sáraeinfalt. Seljandi
leigir bás undir vörur sínar og verð-
merkir og við sjáum um rest. Við
greiðum seljandanum síðan sölu-
hagnaðinn með millifærslu sama
dag. Fólk er eðlilega dauðfegið að
þurfa ekki standa vaktina.“
Andri tekur fram að fólk komi
þó ekki eingöngu til að versla í
Barnaloppunni heldur til að hitta
annað fólk, hún sé því líka hálf-
gerð félagsmiðstöð. „Hér er öll
f lóran, ungir sem aldnir og fólk af
öllum stéttum. Við erum með 50
til 60 fermetra barnahorn, sem
barnafjölskyldur nýta sér óspart.
Krökkunum finnst gaman að
koma, svoleiðis að það er oft fjör
og hamagangur hérna yfir daginn.“
Hann bætir við að sér finnist
frábært hvað margir leggi leið sína
í búðina. Það sé greinileg vísbend-
ing um að landsmenn séu orðnir
meðvitaðri um umhverfið. „Og það
er frábært að geta lagt sitt á vogar-
skálarnar. Enda skiptir gríðarlegu
máli að við göngum vel um jörðina
okkar.“ n
Notaðar barnavörur
aldrei vinsælli
Hjónin Andri Jónsson og Guðríður Gunnlaugsdóttir stofnuðu Barnaloppuna í Skeifunni 11D árið 2018, en þar er hægt
að kaupa notaðar flíkur, leikföng og hvers kyns búnað fyrir börn í miklu úrvali. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Grænir skátar reka grennd-
argáma og móttökustöð í
Hraunbæ, en bjóða líka upp
á þá þjónustu að setja upp
ílát fyrir dósir og flöskur í
fjölbýlishúsum, hjá félaga-
samtökum og fyrirtækjum.
Kristinn Ólafsson, framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins, er ánægður
með hvað landsmenn hafa tekið
vel í þjónustuna. „Fólk hefur
tekið mjög vel í þjónustuna og
þá sérstaklega húsfélaga- og
fyrirtækjaþjónustuna nú upp á
síðkastið. Töluverð fjölgun hefur
verið á fjölbýlishúsum á höfuð-
borgarsvæðinu og eftirspurn
eftir þjónustu aukist mikið,“ segir
Kristinn, þegar hann er spurður út
í viðtökurnar.
Finnst Kristni vitundarvakning
hafa orðið í þessum málum á
Íslandi?
„Já, almenningur vill vera
ábyrgur þegar kemur að endur-
vinnslu,“ svarar hann. „Á móti
þurfa lausnirnar auðvitað að vera
vel lagaðar að fólki,“ bendir hann
á og segir Græna skáta leggja sig
fram í þeim efnum.
Einfalt og þægilegt fyrirkomulag
En út á hvað ganga lausnir Grænna
skáta?
„Í stuttu máli rekum við
grenndargáma og móttökustöð
í Hraunbæ en bjóðum líka upp á
þá þjónustu að setja upp ílát fyrir
dósir og flöskur í fjölbýlishúsum,
hjá félagasamtökum og fyrir-
tækjum,“ útskýrir Kristinn. „Þegar
ílátin eru full sækjum við þau. Svo
einfalt er það.“
Hann segir marga gefa Grænum
skátum umbúðirnar en þeir bjóði
líka upp á að greiða út skila-
gjaldið. „Við greiðum að hámarki
11 krónur fyrir hverja einingu
þegar að við sækjum til viðskipta-
vina, skilagjaldið er 18 krónur, svo
við höldum eftir 7 krónum fyrir
þjónustuna.“
Kristinn játar að vissulega vefjist
fyrir mörgum að hægt sé að fá ein-
hvern til að sækja umbúðirnar, en
sífellt f leiri séu hins vegar farnir að
átta sig á hversu hentugt er að fá
aðra til að sjá um þennan „haus-
verk“, eins og hann orðar það.
„Enda finnst fólki ósköp þægi-
legt að þurfa bara að safna þessu
saman og hafa ekki meiri áhyggjur
af því, þar sem við mætum á stað-
inn, flokkum og sjáum um rest.“
Stoltur af starfinu
Kristinn hefur unnið sem
framkvæmdastjóri hjá Grænum
skátum í fimm ár og segir gefandi
að taka þátt í starfinu. „Sérstak-
lega erum við stolt af þátttöku
okkar í tengslum við verkefnið
Atvinna með stuðningi,“ nefnir
hann, en hjá Grænum skátum
starfa 35 einstaklingar með skerta
starfsgetu. „Við höfum verið með
starfsmenn með skerta starfsgetu
frá stofnun fyrirtækisins fyrir 30
árum, enda frábært að veita þeim
vinnu sem þurfa á stuðningi að
halda.“
Hann bætir við að þetta sé
megintilgangur Grænna skáta,
ásamt því að stuðla að aukinni
umhverfisvitund meðal lands-
manna og afla fjár fyrir Bandalag
íslenskra skáta, sem standi að
baki rekstri fyrirtækisins. Féð
sem safnast renni síðan í upp-
eldis- og félagsstarf ungs fólks á
vegum bandalagsins víðs vegar
um landið.
Það er ekki annað að heyra
en Kristni finnist gaman hvað
Íslendingar hafa tekið framtakinu
vel. „Já, fólk er afar sátt við okkar
þjónustu og finnst gott að vita að
allur hagnaður fyrirtækisins fer
í góðan málstað,“ segir hann og
tekur fram að allir geti nýtt sér
þjónustuna.
„Algjörlega, við lögum okkur
bara að þörfum hvers og eins,“
undirstrikar hann og hvetur
áhugasama að kynna sér málið
nánar á dosir.is. n
Almenningur ánægður með þjónustuna
Sífellt fleiri nýta
sér þjónustu
Grænna skáta,
að sögn Kristins
Ólafssonar,
framkvæmda-
stjóra Grænna
skáta, sem eru
sérfræðingar í
söfnun á skila-
gjaldskyldum
umbúðum.
Félagið er í
eigu Bandalags
íslenskra skáta
og hefur starfað
síðan 1989.
Kristinn Ólafs-
son, fram-
kvæmdastjóri
Grænna skáta
Grænir skátar reka grenndargáma meðal annars í Hraunbæ.
4 kynningarblað 19. febrúar 2022 LAUGARDAGURNYTJAHLUTIR OG ENDURVINNSLA