Fréttablaðið - 19.02.2022, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 19.02.2022, Blaðsíða 30
Á morgun, sunnudag, kemur hljómsveitin Brek fram á tónleikum á Skuggabaldri. Sveitin tvinnar saman hin ýmsu áhrif mismunandi stíla þjóðlaga- og dægurtón- listar. Hljómsveitin Brek heldur lang- þráða tónleika á Skuggabaldri á morgun, sunnudag. Þar mun hún flytja lög af fyrstu plötu sinni sem kom út síðasta sumar, í bland við tökulög úr ólíkum áttum í skemmtilegum búningi. Hljómsveitina skipa þau Harpa Þorvaldsdóttir (söngur og píanó), Jóhann Ingi Benediktsson (gítar og söngur), Guðmundur Atli Pétursson (mandólín og bakraddir) og Sigmar Þór Matthíasson (kontrabassi og bakraddir). Sigmar segir meðlimi Breks hlakka mikið til morgun- dagsins enda lítið verið um tónleika undanfarna mánuði. „Á tónleik- unum á morgun munum við einnig taka nokkur ný frumsamin lög og verður gaman að sjá viðbrögð tón- leikagesta. Við getum alveg lofað góðri stemningu og vonumst að sjálfsögðu til að sjá sem flesta.“ Áhrif úr ólíkum áttum Hljómsveitin Brek var stofnuð árið 2018 og leggur áherslu á að tvinna saman hin ýmsu áhrif mismunandi stíla þjóðlaga- og dægurtónlistar, að sögn Sigmars. „Upphafið má rekja til þess að þau Harpa og Jóhann höfðu lengi ætlað sér að gera eitthvert tónlistarverk- efni saman, en þau eru sveitungar af Hvammstanga. Þau hittust loks um haustið 2018 og hófu æfingar saman. Guðmundur Atli og Harpa voru nýlega orðin par og þegar hann kom að sækja Hörpu á þessa fyrstu æfingu var honum boðið að taka lagið með þeim. Fyrir algjöra tilviljun var mandólínið með í bílnum og þar með var kominn grunnur að einhverju. Þau þrjú unnu áfram og smátt og smátt fundu þau farveg og sameiginlegt sánd. Það var svo í byrjun árs 2020 að bassaleikarinn, ég sjálfur, bætt- ist í hópinn og þannig er bandið skipað í dag.“ Fjölbreyttur bakgrunnur Á þessum tímapunkti var komin þokkalega skýr hugmynd um hljóðheiminn og stíl, segir Sigmar. „Við fundum strax að þetta væri mjög áhugaverður bræðingur og að þessi hljóðfæraskipan ásamt rödd- um þeirra Hörpu og Jóhanns sem aðalraddir, væri okkar sánd. En við höfum talsvert rætt um nákvæm- lega þetta, hvað hvert hljóðfæri leggur í púkkið og hvernig það ásamt notkun karl- og kvenraddar, sem og heildar fjórradda söng, skapar okkar hljóðheim.“ Hann segir einnig áhugavert hvað þau fjögur hafi ólíkan bak- grunn í tónlist, sem verður að ein- hverju sérstöku þegar þau leggjast öll á eitt. „Harpa er með masters- gráðu í óperusöng, ég er menntað- ur í djassi, Jóhann er lærður í gítar- leik og skapandi tónlistarmiðlun og bakgrunnur Guðmundar liggur í „folk og bluegrass“ stúdíu. Von- andi tekst okkur að skapa saman áhugaverðan bræðing af tónlist úr ólíkum áttum, jafnvel brjóta niður múra tónlistarstefna og gera eitthvað áhugavert, skemmtilegt en kannski smá krefjandi fyrir áheyrandann í leiðinni.“ Vinna vel saman Fyrsta plata Breks sem kom út í fyrra er að sögn Sigmars saman- safn laga sem meðlimir unnu jafnt og þétt frá árinu 2018. „Lögin eru eiginlega ferðalag okkar hingað til í vinnunni við að þróa okkur sem hljómsveit. Grunnar laganna koma meðal annars frá Jóhanni og Hörpu, en þau eru unnin og útsett af okkur öllum í sameiningu. Það geta verið ótrúlega skemmtilegar hugmyndir sem koma út úr sam- vinnunni og við virðumst kveikja sköpunarkraftinn hvert í öðru. Flestir textar koma frá Jóhanni en þó eru einstaka textar eftir aðra. Við vinnum ótrúlega vel saman sem hópur og úr þessu samstarfi hefur líka skapast mjög náin og dýrmæt vinátta. Það skilar sér von- andi að einhverju leyti í tónlistinni og á tónleikum.“ Ókeypis er inn á tónleikana sem hefjast klukkan 20. Skuggabaldur stendur við Pósthússtræti 9, 101 Reykjavík. n Nánar um Brek á brek.is. Starri Freyr Jónsson starri @frettabladid.is Arctic Star selur hreinar og ómengaðar hágæða heilsu- vörur sem eru unnar úr íslenskum sæbjúgum, en þau eru talin hafa mikinn lækningamátt. Sæbjúgu innihalda fjöldann allan af gagnlegum efnum en í hylkj- unum frá Arctic Star eru auk þess ýmis viðbætt efni sem stuðla að góðri heilsu. „Arctic Star var stofnað árið 2008 og tók yfir rekstur ÍsBú Seafood, en það var söludeild hjá fyrir- tækinu ÍsBú alþjóðaviðskipti ehf. sem hefur selt sjávarfang um allan heim og veitt ráðgjöf í sjávar- útvegi,“ segir Sandra Yunhong She, framkvæmdastjóri og eigandi. „Á síðustu árum hefur Arctic Star sér- hæft sig í þróun á fæðubótarefnum og sinnt framleiðslu, markaðssetn- ingu og sölu á hreinum, ómeng- uðum og hágæða náttúrulegum Arctic Star heilsuvörum um allan heim, en það flytur líka út fisk til Kína.“ Margir finna mikinn mun „Arctic Star sæbjúgnahylki eru framleidd úr íslenskum hágæða sæbjúgum sem eru veidd úr Atl- antshafinu við strendur Íslands. Arctic Star sæbjúgnahylki komu á markað árið 2015 og viðtökur voru mjög góðar, við höfum fengið mjög mörg símtöl og skilaboð frá ánægð- um viðskiptavinum sem segja okkur hvað sæbjúgnahylkin virka vel fyrir þá,“ segir Sandra. „Sumir hafa lengi verið slæmir í hnjám, með liðaverki, gigt eða slitgigt, verki í bakinu eða veikt ónæmiskerfi og telja að sæbjúgnahylkin okkar hafi hjálpað sér mikið og finna mikinn mun eftir notkun. Við erum mjög ánægð að heyra það. Ég sjálf var með veikt ónæmis- kerfi og varð mjög oft veik. Ef einhverjar flensur voru í gangi í þjóðfélaginu, þá fékk ég þær,“ segir Sandra. „En ég hef tekið sæbjúgna- hylki daglega síðan 2013 og finn mikinn mun. Núna verð ég mjög sjaldan veik.“ Þekkt heilsufæði öldum saman „Sæbjúgu hafa verið þekkt sem heilsufæði í gegnum aldirnar í Kína. Þar eru þau notuð til bóta við hinum ýmsu meinum, til dæmis til að meðhöndla háan blóðþrýsting, liðaverki og stirðleika, jafnvel til að auka kynorku, ásamt ýmsu öðru,“ segir Sandra. „Kínverjar kalla sæbjúgu gjarnan „ginseng hafsins“ og til eru sagnir um notkun sæbjúgna fyrir þúsundum ára. Í Indónesíu eru sæbjúgu talin hafa lækningamátt og eru til dæmis mikið notuð í græðandi meðferðir. Heima hjá mömmu voru sæbjúgun elduð, en það tekur mjög langan tíma að gera það og menn eru ekki endilega að elda sæbjúgu daglega. Við fengum því þá hug- mynd að búa til sæbjúgnahylki, svo fólk geti fengið heilsubótar- efnin úr sæbjúgunum daglega á auðveldan máta,“ segir Sandra. „Sæbjúgun sjálf innihalda fjölda gagnlegra efna,“ útskýrir Sandra. „Þau eru um 70% prótein og inni- halda mörg næringarefni, vítamín, steinefni og amínósýrur.“ Stuðla að bættri heilsu „Við erum alltaf að þróa vörurnar okkar og í fyrra settum við bæði Marine Collagen og Sæbjúgna- hylki+D3 á markað. Arctic Star Marine Collagen er framleitt úr atlantshafsþorskroði, íslenskum hágæða sæbjúgum og C-vítamíni,“ Sæbjúgu eru ginseng hafsins Arctic Star selur sæbjúgnahylki sem eru fram- leidd úr íslensk- um hágæða sæbjúgum. Marine Collagen inniheldur líka kollagen og C- vítamín og Sæ- bjúgnahylki+D3 innihalda líka D-vítamín. MYND/AÐSEND segir Sandra. „Bæði íslensk sæbjúgu og þorskroð innihalda mikið magn próteins, þar á meðal kollagen, en flestir hafa heyrt að kollagen hefur góð áhrif á húð, hár og neglur. C-vítamín bætir virkni þess með því að stuðla að eðlilegri myndun kollagens fyrir brjósk, bein og húð. C-vítamín stuðlar líka að eðlilegri starfsemi tauga- og ónæmiskerfis- ins, ásamt því hjálpa til við að verja frumur gegn oxunarálagi og draga úr þreytu. Það stuðlar líka að eðli- legum efnaskiptum, endurnýjun afoxaðs forms E-vítamíns og eykur upptöku járns. Sæbjúgnahylki+D3 eru fram- leidd úr hreinum íslenskum hágæða sæbjúgum og D-vítamíni,“ segir Sandra. „D-vítamín stuðlar að eðlilegri upptöku og notkun kalsíums og fosfórs og eðlilegu kalsíummagni í blóði, ásamt því að efla viðhald beina, tanna og vöðvastarfsemi og styðja starfsemi ónæmiskerfisins. Það gegnir líka hlutverki við frumuskipti.“ Fyrir alla sem er annt um heilsuna „Í dag er fólk almennt meira með- vitað um mikilvægi þess að fá nátt- úruvörur án bætiefna og hugsar meira um heilsuna og heilbrigðan lífsstíl. Kannski er það þess vegna sem heilsuvörurnar okkar hafa notið sívaxandi vinsælda,“ segir Sandra. „Arctic Star vörurnar eru fyrst og fremst heilsufæði til að bæta og viðhalda heilsu, en það er ákveðinn lífsstíll að halda líkam- anum og heilsunni í góðu horfi. Oft er fólk ekki mikið að hugsa um heilsuna fyrr en það fer að finna fyrir verkjum eða sliti og því njóta vörurnar okkar oft frekar vin- sælda hjá eldra fólki, en vörurnar okkar eru samt fyrir alla sem er annt um heilsu sína,“ segir Sandra. „Því fyrr sem byrjað er að taka inn sæbjúgnahylki, því betra.“ n Vörur Arctic Star eru fáanlegar í vefversluninni á arcticstar.is, en þær eru einnig fáanlegar í flestum apótekum og heilsubúðum og í Lyfju, Fjarðarkaupum, Hag- kaupum og á heimkaup.is. Sandra Yunhong She Áhugaverður bræðingur úr ólíkum áttumSENDI YKKUR MYNDI Í TÖLVUPÓSTI Hljómsveitina Brek skipa, frá vinstri, þau Sig- mar Þór Matthí- asson, Harpa Þorvaldsdóttir, Jóhann Ingi Benediktsson og Guðmundur Atli Pétursson. MYND/BREK Brek þykir lífleg og skemmtileg hljómsveit á tónleikum. MYND/EYÞÓR 4 kynningarblað A L LT 19. febrúar 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.